Talið að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers á tveimur dögum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 23:27 Sýrlenskur maður fær aðhlynningu á spítala í þorpi í Austur-Ghouta í dag eftir að hafa lent í loftárás Sýrlandshers. vísir/getty Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. Meira en 50 börn hafa látið lífið í árásunum. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að þess sé skammt að bíða að enginn hafi stjórn á ástandinu í Austur-Ghouta. Austur-Ghouta er nálægt borginni Damaskus og er svæðið það eina sem enn er á valdi uppreisnarmanna í nágrenni borgarinnar. Að því er fram kemur á vef BBC setti Sýrlandsher aukinn kraft í það að ná svæðinu til sín síðastliðinn sunnudag, með tilheyrandi sprengjuárásum. Syrian Observatory for Human Rights segja að árásirnar á Austur-Ghouta nú séu þær verstu síðan efnavopnaárás var gerð á svæðið árið 2013. Talið er að um 1200 manns hafi særst í árásunum síðustu daga. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir vopnahléi svo hægt verði að koma neyðaraðstoð inn á svæðið og flytja særða burt. Sex spítalar, heimili og skólar hafa orðið fyrir sprengjum síðustu daga. Svæðisstjóri Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi sagði að honum hryllti við fregnum af því að spítalar hefðu verið sérstök skotmörk og varaði við því að slíkar árásir gætu flokkast sem stríðsglæpir. Sýrlensk yfirvöld hafa aðeins hleypt einum bíl með neyðaraðstoð inn á svæðið síðan í nóvember síðastliðnum. Þá er mikill skortur á matvælum í Austur-Ghouta; brauðhleifur kostar 22 sinnum það sem hann kostar annars staðar í landinu og fjöldi barna þjáist af alvarlegum næringarskorti. Sýrland Tengdar fréttir Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29 Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. Meira en 50 börn hafa látið lífið í árásunum. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að þess sé skammt að bíða að enginn hafi stjórn á ástandinu í Austur-Ghouta. Austur-Ghouta er nálægt borginni Damaskus og er svæðið það eina sem enn er á valdi uppreisnarmanna í nágrenni borgarinnar. Að því er fram kemur á vef BBC setti Sýrlandsher aukinn kraft í það að ná svæðinu til sín síðastliðinn sunnudag, með tilheyrandi sprengjuárásum. Syrian Observatory for Human Rights segja að árásirnar á Austur-Ghouta nú séu þær verstu síðan efnavopnaárás var gerð á svæðið árið 2013. Talið er að um 1200 manns hafi særst í árásunum síðustu daga. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir vopnahléi svo hægt verði að koma neyðaraðstoð inn á svæðið og flytja særða burt. Sex spítalar, heimili og skólar hafa orðið fyrir sprengjum síðustu daga. Svæðisstjóri Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi sagði að honum hryllti við fregnum af því að spítalar hefðu verið sérstök skotmörk og varaði við því að slíkar árásir gætu flokkast sem stríðsglæpir. Sýrlensk yfirvöld hafa aðeins hleypt einum bíl með neyðaraðstoð inn á svæðið síðan í nóvember síðastliðnum. Þá er mikill skortur á matvælum í Austur-Ghouta; brauðhleifur kostar 22 sinnum það sem hann kostar annars staðar í landinu og fjöldi barna þjáist af alvarlegum næringarskorti.
Sýrland Tengdar fréttir Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29 Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29
Assad-liðar á leið til Afrin Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. 20. febrúar 2018 16:17
Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15