Tugir verkefna vegna vatnstjóns Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2018 10:56 Mikil úrkoma fylgdi lægðinni. Vísir/Hanna Björgunarsveitarmenn hafa sinnt á þriðja tug verkefna tengdum vatnstjóni og vatnselg á ellefta tímanum í morgun. Óveðrið hefur gengið hratt yfir landið í morgun og hefur dregið heldur úr veðurofsanum á höfuðborgarsvæðinu. Því var spáð að veðrið ætti að vera að mestu gengið niður í borginni um hádegi og virðist það ætla að ganga eftir. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, segir í samtali við Vísi að verkefni björgunarsveitarmanna hafi verið færri í morgun en búist var við. Á ellefta tímanum fóru þó að berast fjöldi tilkynninga um vatnstjón og vatnselg á höfuðborgarsvæðinu samhliða þeirri miklu úrkomu sem fylgt hefur þessari lægð. Davíð segir lægðina vera bersýnilega að færast yfir landið því á tíunda tímanum fóru að berast tilkynningar til björgunarsveit um foktengd verkefni á Norðurlandi vestra. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar, sem birt var klukkan tíu, kemur fram að fram að hádegi muni veður versna mjög á Norðurlandi, einkum vestan til. Frá Hrútafirði yfir á Siglufjörð og Eyjafjörð er reiknað með Suðaustan átt 25-32 metrum á sekúndu á milli klukkan 11 og 14 og lengur austan til. Þvert á veg og með slyddu og hálku. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og mikið hvassviðri og vatnselgur á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Hálkublettir og mikið hvassviðri er á Suðurstrandavegi. Á Suðvestur- og Suðurlandi er krapi, hálka og hálkublettir. Á Vesturlandi er víðast hvar snjóþekja, hálka, hálkublettir og éljagangur. Þæfingsfærið og hvassviðri er á Vatnaleið. Ófært er á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar vegna veðurs. Þegar þetta er ritað eru vegirnir um Steingrímsfjarðarheiði, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Hellisheiði, Þrengsli. Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Sandskeið og við Hafnarfjall lokaðir. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Farþegar sátu fastir í níu vélum Icelandair vegna veðurs Þingmaður sagði veruna um borð minna á sjóferð. 21. febrúar 2018 10:04 Bílar köstuðust til á Reykjanesbraut Björgunarsveitir hafa frá klukkan sex í morgun haft í nógu að snúast við lokun vega. 21. febrúar 2018 08:00 Lægðin missti af kaldasta loftinu Vert að þakka fyrir það segir veðurfræðingur. 21. febrúar 2018 08:39 Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Björgunarsveitarmenn hafa sinnt á þriðja tug verkefna tengdum vatnstjóni og vatnselg á ellefta tímanum í morgun. Óveðrið hefur gengið hratt yfir landið í morgun og hefur dregið heldur úr veðurofsanum á höfuðborgarsvæðinu. Því var spáð að veðrið ætti að vera að mestu gengið niður í borginni um hádegi og virðist það ætla að ganga eftir. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, segir í samtali við Vísi að verkefni björgunarsveitarmanna hafi verið færri í morgun en búist var við. Á ellefta tímanum fóru þó að berast fjöldi tilkynninga um vatnstjón og vatnselg á höfuðborgarsvæðinu samhliða þeirri miklu úrkomu sem fylgt hefur þessari lægð. Davíð segir lægðina vera bersýnilega að færast yfir landið því á tíunda tímanum fóru að berast tilkynningar til björgunarsveit um foktengd verkefni á Norðurlandi vestra. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar, sem birt var klukkan tíu, kemur fram að fram að hádegi muni veður versna mjög á Norðurlandi, einkum vestan til. Frá Hrútafirði yfir á Siglufjörð og Eyjafjörð er reiknað með Suðaustan átt 25-32 metrum á sekúndu á milli klukkan 11 og 14 og lengur austan til. Þvert á veg og með slyddu og hálku. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og mikið hvassviðri og vatnselgur á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Hálkublettir og mikið hvassviðri er á Suðurstrandavegi. Á Suðvestur- og Suðurlandi er krapi, hálka og hálkublettir. Á Vesturlandi er víðast hvar snjóþekja, hálka, hálkublettir og éljagangur. Þæfingsfærið og hvassviðri er á Vatnaleið. Ófært er á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar vegna veðurs. Þegar þetta er ritað eru vegirnir um Steingrímsfjarðarheiði, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Hellisheiði, Þrengsli. Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Sandskeið og við Hafnarfjall lokaðir.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Farþegar sátu fastir í níu vélum Icelandair vegna veðurs Þingmaður sagði veruna um borð minna á sjóferð. 21. febrúar 2018 10:04 Bílar köstuðust til á Reykjanesbraut Björgunarsveitir hafa frá klukkan sex í morgun haft í nógu að snúast við lokun vega. 21. febrúar 2018 08:00 Lægðin missti af kaldasta loftinu Vert að þakka fyrir það segir veðurfræðingur. 21. febrúar 2018 08:39 Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Farþegar sátu fastir í níu vélum Icelandair vegna veðurs Þingmaður sagði veruna um borð minna á sjóferð. 21. febrúar 2018 10:04
Bílar köstuðust til á Reykjanesbraut Björgunarsveitir hafa frá klukkan sex í morgun haft í nógu að snúast við lokun vega. 21. febrúar 2018 08:00
Lægðin missti af kaldasta loftinu Vert að þakka fyrir það segir veðurfræðingur. 21. febrúar 2018 08:39
Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24