Pisa og Reykjavík Skúli Helgason skrifar 8. mars 2018 07:00 Mikil umræða hefur verið um skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um vinnumarkaðs- og menntamál á Norðurlöndum þar sem m.a. er borinn saman árangur í PISA-könnunum. Þar kemur fram að staða íslenskra nemenda sé lakari en jafnaldra þeirra á Norðurlöndunum. Sumir hafa beint sjónum að Reykjavík í þessu sambandi án þess að vitna í réttar upplýsingar. Því er mikilvægt að varpa ljósi á stöðuna í Reykjavík. Þá kemur í ljós að í síðustu PISA-könnun sem reyndar er þriggja ára gömul kom fram að reykvískir nemendur standa betur en nemendur víðast hvar á landinu og eru ýmist í 1. eða 2. sæti í samanburði nemenda milli landshluta. Staða reykvískra nemenda er í öllum tilvikum yfir meðaltali nemenda á Íslandi. Í náttúruvísindum koma nemendur í Reykjavík best út á landinu öllu en árangurinn er þó nokkuð undir meðaltali nemenda í OECD-ríkjunum. Árangur nemenda á landsbyggðinni er að meðaltali 13 stigum undir árangri nemenda í Reykjavík. Íslenskir nemendur standa verst að vígi í náttúruvísindum í norrænum samanburði og þar er brýnast að gripið verði til aðgerða af hálfu mennta- og menningarmálaráðuneytis. Mikill skortur er á faggreinakennurum í náttúruvísindum, alltof fáir velja þær greinar í kennaranáminu og þarf verulegt átak til að snúa þeirri þróun við. Stærðfræði og lesskilningur Árangur reykvískra nemenda í stærðfræði er ágætur, vel yfir meðaltali OECD-ríkjanna, yfir meðaltali nemenda í Svíþjóð og sjónarmun undir meðaltali nemenda í Noregi. Nemendur í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu komu best út í stærðfræði. Það er hins vegar áhyggjuefni að árangur nemenda í öðrum landshlutum er að meðaltali rúmlega 20 stigum lægri sem undirstrikar verulegan mun á árangri nemenda eftir búsetu á landsbyggðinni í óhag. Mikilvægt er að menntamálayfirvöld bregðist sérstaklega við þeirri stöðu. Árangur reykvískra nemenda er næstbestur á landinu þegar kemur að lesskilningi og að meðaltali er árangurinn í Reykjavík 17 stigum hærri en í landshlutum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykvískir nemendur eru rétt undir meðaltali OECD-ríkjanna og ekki hafa orðið marktækar breytingar á árangri þeirra frá 2012 en hins vegar er marktæk niðursveifla í nágrannasveitarfélögunum: Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ.Samræmd próf Eðlilegt er að taka niðurstöður PISA alvarlega og það gerum við í Reykjavík en við viljum horfa til fleiri mælikvarða jafnframt. Þar má helst nefna samræmdu prófin sem sýna í megindráttum sömu niðurstöður og PISA, þ.e. sterka stöðu nemenda úr Reykjavík og af höfuðborgarsvæðinu borið saman við stöðu nemenda á landsbyggðinni. Þetta á bæði við um samræmd próf í íslensku og stærðfræði hvort sem litið er á niðurstöður úr 7. eða 10. bekk á árinu 2017. Reykvískir nemendur raða sér í 1. eða 2. sæti í samanburði milli níu landshluta í öllum þessum prófum.Gripið til aðgerða Læsi og málefni barna með annað móðurmál en íslensku hafa verið í sérstökum forgangi á þessu kjörtímabili og frá því síðasta PISA-könnun var gerð í mars 2015 hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða í læsismálum, þ.m.t. er stóraukin kennsluráðgjöf við leikskóla og grunnskóla á vegum Miðju máls og læsis, tvöfölduð framlög til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna á síðasta ári og rúmlega tvöfölduð framlög til fjölmenningarlegs leikskólastarfs á þesssu ári. Þá er nú tryggt að stuðningur sé mestur við þau börn sem koma lægst út á málkönnunarprófi og að leikskólar með hæst hlutfall barna af erlendum uppruna fái hæstu framlögin af fjárveitingum til fjölmenningar. Fjölmenningarstefnan Heimurinn er hér sem samþykkt var 2014 er leiðarljós vinnunnar en hún hefur hlotið lof innlendra og erlendra sérfræðinga sem framsækin og heildstæð stefna sem mæti vel þörfum barnanna.Höfundur er formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um vinnumarkaðs- og menntamál á Norðurlöndum þar sem m.a. er borinn saman árangur í PISA-könnunum. Þar kemur fram að staða íslenskra nemenda sé lakari en jafnaldra þeirra á Norðurlöndunum. Sumir hafa beint sjónum að Reykjavík í þessu sambandi án þess að vitna í réttar upplýsingar. Því er mikilvægt að varpa ljósi á stöðuna í Reykjavík. Þá kemur í ljós að í síðustu PISA-könnun sem reyndar er þriggja ára gömul kom fram að reykvískir nemendur standa betur en nemendur víðast hvar á landinu og eru ýmist í 1. eða 2. sæti í samanburði nemenda milli landshluta. Staða reykvískra nemenda er í öllum tilvikum yfir meðaltali nemenda á Íslandi. Í náttúruvísindum koma nemendur í Reykjavík best út á landinu öllu en árangurinn er þó nokkuð undir meðaltali nemenda í OECD-ríkjunum. Árangur nemenda á landsbyggðinni er að meðaltali 13 stigum undir árangri nemenda í Reykjavík. Íslenskir nemendur standa verst að vígi í náttúruvísindum í norrænum samanburði og þar er brýnast að gripið verði til aðgerða af hálfu mennta- og menningarmálaráðuneytis. Mikill skortur er á faggreinakennurum í náttúruvísindum, alltof fáir velja þær greinar í kennaranáminu og þarf verulegt átak til að snúa þeirri þróun við. Stærðfræði og lesskilningur Árangur reykvískra nemenda í stærðfræði er ágætur, vel yfir meðaltali OECD-ríkjanna, yfir meðaltali nemenda í Svíþjóð og sjónarmun undir meðaltali nemenda í Noregi. Nemendur í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu komu best út í stærðfræði. Það er hins vegar áhyggjuefni að árangur nemenda í öðrum landshlutum er að meðaltali rúmlega 20 stigum lægri sem undirstrikar verulegan mun á árangri nemenda eftir búsetu á landsbyggðinni í óhag. Mikilvægt er að menntamálayfirvöld bregðist sérstaklega við þeirri stöðu. Árangur reykvískra nemenda er næstbestur á landinu þegar kemur að lesskilningi og að meðaltali er árangurinn í Reykjavík 17 stigum hærri en í landshlutum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykvískir nemendur eru rétt undir meðaltali OECD-ríkjanna og ekki hafa orðið marktækar breytingar á árangri þeirra frá 2012 en hins vegar er marktæk niðursveifla í nágrannasveitarfélögunum: Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ.Samræmd próf Eðlilegt er að taka niðurstöður PISA alvarlega og það gerum við í Reykjavík en við viljum horfa til fleiri mælikvarða jafnframt. Þar má helst nefna samræmdu prófin sem sýna í megindráttum sömu niðurstöður og PISA, þ.e. sterka stöðu nemenda úr Reykjavík og af höfuðborgarsvæðinu borið saman við stöðu nemenda á landsbyggðinni. Þetta á bæði við um samræmd próf í íslensku og stærðfræði hvort sem litið er á niðurstöður úr 7. eða 10. bekk á árinu 2017. Reykvískir nemendur raða sér í 1. eða 2. sæti í samanburði milli níu landshluta í öllum þessum prófum.Gripið til aðgerða Læsi og málefni barna með annað móðurmál en íslensku hafa verið í sérstökum forgangi á þessu kjörtímabili og frá því síðasta PISA-könnun var gerð í mars 2015 hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða í læsismálum, þ.m.t. er stóraukin kennsluráðgjöf við leikskóla og grunnskóla á vegum Miðju máls og læsis, tvöfölduð framlög til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna á síðasta ári og rúmlega tvöfölduð framlög til fjölmenningarlegs leikskólastarfs á þesssu ári. Þá er nú tryggt að stuðningur sé mestur við þau börn sem koma lægst út á málkönnunarprófi og að leikskólar með hæst hlutfall barna af erlendum uppruna fái hæstu framlögin af fjárveitingum til fjölmenningar. Fjölmenningarstefnan Heimurinn er hér sem samþykkt var 2014 er leiðarljós vinnunnar en hún hefur hlotið lof innlendra og erlendra sérfræðinga sem framsækin og heildstæð stefna sem mæti vel þörfum barnanna.Höfundur er formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun