Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, að keyptir hafi verið tíu kassar fyrir opnun sýningarinnar. Segir hann að þátttakendur hafi verið hvattir til að bjóða upp á veitingar.
„Steðji brugghús útvegaði ómerktar flöskur sem voru merktar með Borgarlínumiðum. Bjórinn er ekki sérbruggaður. Þátttakendur í Verk og vit voru hvattir til að hafa einhverjar veitingar á boðstólum af sýningarhöldurum og bauð meirihluti sýnenda upp á áfengar veitingar í gær við opnun,“ segir Bjarni.
Borgarlínan kynnt á stórsýningunni Verk og vit í Laugardalshöll. #Reykjavik #borgarlina pic.twitter.com/a1oC5dnZsY
— Reykjavík (@reykjavik) March 8, 2018
Þverpólitísk skátt hefur verið um borgarlínuna en útlit er fyrir að hið nýja samgöngukerfi verði þrætuepli í kosningabaráttunni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.