Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2018 21:15 Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson. Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum frá upphaflegri tillögu. Þannig er núna gert ráð fyrir að skerðing skóglendis verði innan við þrjú prósent og að brýr yfir firði verði stærri til að hleypa sjávarföllum betur í gegn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti með fjórum atkvæðum gegn einu í gær að framtíðarlega Vestfjarðavegar skuli vera um Teigsskóg en hafnaði um leið göngum undir Hjallaháls. Loftmyndin sýnir firðina þrjá og nesin, sem vegurinn mun liggja um, en deilan snýst ekki aðeins um skóglendi heldur einnig um fjarðaþveranir.Séð yfir mynni Gufufjarðar, Djúpafjarðar og Þorskafjarðar.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Með veglínu um Teigsskóg færist vegurinn af hálsunum og verður allur á láglendi en jafnframt fæst 22 kílómetra stytting. Athygli vekur í tillögu Vegagerðarinnar að leiðin, sem nú er áformað að setja á aðalskipulag, er talsvert frábrugðin þeirri tillögu sem rætt var um fyrir nokkrum árum. Fyrirhuguð brú yfir Gufufjörð hefur verið lengd úr 120 metrum upp í 130 metra, brú yfir Djúpafjörð lengist úr 182 metrum upp í 300 metra og brú yfir Þorskafjörð fer úr 182 metrum upp í 260 metra, í því skyni að draga sem mest úr straumhraða undir brýrnar.Þá gerði fyrri veglína ráð fyrir að 7,5 prósentum af skógarþekju, eða 50 hekturum, yrði raskað en ný veglína þýðir að 2,8 prósentum verður raskað, eða 19 hekturum. Fyrri hugmynd gerði ráð fyrir að vegurinn lægi í gegnum skóginn á 6 kílómetra kafla en nú er gert ráð fyrir að 2,15 kílómetrar verði í gegnum skóglendi. Vegagerðin áætlar núna að leiðin um Teigsskóg kosti 7,3 milljarða króna en jarðgangaleið undir Hjallaháls kosti 13,3 milljarða króna. Þessi sex milljarða króna kostnaðarmunur er að mati sveitarstjórnar slíkur að hann sé líklegur til að hafa afgerandi áhrif á tímasetningar samgöngubóta. Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í bókun sveitarstjórnar er dregið fram að leið um Teigsskóg auki umferðaröryggi meira heldur en jarðgangaleiðin, en það er mat Vegagerðarinnar. Þar munar miklu að, þrátt fyrir göng undir Hjallaháls, yrði áfram gert ráð fyrir vegi yfir Ódrjúgsháls sem færi í 168 metra hæð yfir sjávarmáli og kallaði á meiri brekkur. Í beinni útsendingu Stöðvar 2 í gærkvöldi eftir fund hreppsnefndarinnar kvaðst Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, vonast til að framkvæmdir hæfust í haust. „Ef allt gengur að óskum ætti að vera hægt að veita framkvæmdaleyfi bara núna á fyrstu haustdögum,” sagði sveitarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Tengdar fréttir Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39 Teigsskógur varð fyrir valinu Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. 8. mars 2018 18:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Sjá meira
Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum frá upphaflegri tillögu. Þannig er núna gert ráð fyrir að skerðing skóglendis verði innan við þrjú prósent og að brýr yfir firði verði stærri til að hleypa sjávarföllum betur í gegn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti með fjórum atkvæðum gegn einu í gær að framtíðarlega Vestfjarðavegar skuli vera um Teigsskóg en hafnaði um leið göngum undir Hjallaháls. Loftmyndin sýnir firðina þrjá og nesin, sem vegurinn mun liggja um, en deilan snýst ekki aðeins um skóglendi heldur einnig um fjarðaþveranir.Séð yfir mynni Gufufjarðar, Djúpafjarðar og Þorskafjarðar.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Með veglínu um Teigsskóg færist vegurinn af hálsunum og verður allur á láglendi en jafnframt fæst 22 kílómetra stytting. Athygli vekur í tillögu Vegagerðarinnar að leiðin, sem nú er áformað að setja á aðalskipulag, er talsvert frábrugðin þeirri tillögu sem rætt var um fyrir nokkrum árum. Fyrirhuguð brú yfir Gufufjörð hefur verið lengd úr 120 metrum upp í 130 metra, brú yfir Djúpafjörð lengist úr 182 metrum upp í 300 metra og brú yfir Þorskafjörð fer úr 182 metrum upp í 260 metra, í því skyni að draga sem mest úr straumhraða undir brýrnar.Þá gerði fyrri veglína ráð fyrir að 7,5 prósentum af skógarþekju, eða 50 hekturum, yrði raskað en ný veglína þýðir að 2,8 prósentum verður raskað, eða 19 hekturum. Fyrri hugmynd gerði ráð fyrir að vegurinn lægi í gegnum skóginn á 6 kílómetra kafla en nú er gert ráð fyrir að 2,15 kílómetrar verði í gegnum skóglendi. Vegagerðin áætlar núna að leiðin um Teigsskóg kosti 7,3 milljarða króna en jarðgangaleið undir Hjallaháls kosti 13,3 milljarða króna. Þessi sex milljarða króna kostnaðarmunur er að mati sveitarstjórnar slíkur að hann sé líklegur til að hafa afgerandi áhrif á tímasetningar samgöngubóta. Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í bókun sveitarstjórnar er dregið fram að leið um Teigsskóg auki umferðaröryggi meira heldur en jarðgangaleiðin, en það er mat Vegagerðarinnar. Þar munar miklu að, þrátt fyrir göng undir Hjallaháls, yrði áfram gert ráð fyrir vegi yfir Ódrjúgsháls sem færi í 168 metra hæð yfir sjávarmáli og kallaði á meiri brekkur. Í beinni útsendingu Stöðvar 2 í gærkvöldi eftir fund hreppsnefndarinnar kvaðst Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, vonast til að framkvæmdir hæfust í haust. „Ef allt gengur að óskum ætti að vera hægt að veita framkvæmdaleyfi bara núna á fyrstu haustdögum,” sagði sveitarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld:
Tengdar fréttir Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39 Teigsskógur varð fyrir valinu Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. 8. mars 2018 18:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Sjá meira
Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39
Teigsskógur varð fyrir valinu Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. 8. mars 2018 18:30
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15
Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35