Biðja Bandaríkin að koma í veg fyrir flutninga Kúrda til Afrin 8. mars 2018 17:30 Kúrdar hafa tilkynnt að sóknin gegn ISIS verður stöðvuð og að um 1.700 meðlimir YPG muni ferðast til Afrin og berjast gegn innrásinni. Vísir/AFP Ríkisstjórn Tyrklands hefur beðið yfirvöld Bandaríkjanna að koma í veg fyrir að hersveitir Kúrda í Sýrlandi, YPG, færi hermenn frá austurhluta landsins, þar sem þeir hafa barist gegn vígamönnum Íslamska ríkisins, til Afrinhéraðs. Þar hafa Tyrkir gert innrás með stuðningi uppreisnarhópa sem þeir hafa stutt gegn ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Kúrdar hafa tilkynnt að sóknin gegn ISIS verður stöðvuð og að um 1.700 meðlimir YPG muni ferðast til Afrin og berjast gegn innrásinni. Sveitir hliðhollar Assad, sem studdar eru af Íran, taka einnig þátt í vörninni í Afrin.Sjá einnig: Assad-liðar á leið til AfrinSýrlenskir Kúrdar hafa stjórnaði héraðinu um langt skeið en yfirvöld Tyrklands hafa sakað þá um að vera hryðjuverkamenn og vera hliðholla Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem hefur háð áratugalanga og blóðuga frelsisbaráttu þar í landi. Ibrahim Kalin, talsmaður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, segir að ríkisstjórn landsins búist við því að Bandaríkin verði við ósk þeirra og segir það vera eðlileg réttindi Tyrkja. Samkvæmt frétt New York Times hafa Bandaríkin ekki svarað beiðni Tyrkja þrátt fyrir að beiðnin hafi verið lögð fram í gær.Í austurhluta landsins berjast regnhlífarsamtökin Syrian Democratic Forces, SDF, gegn Íslamska ríkinu og hafa þau tekið stjórn á stórum hluta Sýrlands með stuðningi Bandaríkjanna. Að mestu eru SDF skipuð af hermönnum Kúrda en margar aðrar fylkingar araba og fleiri samfélagshópa berjast einnig með samtökunum. Um mikið högg er því að ræða fyrir baráttuna gegn ISIS. Bandaríkin hafa frá því að innrás Tyrkja hófst, haldið því fram að þeir séu bandamenn SDF en tengist YPG ekki. Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt aðgerðir Tyrkja í Afrin og segja marga almenna borgara hafa fallið í árásunum og að tugir þúsunda hafi þurft að yfirgefa heimili sín. Sýrland Tengdar fréttir Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37 Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Ríkisstjórn Tyrklands hefur beðið yfirvöld Bandaríkjanna að koma í veg fyrir að hersveitir Kúrda í Sýrlandi, YPG, færi hermenn frá austurhluta landsins, þar sem þeir hafa barist gegn vígamönnum Íslamska ríkisins, til Afrinhéraðs. Þar hafa Tyrkir gert innrás með stuðningi uppreisnarhópa sem þeir hafa stutt gegn ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Kúrdar hafa tilkynnt að sóknin gegn ISIS verður stöðvuð og að um 1.700 meðlimir YPG muni ferðast til Afrin og berjast gegn innrásinni. Sveitir hliðhollar Assad, sem studdar eru af Íran, taka einnig þátt í vörninni í Afrin.Sjá einnig: Assad-liðar á leið til AfrinSýrlenskir Kúrdar hafa stjórnaði héraðinu um langt skeið en yfirvöld Tyrklands hafa sakað þá um að vera hryðjuverkamenn og vera hliðholla Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem hefur háð áratugalanga og blóðuga frelsisbaráttu þar í landi. Ibrahim Kalin, talsmaður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, segir að ríkisstjórn landsins búist við því að Bandaríkin verði við ósk þeirra og segir það vera eðlileg réttindi Tyrkja. Samkvæmt frétt New York Times hafa Bandaríkin ekki svarað beiðni Tyrkja þrátt fyrir að beiðnin hafi verið lögð fram í gær.Í austurhluta landsins berjast regnhlífarsamtökin Syrian Democratic Forces, SDF, gegn Íslamska ríkinu og hafa þau tekið stjórn á stórum hluta Sýrlands með stuðningi Bandaríkjanna. Að mestu eru SDF skipuð af hermönnum Kúrda en margar aðrar fylkingar araba og fleiri samfélagshópa berjast einnig með samtökunum. Um mikið högg er því að ræða fyrir baráttuna gegn ISIS. Bandaríkin hafa frá því að innrás Tyrkja hófst, haldið því fram að þeir séu bandamenn SDF en tengist YPG ekki. Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt aðgerðir Tyrkja í Afrin og segja marga almenna borgara hafa fallið í árásunum og að tugir þúsunda hafi þurft að yfirgefa heimili sín.
Sýrland Tengdar fréttir Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37 Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Til átaka gæti komið á milli Tyrklands og Bandaríkjanna þar sem bandarískir hermenn eru í Manbij. 26. janúar 2018 13:15
Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00
Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00
Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37
Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG. 2. febrúar 2018 13:00