Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Haukar 30-16 | Fimmtándi bikartitill Fram í höfn Einar Sigurvinsson skrifar 10. mars 2018 16:00 Framarar lyftu loks bikarnum eftir langa bið vísir/valgarður Fram vann Coca-Cola bikar kvenna í handbolta í 15. skipti eftir öruggan 14 marka sigur á Haukum, 30-16, í Laugardalshöll í dag. Fyrstu mínútur leiksins voru bæði liðin að spila gríðarlega sterkar varnir. Það var ekki fyrr en á 4. mínútu leiksins sem Ragnheiður Júlíusdóttir braut ísinn fyrir Fram og skoraði fyrsta mark leiksins. Fyrsta marka Hauka kom ekki fyrr en á 8. mínútu en þökk sé sterkri vörn Hauka hafði liðið aðeins fengið á sig tvö mörk og staðan því 1-2. Í kjölfarið fór Fram að finna leiðir í göngum vörn Hauka á meðan Haukum gekk illa með sinn sóknarleik. Guðrún Ósk Maríasdóttir átti stórleik í marki Fram og varði 12 af þeim 17 skotum sem hún fékk á sig í fyrri hálfleik, það gerir 71 prósent markvörslu. Framarar fóru því í hálfleikinn með góða 8 marka forystu, 14-6. Fram mætti síðan töluvert sterkari inn í síðari hálfleikinn og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Framarar héldu áfram að spila frábæran varnarleik og þar fyrir aftan varði Guðrún Ósk meirihluta þeirra skota sem á hana komu. Sókn, vörn og markvarsla var í hæsta gæðaflokki hjá Fram og lauk því leiknum með 14 marka sigri þeirra bláklæddu.Af hverju vann Fram leikinn? Hver einasti leikmaður Fram var að spila frábærlega. Vörnin var virkilega sterk og oftar en ekki neyddust Haukar til klára sóknirnar sínar með erfiðum skotum. Fyrir aftan vörnina átti síðan Guðrún Ósk stórleik í markinu með 20 varða bolta.Hverjar stóðu upp úr? Guðrún Ósk Magnúsdóttir endaði leikinn með 65 prósenta markvörslu. Margar af þeim vörslum voru úr mjög góðum færum Hauka. Markahæsti leikmaður vallarins var Berta Rut Harðardóttir með 9 mörk, þar af 6 úr vítum. Markahæst í liði Fram var Þórey Rósa Stefánsdóttir með 7 m0rk.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hauka var ekki upp á marga fiska í dag. Þeim gekk illa að skapa sér færi úr uppstilltum sóknum og Guðrún Ósk varði nánast öll þeirra skot fyrir utan.Hvað gerist næst? Strax á miðvikudaginn í næstu viku munu þessi tvö lið mætast aftur. Fram mæti þá í Schenkerhöllina til Hauka í næst síðustu umferð Olís-deildarinnar. Fram situr í efsta sæti deildarinnar með 30 stig. Haukar eru í 4. sæti með 28 stig. Leikurinn er því gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, ætli þau sér að vinna deildarmeistaratitilinn.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis, var í Laugardalshöll í dag og tók myndirnar sem fylgja fréttinni ásamt myndasyrpunni í lok fréttarinnar.Vísir/valgarðurStefán: Við erum með fullt af frábærum leikmönnum „Bara glaður og ánægður, að mæta í bikarúrslit og spila svona vel heilt yfir. Við tökum forystuna og höldum út allan leikinn, það er ég mjög ánægður með,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, sem var að vonum ánægður með sitt lið að loknum 14 marka sigri gegn Haukum í dag. Fyrir leikinn í dag höfðu liðin mæst tvisvar og í bæði skiptin unnu Haukar. Fram voru þó með gríðarlega góð tök á Haukaliðinu í dag og var sigurinn í raun aldrei í hættu. „Bikarleikir eru svona, stundum geturðu unnið með fimmtán eða tapað með tíu. Ég held að það sé ekkert nýtt, það voru allir að leggja í púkkið í dag og þá er Framliðið sterkt.“ Guðrún Ósk Magnúsdóttir átti stórleik í marki Fram og endaði leikinn með 65 prósenta markvörslu. Stefán vill þó ekki taka einn leikmann framyfir annan í leiknum í dag, liðið skilaði þessum sigri. „Hún var frábær í þessum leik og í undanúrslitunum. Vörnin var frábær. Það er erfitt að taka einhvern út í dag, við erum með fullt af frábærum leikmönnum og það skilaði sigrinum.“ Síðast þegar liðin tapaði Fram niður átta marka forystu á síðustu mínútum leiksins. Stefán segir að þeir hafi tekið með sér reynsluna frá þeim leik í leikinn í dag. „Við vorum allavega ekki búin að gleyma þeim leik. Þess vegna lögðum við áherslu á að vera 100 prósent í 60 mínútur,“ sagði Stefán að lokum.vísir/valgarðurElías Már: Þetta herðir okkur bara „Ég er auðvitað bara mjög svekktur með að það hafi ekki tekist að gera þetta betur. Mér fannst við gera margt mjög gott í þessum leik, sérstaklega til að byrja með. En Guðrún í markinu fór mjög illa með okkur. Hún ver nánast allt sem kemur á markið og það dregur svolítið tennurnar úr okkur,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, í leikslok. „Ég er fyrst og fremst bara svekktur. Það er engin skömm af því að tapa fyrir Fram og ég óska þeim til hamingju, en fyrst við þurfum að tapa þá hefði ég viljað gera það betur.“ Elías segir að sóknarleikurinn hafi orðið þeim að falli í dag og að vörnin hafi verið að standa ágætlega framan af. „Það sem er kannski helst að klikka er að við náum ekki að klára sóknirnar. Hún ver þetta allt. Og af þessum 30 mörkum sem við fáum á okkur erum við að fá einhver tíu, tólf mörk á okkur úr hraðaupphlaupum.“ „Mér fannst við standa vörnina sex á móti sex allt í lagi en það kannski fjaraði hægt og rólega undan því. Það var í rauninni það sem drap okkur að við komum ekki boltanum í markið og fáum fullt af hraðaupphlaupum á okkur.“ Á heildina litið er Elías þó stoltur af sínu liði og vongóður á framhaldið. „Við komumst í úrslit og getum alveg verið stolt af því. Ég er stoltur af liðinu, ég er mjög mjög ungt lið og margar stelpur sem hafa ekki komist í þetta áður. Núna búum við að því. Hópurinn er frábær og við erum ekkert af baki dottin. „Nú er bara að herða okkur saman og klára mótið almennilega. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta brjóti okkur eitthvað niður, þetta herðir okkur bara,“ sagði Elías Már að lokum.Vísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/Valgarður Olís-deild kvenna
Fram vann Coca-Cola bikar kvenna í handbolta í 15. skipti eftir öruggan 14 marka sigur á Haukum, 30-16, í Laugardalshöll í dag. Fyrstu mínútur leiksins voru bæði liðin að spila gríðarlega sterkar varnir. Það var ekki fyrr en á 4. mínútu leiksins sem Ragnheiður Júlíusdóttir braut ísinn fyrir Fram og skoraði fyrsta mark leiksins. Fyrsta marka Hauka kom ekki fyrr en á 8. mínútu en þökk sé sterkri vörn Hauka hafði liðið aðeins fengið á sig tvö mörk og staðan því 1-2. Í kjölfarið fór Fram að finna leiðir í göngum vörn Hauka á meðan Haukum gekk illa með sinn sóknarleik. Guðrún Ósk Maríasdóttir átti stórleik í marki Fram og varði 12 af þeim 17 skotum sem hún fékk á sig í fyrri hálfleik, það gerir 71 prósent markvörslu. Framarar fóru því í hálfleikinn með góða 8 marka forystu, 14-6. Fram mætti síðan töluvert sterkari inn í síðari hálfleikinn og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Framarar héldu áfram að spila frábæran varnarleik og þar fyrir aftan varði Guðrún Ósk meirihluta þeirra skota sem á hana komu. Sókn, vörn og markvarsla var í hæsta gæðaflokki hjá Fram og lauk því leiknum með 14 marka sigri þeirra bláklæddu.Af hverju vann Fram leikinn? Hver einasti leikmaður Fram var að spila frábærlega. Vörnin var virkilega sterk og oftar en ekki neyddust Haukar til klára sóknirnar sínar með erfiðum skotum. Fyrir aftan vörnina átti síðan Guðrún Ósk stórleik í markinu með 20 varða bolta.Hverjar stóðu upp úr? Guðrún Ósk Magnúsdóttir endaði leikinn með 65 prósenta markvörslu. Margar af þeim vörslum voru úr mjög góðum færum Hauka. Markahæsti leikmaður vallarins var Berta Rut Harðardóttir með 9 mörk, þar af 6 úr vítum. Markahæst í liði Fram var Þórey Rósa Stefánsdóttir með 7 m0rk.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hauka var ekki upp á marga fiska í dag. Þeim gekk illa að skapa sér færi úr uppstilltum sóknum og Guðrún Ósk varði nánast öll þeirra skot fyrir utan.Hvað gerist næst? Strax á miðvikudaginn í næstu viku munu þessi tvö lið mætast aftur. Fram mæti þá í Schenkerhöllina til Hauka í næst síðustu umferð Olís-deildarinnar. Fram situr í efsta sæti deildarinnar með 30 stig. Haukar eru í 4. sæti með 28 stig. Leikurinn er því gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, ætli þau sér að vinna deildarmeistaratitilinn.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis, var í Laugardalshöll í dag og tók myndirnar sem fylgja fréttinni ásamt myndasyrpunni í lok fréttarinnar.Vísir/valgarðurStefán: Við erum með fullt af frábærum leikmönnum „Bara glaður og ánægður, að mæta í bikarúrslit og spila svona vel heilt yfir. Við tökum forystuna og höldum út allan leikinn, það er ég mjög ánægður með,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, sem var að vonum ánægður með sitt lið að loknum 14 marka sigri gegn Haukum í dag. Fyrir leikinn í dag höfðu liðin mæst tvisvar og í bæði skiptin unnu Haukar. Fram voru þó með gríðarlega góð tök á Haukaliðinu í dag og var sigurinn í raun aldrei í hættu. „Bikarleikir eru svona, stundum geturðu unnið með fimmtán eða tapað með tíu. Ég held að það sé ekkert nýtt, það voru allir að leggja í púkkið í dag og þá er Framliðið sterkt.“ Guðrún Ósk Magnúsdóttir átti stórleik í marki Fram og endaði leikinn með 65 prósenta markvörslu. Stefán vill þó ekki taka einn leikmann framyfir annan í leiknum í dag, liðið skilaði þessum sigri. „Hún var frábær í þessum leik og í undanúrslitunum. Vörnin var frábær. Það er erfitt að taka einhvern út í dag, við erum með fullt af frábærum leikmönnum og það skilaði sigrinum.“ Síðast þegar liðin tapaði Fram niður átta marka forystu á síðustu mínútum leiksins. Stefán segir að þeir hafi tekið með sér reynsluna frá þeim leik í leikinn í dag. „Við vorum allavega ekki búin að gleyma þeim leik. Þess vegna lögðum við áherslu á að vera 100 prósent í 60 mínútur,“ sagði Stefán að lokum.vísir/valgarðurElías Már: Þetta herðir okkur bara „Ég er auðvitað bara mjög svekktur með að það hafi ekki tekist að gera þetta betur. Mér fannst við gera margt mjög gott í þessum leik, sérstaklega til að byrja með. En Guðrún í markinu fór mjög illa með okkur. Hún ver nánast allt sem kemur á markið og það dregur svolítið tennurnar úr okkur,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, í leikslok. „Ég er fyrst og fremst bara svekktur. Það er engin skömm af því að tapa fyrir Fram og ég óska þeim til hamingju, en fyrst við þurfum að tapa þá hefði ég viljað gera það betur.“ Elías segir að sóknarleikurinn hafi orðið þeim að falli í dag og að vörnin hafi verið að standa ágætlega framan af. „Það sem er kannski helst að klikka er að við náum ekki að klára sóknirnar. Hún ver þetta allt. Og af þessum 30 mörkum sem við fáum á okkur erum við að fá einhver tíu, tólf mörk á okkur úr hraðaupphlaupum.“ „Mér fannst við standa vörnina sex á móti sex allt í lagi en það kannski fjaraði hægt og rólega undan því. Það var í rauninni það sem drap okkur að við komum ekki boltanum í markið og fáum fullt af hraðaupphlaupum á okkur.“ Á heildina litið er Elías þó stoltur af sínu liði og vongóður á framhaldið. „Við komumst í úrslit og getum alveg verið stolt af því. Ég er stoltur af liðinu, ég er mjög mjög ungt lið og margar stelpur sem hafa ekki komist í þetta áður. Núna búum við að því. Hópurinn er frábær og við erum ekkert af baki dottin. „Nú er bara að herða okkur saman og klára mótið almennilega. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta brjóti okkur eitthvað niður, þetta herðir okkur bara,“ sagði Elías Már að lokum.Vísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/ValgarðurVísir/Valgarður
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti