UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. febrúar 2018 08:00 Skelkuð börn á bráðabirgðasjúkrahúsi í Douma. Vísir/afp Sprengjum fylgismanna Bashar al-Assad Sýrlandsforseta rigndi áfram yfir Austur-Ghouta, skammt frá Damaskus í Sýrlandi í gær og fórust tugir almennra borgara í árásunum. Aðgerðasinnar á svæðinu héldu því fram í gær að Assad-liðar hefðu varpað sprengjum á að minnsta kosti tíu bæi og þorp í Austur-Ghouta í gærmorgun. Sýrlensku samtökin Hvítu hjálmarnir greindu frá því að 24 hafi farist í árás á Marj, þar af fimm konur og allnokkur börn. Tíu almennir borgarar til viðbótar hafi farist í árásum á Arbin og Misraba. Samtök aðgerðasinna sögðu alls 77 hafa farist en bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights sögðu töluna vera fimmtíu, þar af þrettán börn. Að minnsta kosti 127 fórust, þar á meðal tuttugu börn, í loftárásum mánudagsins sem var einn sá versti í þrjú ár. Alls hafa því að minnsta kosti 194 farist frá því Assad-liðar settu aukinn þunga í árásir sínar á sunnudag og um 850 særst, að því er Syrian Observatory for Human Rights greinir frá. Sýrlenskir ríkismiðlar greindu frá því að uppreisnarmenn hefðu varpað sprengjum í Austur-Ghouta og fellt tvo Assad-liða. Þá greindi líbanska sjónvarpsfréttastöðin al-Manar, sem tengist bandamönnum Assads í Hezbollah, frá því að sýrlenski herinn myndi senda sveitir sínar að Austur-Ghouta. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér yfirlýsingu í gær um þann mikla fjölda barna sem farist hefur í átökum undanfarinna daga á Damaskussvæðinu. Þar sagði að engin orð gætu lýst hryllingnum. Í kjölfarið fylgdu tíu auðar línur og svo stutt útskýring. „UNICEF gefur nú út þessa auðu yfirlýsingu. Við höfum engin orð til að lýsa þjáningu þessara barna. Eiga þeir sem eiga sök í málinu einhver orð til að réttlæta þessa villimennsku?“Sjá einnig: Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja AleppoStaffan de Mistura, erindreki SÞ í Sýrlandi, sagði stefna í að Austur-Ghouta yrði önnur Aleppo. „Ég vona að við höfum lært af þeim harmleik,“ sagði de Mistura en orrustan um borgina stóð yfir í um fjögur ár, kostaði tugi þúsunda lífið og lauk með sigri Assad-liða. Samkvæmt Reuters fara átök stjórnarhersins og uppreisnarmanna nú harðnandi víðs vegar um landið og er ástæðan sögð sú að nú hafi Assad gefið í í von um að binda enda á uppreisnina. Austur-Ghouta á að heita átakalaust svæði samkvæmt samningum hlutaðeigandi aðila. Slíkir samningar ná þó ekki til hreyfinga öfgamanna með tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Kaída. Samkvæmt Reuters eru ein slík samtök með fámennt lið í Austur-Ghouta og segja aðrir uppreisnarmenn á svæðinu að Assad-liðar noti viðveru öfgahreyfingarinnar sem afsökun til þess að halda áfram sprengjuárásum sínum.Rússar segja fréttir ýktar Svæðið er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Damaskus en það er algjörlega umkringt svæðum þar sem stjórnarherinn er með yfirráð. Nærri 400.000 almennir borgarar eru innlyksa í Austur-Ghouta. Í desember greindu hjálparsamtök frá því að ástandið í Austur-Ghouta væri afar slæmt. Þar skorti íbúa mat, eldsneyti og lyf. Panos Moumtzis, einn sendiboða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, sagði í gær að nauðsynlegt og brýnt væri að binda enda á þjáningar íbúa Austur-Ghouta. „Fæstir íbúar eiga ekki annarra kosta völ en að skýla sér í kjöllurum eða sprengjubyrgjum með börnum sínum.“ Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði hins vegar að fréttir af ástandinu í Austur-Ghouta væru ýktar. „Innan Sameinuðu þjóðanna eru vandamálin í bæði Austur-Ghouta og Idlib stórlega ýkt,“ höfðu rússneskir miðlar yfir ráðherranum en Rússar styðja ríkisstjórn Assads. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29 Talið að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers á tveimur dögum Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. 20. febrúar 2018 23:27 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Sprengjum fylgismanna Bashar al-Assad Sýrlandsforseta rigndi áfram yfir Austur-Ghouta, skammt frá Damaskus í Sýrlandi í gær og fórust tugir almennra borgara í árásunum. Aðgerðasinnar á svæðinu héldu því fram í gær að Assad-liðar hefðu varpað sprengjum á að minnsta kosti tíu bæi og þorp í Austur-Ghouta í gærmorgun. Sýrlensku samtökin Hvítu hjálmarnir greindu frá því að 24 hafi farist í árás á Marj, þar af fimm konur og allnokkur börn. Tíu almennir borgarar til viðbótar hafi farist í árásum á Arbin og Misraba. Samtök aðgerðasinna sögðu alls 77 hafa farist en bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights sögðu töluna vera fimmtíu, þar af þrettán börn. Að minnsta kosti 127 fórust, þar á meðal tuttugu börn, í loftárásum mánudagsins sem var einn sá versti í þrjú ár. Alls hafa því að minnsta kosti 194 farist frá því Assad-liðar settu aukinn þunga í árásir sínar á sunnudag og um 850 særst, að því er Syrian Observatory for Human Rights greinir frá. Sýrlenskir ríkismiðlar greindu frá því að uppreisnarmenn hefðu varpað sprengjum í Austur-Ghouta og fellt tvo Assad-liða. Þá greindi líbanska sjónvarpsfréttastöðin al-Manar, sem tengist bandamönnum Assads í Hezbollah, frá því að sýrlenski herinn myndi senda sveitir sínar að Austur-Ghouta. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér yfirlýsingu í gær um þann mikla fjölda barna sem farist hefur í átökum undanfarinna daga á Damaskussvæðinu. Þar sagði að engin orð gætu lýst hryllingnum. Í kjölfarið fylgdu tíu auðar línur og svo stutt útskýring. „UNICEF gefur nú út þessa auðu yfirlýsingu. Við höfum engin orð til að lýsa þjáningu þessara barna. Eiga þeir sem eiga sök í málinu einhver orð til að réttlæta þessa villimennsku?“Sjá einnig: Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja AleppoStaffan de Mistura, erindreki SÞ í Sýrlandi, sagði stefna í að Austur-Ghouta yrði önnur Aleppo. „Ég vona að við höfum lært af þeim harmleik,“ sagði de Mistura en orrustan um borgina stóð yfir í um fjögur ár, kostaði tugi þúsunda lífið og lauk með sigri Assad-liða. Samkvæmt Reuters fara átök stjórnarhersins og uppreisnarmanna nú harðnandi víðs vegar um landið og er ástæðan sögð sú að nú hafi Assad gefið í í von um að binda enda á uppreisnina. Austur-Ghouta á að heita átakalaust svæði samkvæmt samningum hlutaðeigandi aðila. Slíkir samningar ná þó ekki til hreyfinga öfgamanna með tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Kaída. Samkvæmt Reuters eru ein slík samtök með fámennt lið í Austur-Ghouta og segja aðrir uppreisnarmenn á svæðinu að Assad-liðar noti viðveru öfgahreyfingarinnar sem afsökun til þess að halda áfram sprengjuárásum sínum.Rússar segja fréttir ýktar Svæðið er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Damaskus en það er algjörlega umkringt svæðum þar sem stjórnarherinn er með yfirráð. Nærri 400.000 almennir borgarar eru innlyksa í Austur-Ghouta. Í desember greindu hjálparsamtök frá því að ástandið í Austur-Ghouta væri afar slæmt. Þar skorti íbúa mat, eldsneyti og lyf. Panos Moumtzis, einn sendiboða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, sagði í gær að nauðsynlegt og brýnt væri að binda enda á þjáningar íbúa Austur-Ghouta. „Fæstir íbúar eiga ekki annarra kosta völ en að skýla sér í kjöllurum eða sprengjubyrgjum með börnum sínum.“ Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði hins vegar að fréttir af ástandinu í Austur-Ghouta væru ýktar. „Innan Sameinuðu þjóðanna eru vandamálin í bæði Austur-Ghouta og Idlib stórlega ýkt,“ höfðu rússneskir miðlar yfir ráðherranum en Rússar styðja ríkisstjórn Assads.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29 Talið að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers á tveimur dögum Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. 20. febrúar 2018 23:27 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29
Talið að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers á tveimur dögum Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. 20. febrúar 2018 23:27
Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15