Neyð Eyþór Arnalds skrifar 21. febrúar 2018 07:00 Staðan á húsnæðismarkaði í borginni er orðin grafalvarleg. Andvaraleysi í lóða- og húsnæðismálum hefur ýtt íbúum Reykjavíkur yfir í önnur sveitarfélög og sumir eru án úrræða. Lítið er til af húsnæði til leigu og verðið er yfir þolmörkum fyrir fjölmargt fólk. Dæmi eru um 50m2 íbúðir sem leigðar eru á 200 þúsund krónur á mánuði. Útgreidd lágmarkslaun eru 223 þúsund krónur svo það má ljóst vera að dæmið gengur ekki upp. Fyrstu kaup ungs fólks eru erfiðari vegna húsnæðisskortsins og hefur Íbúðalánasjóður bent á þann möguleika að ungt fólk búi 5 árum lengur í foreldrahúsum en það kýs. Slík staða er ekki fólki bjóðandi. Í fyrra voru aðeins 322 íbúðir fullkláraðar í Reykjavík og er það 51% færri íbúðir en árið á undan. Í Mosfellsbæ voru byggðar fleiri íbúðir en í borginni þrátt fyrir að Mosfellsbær sé miklu minna sveitarfélag en Reykjavík. Á síðustu fjórum árum hefur Reykjavík setið eftir á meðan önnur sveitarfélög hafa vaxið. Ekkert bólar á efndum loforða um þúsundir leiguíbúða sem sett voru fram fyrir síðustu kosningar.Húsnæðislausum hefur fjölgað um 95% Sárasta birtingarmynd ástandsins á húsnæðismarkaði er svo staða húsnæðislausra. Á síðustu 5 árum hefur húsnæðislausum fjölgað um 95% og hefur staðan aldrei verið verri. Á síðasta ári voru 349 manns sem töldust heimilislaus eða utangarðs í Reykjavík, en árið 2012 voru það 179 manns. Þetta er mjög alvarleg þróun á tiltölulega stuttum tíma. Það er ljóst að húsnæðisvandann þarf að leysa. Reykjavík á mikið land og getur úthlutað lóðum á ýmsum stöðum í borginni ef vilji er til. Verði ég borgarstjóri heiti ég því að framboð á búsetukostum verði stóraukið í borginni svo Reykjavík verði valkostur á ný. Möguleikarnir eru margir. Ljúka þarf uppbygginu í Úlfarsárdal, leyfa íbúabyggð í Örfirisey, Geldinganesi og Keldum svo dæmi séu tekin. Vilji er allt sem þarf.Höfundur mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Staðan á húsnæðismarkaði í borginni er orðin grafalvarleg. Andvaraleysi í lóða- og húsnæðismálum hefur ýtt íbúum Reykjavíkur yfir í önnur sveitarfélög og sumir eru án úrræða. Lítið er til af húsnæði til leigu og verðið er yfir þolmörkum fyrir fjölmargt fólk. Dæmi eru um 50m2 íbúðir sem leigðar eru á 200 þúsund krónur á mánuði. Útgreidd lágmarkslaun eru 223 þúsund krónur svo það má ljóst vera að dæmið gengur ekki upp. Fyrstu kaup ungs fólks eru erfiðari vegna húsnæðisskortsins og hefur Íbúðalánasjóður bent á þann möguleika að ungt fólk búi 5 árum lengur í foreldrahúsum en það kýs. Slík staða er ekki fólki bjóðandi. Í fyrra voru aðeins 322 íbúðir fullkláraðar í Reykjavík og er það 51% færri íbúðir en árið á undan. Í Mosfellsbæ voru byggðar fleiri íbúðir en í borginni þrátt fyrir að Mosfellsbær sé miklu minna sveitarfélag en Reykjavík. Á síðustu fjórum árum hefur Reykjavík setið eftir á meðan önnur sveitarfélög hafa vaxið. Ekkert bólar á efndum loforða um þúsundir leiguíbúða sem sett voru fram fyrir síðustu kosningar.Húsnæðislausum hefur fjölgað um 95% Sárasta birtingarmynd ástandsins á húsnæðismarkaði er svo staða húsnæðislausra. Á síðustu 5 árum hefur húsnæðislausum fjölgað um 95% og hefur staðan aldrei verið verri. Á síðasta ári voru 349 manns sem töldust heimilislaus eða utangarðs í Reykjavík, en árið 2012 voru það 179 manns. Þetta er mjög alvarleg þróun á tiltölulega stuttum tíma. Það er ljóst að húsnæðisvandann þarf að leysa. Reykjavík á mikið land og getur úthlutað lóðum á ýmsum stöðum í borginni ef vilji er til. Verði ég borgarstjóri heiti ég því að framboð á búsetukostum verði stóraukið í borginni svo Reykjavík verði valkostur á ný. Möguleikarnir eru margir. Ljúka þarf uppbygginu í Úlfarsárdal, leyfa íbúabyggð í Örfirisey, Geldinganesi og Keldum svo dæmi séu tekin. Vilji er allt sem þarf.Höfundur mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun