Bútaðir grísir ollu miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu Birgir Olgeirsson skrifar 20. febrúar 2018 09:21 Frá vettvangi slyssins. Andrea Ósk Sæbraut var lokuð til suðurs við Miklubraut vegna umferðaróhapps sem átti sér stað á áttunda tímanum í morgun. Sendiferðabíll Stjörnugríss valt á Sæbraut en verið var að flytja um 120 bútaða grísi. Afurðin endaði öll í götunni og við tók mikið hreinsistarf sem krafðist þess að lokað var fyrir umferð á Sæbraut til klukkan 10 í morgun. Við það myndaðist mikil umferðarteppa á Miklubraut og áleiðis upp í Mosfellsbæ þar sem ökumenn sátu fastir í töluverðan tíma.Sýnist eins og að vagn haf losnað af eða eitthvað. pic.twitter.com/LHNKgJxqS6— Omar Hauksson (@Oswarez) February 20, 2018 Illa gekk að nálgast upplýsingar frá lögreglunni þar sem margir þeirra sátu fastir í umferð. Geir Hlöðver Ericsson, starfsmaður á söludeild Stjörnugríss, sagði í samtali við Vísi rétt fyrir klukkan tíu í morgun að hreinsun á Sæbraut væri lokið. Henda þarf kjötinu og er um mikið tjón að ræða fyrir fyrirtækið.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir allt hafa farið í hnút vegna þessa umferðaróhapps og sumir vegfarendur voru vel á aðra klukkustund á leið til vinnu af þessum sökum. Segir lögreglan að ástandið hafi verið einna verst hjá þeim sem komu úr austurborginni og Mosfellsbæ og óku Vesturlandsveg og Miklubraut í vestur. Staðan á Sæbraut og Reykjanesbraut var með sama hætti, en lögreglan segir óhappið undirstrika að mörgu leyti hversu gatnakerfið er viðkvæmt og ekki þurfi mikið til svo umferðin svo gott sem stöðvast.Fréttin hefur verið uppfærð.Frá aðgerðum lögreglu á vettvangi.Vísir/HannaVísir/HannaVísir/Hanna Samgöngur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Sæbraut var lokuð til suðurs við Miklubraut vegna umferðaróhapps sem átti sér stað á áttunda tímanum í morgun. Sendiferðabíll Stjörnugríss valt á Sæbraut en verið var að flytja um 120 bútaða grísi. Afurðin endaði öll í götunni og við tók mikið hreinsistarf sem krafðist þess að lokað var fyrir umferð á Sæbraut til klukkan 10 í morgun. Við það myndaðist mikil umferðarteppa á Miklubraut og áleiðis upp í Mosfellsbæ þar sem ökumenn sátu fastir í töluverðan tíma.Sýnist eins og að vagn haf losnað af eða eitthvað. pic.twitter.com/LHNKgJxqS6— Omar Hauksson (@Oswarez) February 20, 2018 Illa gekk að nálgast upplýsingar frá lögreglunni þar sem margir þeirra sátu fastir í umferð. Geir Hlöðver Ericsson, starfsmaður á söludeild Stjörnugríss, sagði í samtali við Vísi rétt fyrir klukkan tíu í morgun að hreinsun á Sæbraut væri lokið. Henda þarf kjötinu og er um mikið tjón að ræða fyrir fyrirtækið.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir allt hafa farið í hnút vegna þessa umferðaróhapps og sumir vegfarendur voru vel á aðra klukkustund á leið til vinnu af þessum sökum. Segir lögreglan að ástandið hafi verið einna verst hjá þeim sem komu úr austurborginni og Mosfellsbæ og óku Vesturlandsveg og Miklubraut í vestur. Staðan á Sæbraut og Reykjanesbraut var með sama hætti, en lögreglan segir óhappið undirstrika að mörgu leyti hversu gatnakerfið er viðkvæmt og ekki þurfi mikið til svo umferðin svo gott sem stöðvast.Fréttin hefur verið uppfærð.Frá aðgerðum lögreglu á vettvangi.Vísir/HannaVísir/HannaVísir/Hanna
Samgöngur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira