Lífið

„Ég á örugglega eftir að fljúga á hausinn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Óskar er oft þekktur sem Skari Skrípó.
Óskar er oft þekktur sem Skari Skrípó. vísir/vilhelm
„Mér líst alltaf mjög vel á að fara aðeins út fyrir þægindarammann, eða út á hálan ís, eins og í þessu tilfelli. Ég á örugglega eftir að fljúga á hausinn,“ segir leikstjórinn Óskar Jónasson, sem verður einn af þeim sem tekur þátt í dansþættinum Allir geta dansað. Þátturinn hefur göngu sína 11.mars en um er að ræða íslenska útgáfu af þáttunum Dancing with the Stars.

En er Óskar góður dansari?

„Nei, ég er nefnilega alls, alls ekki góður dansari. Mig langar alveg til að vera það. En það er eitthvað taktleysi í mér sem veldur því að ég hitti illa á tímasetningarnar. Það hefur verið fullreynt. Ég hef farið á dansnámskeið og svo þurfti ég heilmikið að dansa þegar ég kom fram sem Skari Skrípó. Það mátti vera fyndið þá, en núna vil ég helst vera vaxinn upp úr því.“

Óskar segist vera svolítið stressaður fyrir verkefninu. Fimm karlmenn og fimm konur taka þátt í þáttunum. Þessir aðilar eru paraðir við fimm atvinnudanskonur og fimm atvinnudansarar.

„Sérstaklega út af hægri ökklanum, sem er alls ekki góður. Kannski er til eitthvað Riverdance afbrigði hoppandi á vinstri fæti sem ég get spreytt mig á.“


Tengdar fréttir

Vonar að allir geti í alvörunni dansað

Fjölmiðlakonan Hugrún Halldórsdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.

Sunddrottning gæti orðið dansdrottning

Hrafnhildur Lúthersdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.

„Of galin hugmynd til að segja nei“

Sjónvarpskonan Lóa Pind Aldísardóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.