Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi. VÍSIR/ERNIR „Storytel er leiðandi hljóðbókaveita í Evrópu og við byrjum með nokkur hundruð íslenska titla, bæði titla sem ekki hafa komið út áður á íslensku og eldri titla, og einnig yfir 30 þúsund enskar hljóðbækur,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi, sem verður formlega opnað í dag. Storytel er sænskt fyrirtæki með yfir hálfa milljón áskrifenda í níu löndum og hefur verið lýst ýmist sem eins konar Netflix eða Spotify fyrir bækur. Ísland verður tíunda landið sem fær aðgang að Storytel en þar greiða notendur mánaðarlegt gjald fyrir ótakmarkaðan aðgang að hljóð- og rafbókum Stefán segir hljóðbækur ekki hafa náð flugi á Íslandi af ýmsum ástæðum en Storytel sé af annarri stærðargráðu en áður hafi þekkst hér. Markaðsrannsóknir sýni að Íslendingar vilja geta hlustað á íslenskar hljóðbækur og þeirri eftirspurn ætli Storytel á mæta. „Þetta fer allt í gegnum smáforrit og verður því aðgengilegt og byggir á áskriftarmódeli. Við höfum aldrei haft það áður. Notendur munu geta prófað 14 daga frítt og borga svo eitt gjald á mánuði og hlustað á allar þessar bækur í þjónustunni. Þá er um að ræða nýjar tekjur fyrir rétthafa og höfunda sem munu fá greitt af því sem hlustað er á.“ Stefán segir að áskriftin muni kosta 2.690 krónur á mánuði, sem er heldur minna en til stóð fyrst en fyrirtækið ætlar að taka á sig virðisaukaskattinn í von um að stjórnvöld svari kallinu um afnám skattsins á bækur. Raddfagrir fá tækifæri Úrval íslenskra hljóðbóka verður aukið verulega á næstu árum og mun útgáfuarmur Storytel framleiða um eina bók á dag auk þess sem þjónustan stendur öðrum útgefendum til boða, innlendum sem erlendum, sem vilja koma efni sínu á framfæri. „Við erum búin að tryggja okkur réttinn á meira og minna öllum hljóðbókum sem til eru á Íslandi. Síðan höfum við setið við undanfarna mánuði og framleitt tugi bóka sem aldrei hafa komið út. Síðan, þegar fram líður, munum við framleiða 250-300 bækur á ári.“ Auk íslenskra titla verður í nánustu framtíð einnig hægt að nálgast þarna þýdda erlenda titla á íslensku. Tilkoma Storytel gæti því þýtt uppgrip hjá leikurum og raddfögrum við að lesa allar þessar bækur þegar framleiðslan verður komin á fullt. „Já, loksins getum við boðið upp á alvöru vinnu fyrir leikara í þessu. Við höfum verið að gefa út kannski tíu hljóðbækur út á ári undanfarin ár. En nú erum við komin með þrjú stúdíó sem eru þétt setin og leikarar koma hér og lesa.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
„Storytel er leiðandi hljóðbókaveita í Evrópu og við byrjum með nokkur hundruð íslenska titla, bæði titla sem ekki hafa komið út áður á íslensku og eldri titla, og einnig yfir 30 þúsund enskar hljóðbækur,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi, sem verður formlega opnað í dag. Storytel er sænskt fyrirtæki með yfir hálfa milljón áskrifenda í níu löndum og hefur verið lýst ýmist sem eins konar Netflix eða Spotify fyrir bækur. Ísland verður tíunda landið sem fær aðgang að Storytel en þar greiða notendur mánaðarlegt gjald fyrir ótakmarkaðan aðgang að hljóð- og rafbókum Stefán segir hljóðbækur ekki hafa náð flugi á Íslandi af ýmsum ástæðum en Storytel sé af annarri stærðargráðu en áður hafi þekkst hér. Markaðsrannsóknir sýni að Íslendingar vilja geta hlustað á íslenskar hljóðbækur og þeirri eftirspurn ætli Storytel á mæta. „Þetta fer allt í gegnum smáforrit og verður því aðgengilegt og byggir á áskriftarmódeli. Við höfum aldrei haft það áður. Notendur munu geta prófað 14 daga frítt og borga svo eitt gjald á mánuði og hlustað á allar þessar bækur í þjónustunni. Þá er um að ræða nýjar tekjur fyrir rétthafa og höfunda sem munu fá greitt af því sem hlustað er á.“ Stefán segir að áskriftin muni kosta 2.690 krónur á mánuði, sem er heldur minna en til stóð fyrst en fyrirtækið ætlar að taka á sig virðisaukaskattinn í von um að stjórnvöld svari kallinu um afnám skattsins á bækur. Raddfagrir fá tækifæri Úrval íslenskra hljóðbóka verður aukið verulega á næstu árum og mun útgáfuarmur Storytel framleiða um eina bók á dag auk þess sem þjónustan stendur öðrum útgefendum til boða, innlendum sem erlendum, sem vilja koma efni sínu á framfæri. „Við erum búin að tryggja okkur réttinn á meira og minna öllum hljóðbókum sem til eru á Íslandi. Síðan höfum við setið við undanfarna mánuði og framleitt tugi bóka sem aldrei hafa komið út. Síðan, þegar fram líður, munum við framleiða 250-300 bækur á ári.“ Auk íslenskra titla verður í nánustu framtíð einnig hægt að nálgast þarna þýdda erlenda titla á íslensku. Tilkoma Storytel gæti því þýtt uppgrip hjá leikurum og raddfögrum við að lesa allar þessar bækur þegar framleiðslan verður komin á fullt. „Já, loksins getum við boðið upp á alvöru vinnu fyrir leikara í þessu. Við höfum verið að gefa út kannski tíu hljóðbækur út á ári undanfarin ár. En nú erum við komin með þrjú stúdíó sem eru þétt setin og leikarar koma hér og lesa.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira