Innlent

Hár styrkur svifryks í Reykjavík

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin er úr safni og sýnir svifryksmengun í Reykjavík.
Myndin er úr safni og sýnir svifryksmengun í Reykjavík. vísir/anton brink
Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. Að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg mældist hálftímagildi svifryks klukkan 10 við Grensásveg 235 míkrógrömm á rúmmetra.  

Í mælistöð við Hringbraut var hálftímagildið á sama tíma 260 míkrógrömm á rúmmetra og við Eiríksgötu 124 míkrógrömm á rúmmetra. Þá hefur köfnunarefnisdíoxíð einnig mælst nokkuð hætt á sömu stöðvum.

Búast má við svipuðum veðurfarsaðstæðum og eru í dag næstu dag, það er hægum vindi, þurrum götum og litlum líkum á úrkomu. Því eru líkur á því að svifryks- og köfnunarefnisdíoxíðmengun verði við umferðargötur.

Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist  í nágrenni stórra umferðagatna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×