Ráðherra um stöðu menntamála: „Við erum á rauðu ljósi mjög víða“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2018 11:53 Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, ræddi samræmd próf og stöðuna í menntamálum þjóðarinnar á þingi í dag. vísir/eyþór Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. Hún segir þjóðina standa á ákveðnum tímamótum í menntamálum og að rauðu ljósin séu víða. Þetta kom fram í svari ráðherra við óundirbúinni fyrirspurn frá Guðmundi Andra Thorssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, sem spurði út í samræmd próf og tilgang þeirra. Tilefni fyrirspurnarinnar var meðal annars gagnrýni sem komið hefur fram um árabil frá Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor í íslensku, á samræmd próf í móðurmálinu og svo þau mistök sem áttu sér stað við framkvæmd prófanna í gær er meirihluti nemenda gat ekki lokið íslenskuprófinu vegna tæknilegra örðugleika.„Ýmsir skólamenn hafa látið í ljós efasemdir um gildi þessara prófa yfirleitt“ „Íslenskunám nemenda í grunnskóla fer mikið í að búa sig undir þessi próf með tilheyrandi ævintýralegum leiðindum og jafnvel áralangri andúð á íslenskri tungu og íslenskum bókmenntum. Ýmsir skólamenn hafa látið í ljós efasemdir um gildi þessara prófa yfirleitt og í gær skrifar Hafsteinn Karlsson skólastjóri í Salaskóla í Kópavogi til að mynda á Facebook-síðu sína, með leyfi forseta, að þessi próf séu: „leifar af skólastarfi fyrri tíma, eins konar forngripir sem þvælast fyrir nútíma skólastarfi. Þau eiga heima á Þjóðminjasafninu í læstum skáp.“ Hafsteinn spyr líka, og ég veit að fleiri skólastjórnendur og nemendur spyrja: Hver er tilgangur samræmdu prófanna í dag og hvað eiga þau að mæla? „Eru þau liður í að bæta skólastarf, hafa þau bætt skólastarf?“ Áhugavert væri að heyra hugmyndir ráðherrans um þetta,“ sagði Guðmundur Andri á þingi í dag.Margt sem þarf að gera til styrkja alla umgjörð í kringum menntamálin Ráðherra vísaði í fyrra svari sínu í tilkynningu sem menntamálaráðuneytið sendi frá sér fyrr í dag vegna framkvæmdar prófanna í gær og mistaka við þau. „Varðandi spurningu þingmannsins held ég að við séum ekki komin á þann stað akkúrat núna að taka ákvörðun um það hvað við gerum varðandi samræmdu prófin. Þau hafa verið iðkuð í talsverðan tíma, þau hafa sína kosti og þau hafa líka sína galla, en það þarf að vera ákveðinn fyrirsjáanleiki og við þurfum að taka svona ákvörðun og vera búin að undirbúa hana mjög vel.“ Í síðara svari sínu sagði Lilja að hún teldi mjög brýnt að skoða þessi mál. „Við stöndum á ákveðnum tímamótum í menntamálum þjóðarinnar. Við erum á rauðu ljósi mjög víða. Það eru áskoranir er varða stöðu kennarans, við fáum ekki þá nýliðun sem við þurfum. Samkeppnsihæfni skólakerfisins hefur hrakað, einnig er varðar íslenskt mál, þannig að ég tel að þessar ábendingar háttvirts þingmanns séu mjög góðar og ég vil skoða þær í samvinnu við þingið því það er svo margt sem við þurfum að fara í til að styrkja alla umgjörð í kringum menntamálin í landinu.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. Hún segir þjóðina standa á ákveðnum tímamótum í menntamálum og að rauðu ljósin séu víða. Þetta kom fram í svari ráðherra við óundirbúinni fyrirspurn frá Guðmundi Andra Thorssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, sem spurði út í samræmd próf og tilgang þeirra. Tilefni fyrirspurnarinnar var meðal annars gagnrýni sem komið hefur fram um árabil frá Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor í íslensku, á samræmd próf í móðurmálinu og svo þau mistök sem áttu sér stað við framkvæmd prófanna í gær er meirihluti nemenda gat ekki lokið íslenskuprófinu vegna tæknilegra örðugleika.„Ýmsir skólamenn hafa látið í ljós efasemdir um gildi þessara prófa yfirleitt“ „Íslenskunám nemenda í grunnskóla fer mikið í að búa sig undir þessi próf með tilheyrandi ævintýralegum leiðindum og jafnvel áralangri andúð á íslenskri tungu og íslenskum bókmenntum. Ýmsir skólamenn hafa látið í ljós efasemdir um gildi þessara prófa yfirleitt og í gær skrifar Hafsteinn Karlsson skólastjóri í Salaskóla í Kópavogi til að mynda á Facebook-síðu sína, með leyfi forseta, að þessi próf séu: „leifar af skólastarfi fyrri tíma, eins konar forngripir sem þvælast fyrir nútíma skólastarfi. Þau eiga heima á Þjóðminjasafninu í læstum skáp.“ Hafsteinn spyr líka, og ég veit að fleiri skólastjórnendur og nemendur spyrja: Hver er tilgangur samræmdu prófanna í dag og hvað eiga þau að mæla? „Eru þau liður í að bæta skólastarf, hafa þau bætt skólastarf?“ Áhugavert væri að heyra hugmyndir ráðherrans um þetta,“ sagði Guðmundur Andri á þingi í dag.Margt sem þarf að gera til styrkja alla umgjörð í kringum menntamálin Ráðherra vísaði í fyrra svari sínu í tilkynningu sem menntamálaráðuneytið sendi frá sér fyrr í dag vegna framkvæmdar prófanna í gær og mistaka við þau. „Varðandi spurningu þingmannsins held ég að við séum ekki komin á þann stað akkúrat núna að taka ákvörðun um það hvað við gerum varðandi samræmdu prófin. Þau hafa verið iðkuð í talsverðan tíma, þau hafa sína kosti og þau hafa líka sína galla, en það þarf að vera ákveðinn fyrirsjáanleiki og við þurfum að taka svona ákvörðun og vera búin að undirbúa hana mjög vel.“ Í síðara svari sínu sagði Lilja að hún teldi mjög brýnt að skoða þessi mál. „Við stöndum á ákveðnum tímamótum í menntamálum þjóðarinnar. Við erum á rauðu ljósi mjög víða. Það eru áskoranir er varða stöðu kennarans, við fáum ekki þá nýliðun sem við þurfum. Samkeppnsihæfni skólakerfisins hefur hrakað, einnig er varðar íslenskt mál, þannig að ég tel að þessar ábendingar háttvirts þingmanns séu mjög góðar og ég vil skoða þær í samvinnu við þingið því það er svo margt sem við þurfum að fara í til að styrkja alla umgjörð í kringum menntamálin í landinu.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira
Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50
Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33