Efna til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2018 10:17 Róhingjakona ásamt börnum í flóttamannabúðunum í Bangladess. vísir/getty Í dag, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna sem haldinn er hátíðlegur um allan heim. Í tilefni af deginum blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess en þær hafa mátt þola mikið ofbeldi og búa við grimman veruleika. Í tilkynningu frá UN Women á Íslandi segir að samtökin starfræki neyðarathvarf fyrir konur í flóttamannabúðum í Cox‘s Bazar í Bangladess. Í neyðarathvörfunum fá konurnar áfallahjálp, sæmdarsett, atvinnutækifæri og öryggi gegn ofbeldi. Sæmdarsettið inniheldur helstu nauðsynjar í takt við þarfir Róhingjakvenna; helstu hreinlætisvörur, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar. Konur sjást varla á förnum vegi í flóttamannabúðunum þar sem þær þora ekki út úr kofunum sínum af ótta við ofbeldi. Róhingjakonur hafa þó fundið sér bjargir við að afla aukakróna fyrir fjölskyldur sínar með matseld en þá standa konur yfir pottum og reykmengun af kolum sem þær elda á. Reykurinn er óhollur, veldur sviða í augum, augnsýkingum og lungnaþembu. Vistvænu kolin sem þær fá í sæmdarsetti UN Women valda hins vegar ekki eins mikilli reykmengun í kofum kvennanna. Um 400 þúsund Róhingjakonur búa í flóttamannabúðunum. Þær hafa nánast allar orðið vitni eða verið beittar grófu kynferðislegu ofbeldi. Þá hafa konur og stúlkur í mörgum tilfellum verið látnar horfa á þegar hermenn myrtu börn þeirra eða foreldra áður en þeir hófu að nauðga þeim, en nauðganir hafa verið notaðar markvisst sem stríðsvopn í blóðugum ofsóknum gegn Róhingjum í Mjanmar. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UN Women fyrir Róhingjakonur með því að senda smsið KONUR í 1900. Bangladess Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Í dag, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna sem haldinn er hátíðlegur um allan heim. Í tilefni af deginum blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess en þær hafa mátt þola mikið ofbeldi og búa við grimman veruleika. Í tilkynningu frá UN Women á Íslandi segir að samtökin starfræki neyðarathvarf fyrir konur í flóttamannabúðum í Cox‘s Bazar í Bangladess. Í neyðarathvörfunum fá konurnar áfallahjálp, sæmdarsett, atvinnutækifæri og öryggi gegn ofbeldi. Sæmdarsettið inniheldur helstu nauðsynjar í takt við þarfir Róhingjakvenna; helstu hreinlætisvörur, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar. Konur sjást varla á förnum vegi í flóttamannabúðunum þar sem þær þora ekki út úr kofunum sínum af ótta við ofbeldi. Róhingjakonur hafa þó fundið sér bjargir við að afla aukakróna fyrir fjölskyldur sínar með matseld en þá standa konur yfir pottum og reykmengun af kolum sem þær elda á. Reykurinn er óhollur, veldur sviða í augum, augnsýkingum og lungnaþembu. Vistvænu kolin sem þær fá í sæmdarsetti UN Women valda hins vegar ekki eins mikilli reykmengun í kofum kvennanna. Um 400 þúsund Róhingjakonur búa í flóttamannabúðunum. Þær hafa nánast allar orðið vitni eða verið beittar grófu kynferðislegu ofbeldi. Þá hafa konur og stúlkur í mörgum tilfellum verið látnar horfa á þegar hermenn myrtu börn þeirra eða foreldra áður en þeir hófu að nauðga þeim, en nauðganir hafa verið notaðar markvisst sem stríðsvopn í blóðugum ofsóknum gegn Róhingjum í Mjanmar. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UN Women fyrir Róhingjakonur með því að senda smsið KONUR í 1900.
Bangladess Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira