ÁTVR innsiglar loks tóbaksdósir eftir frávik Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. mars 2018 06:00 Innsigli á tóbaksdósir mun tryggja öryggi neytenda. Vísir/Anton Neytendur ÁTVR ætlar að bregðast við tilkynningum frá kaupendum um „frávik“ á innihaldi neftóbaksdósa fyrirtækisins með því að setja loks á þær innsigli. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segist vona að nýjar, öruggari dósir fyrir neytendur verði komnar á markað í vor. Sala og neysla á íslenska neftóbakinu hefur aukist nær árlega síðustu ár og nam salan á síðasta ári um 40 tonnum, sem jafngildir um 800 þúsund 50 gramma dósum. Meirihluti notenda setur tóbakið í vör. Vandamálið við dósirnar er hins vegar að þegar þær eru komnar í hendur smásala er ekkert innsigli á lokinu sem fullvissar neytendur um að ekki hafi verið átt við innihaldið, líkt og á flestri annarri neysluvöru. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að upp hafi komið fleiri en eitt tilfelli nýverið þar sem kaupendur hafa uppgötvað að búið sé að eiga við dósirnar sem keyptar hafa verið í búð og þær reynst hálftómar þegar heim var komið. Fréttablaðið hefur einnig staðfest dæmi um að dós reyndist átekin og malað kaffi hafi verið sett í staðinn til að láta það líta út eins og hún væri full. Dósin á meðfylgjandi mynd er dæmi um slíkt, þar sem enginn vafi lék á að um kaffi væri að ræða þegar lyktað var af, auk þess sem litar- og grófleikamismunur var á tóbakinu og kaffinu. Átt hafði verið við þessa dós og kaffi blandað út í tóbakið.Umrætt sinn reyndist þó aðeins um kaffi að ræða, en ekki eitthvað mun skaðlegra og uppgötvaðist þetta áður en þess var neytt. En leiðin er greið ef vilji er til. Nú ætlar ÁTVR loks að verða við ákalli áhyggjufullra neftóbaksnotenda og setja fiktvörn í formi innsiglis á dósirnar. „Verkefnið er í vinnslu og von er á að prófanir klárist mjög fljótlega. Stefnan er að innsiglaðar dósir verði komnar á markað í vor,“ segir Sigrún Ósk. „Við höfum fengið nokkrar tilkynningar frá kaupendum um frávik. Við höfum gert allt hjá okkur til að tryggja að varan fari rétt frá okkur.“ Sigrún segir ÁTVR vera heildsala á tóbaki og að heildsölueiningarnar fari innsiglaðar frá þeim. Þá sé ÁTVR með virkt gæðaeftirlit sem er ætlað að tryggja að rétt magn og innihald sé í smásölueiningunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Neytendur ÁTVR ætlar að bregðast við tilkynningum frá kaupendum um „frávik“ á innihaldi neftóbaksdósa fyrirtækisins með því að setja loks á þær innsigli. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segist vona að nýjar, öruggari dósir fyrir neytendur verði komnar á markað í vor. Sala og neysla á íslenska neftóbakinu hefur aukist nær árlega síðustu ár og nam salan á síðasta ári um 40 tonnum, sem jafngildir um 800 þúsund 50 gramma dósum. Meirihluti notenda setur tóbakið í vör. Vandamálið við dósirnar er hins vegar að þegar þær eru komnar í hendur smásala er ekkert innsigli á lokinu sem fullvissar neytendur um að ekki hafi verið átt við innihaldið, líkt og á flestri annarri neysluvöru. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að upp hafi komið fleiri en eitt tilfelli nýverið þar sem kaupendur hafa uppgötvað að búið sé að eiga við dósirnar sem keyptar hafa verið í búð og þær reynst hálftómar þegar heim var komið. Fréttablaðið hefur einnig staðfest dæmi um að dós reyndist átekin og malað kaffi hafi verið sett í staðinn til að láta það líta út eins og hún væri full. Dósin á meðfylgjandi mynd er dæmi um slíkt, þar sem enginn vafi lék á að um kaffi væri að ræða þegar lyktað var af, auk þess sem litar- og grófleikamismunur var á tóbakinu og kaffinu. Átt hafði verið við þessa dós og kaffi blandað út í tóbakið.Umrætt sinn reyndist þó aðeins um kaffi að ræða, en ekki eitthvað mun skaðlegra og uppgötvaðist þetta áður en þess var neytt. En leiðin er greið ef vilji er til. Nú ætlar ÁTVR loks að verða við ákalli áhyggjufullra neftóbaksnotenda og setja fiktvörn í formi innsiglis á dósirnar. „Verkefnið er í vinnslu og von er á að prófanir klárist mjög fljótlega. Stefnan er að innsiglaðar dósir verði komnar á markað í vor,“ segir Sigrún Ósk. „Við höfum fengið nokkrar tilkynningar frá kaupendum um frávik. Við höfum gert allt hjá okkur til að tryggja að varan fari rétt frá okkur.“ Sigrún segir ÁTVR vera heildsala á tóbaki og að heildsölueiningarnar fari innsiglaðar frá þeim. Þá sé ÁTVR með virkt gæðaeftirlit sem er ætlað að tryggja að rétt magn og innihald sé í smásölueiningunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira