Farið er fram á að dómarar felli lögin úr gildi.
Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hækka lögin aldurstakmark við kaup skotvopna, lengja biðtíma kaupenda skotvopna og banna byssuskefti sem gera notendum auðvelt að skjóta skotum úr hálfsjálfvirkum rifflum með gífurlegum hraða.
Lögin hafa þó verið gagnrýnd fyrir að skapa svokallað „verndara“ verkefni sem felur í sér að kennarar og starfsmenn skóla megi bera skotvopn í vinnu sinni. Það geta þau gert eftir umtalsverða þjálfun og því fylgir einnig regluleg geðheilbrigðispróf.
Lögin voru samin í kjölfar þess að sautján manns létu lífið í skotárás í skóla í Flórída í síðasta mánuði.
Myndband frá blaðamannafundi Rick Scott þegar hann skrifaði undir lögin í dag.