Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2018 15:33 Jónas Þór Guðmundsson, formaður kjararáðs, ritaði bréf og óskaði eftir launahækkun. vísir/valli Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. Lögum samkvæmt er það fjármálaráðherra sem ákveður laun ráðsins en launahækkunin sem beðið var um var upp á 7,3 prósent að því er fram kemur í frétt Kjarnans um málið. Óskað var eftir því að hækkunin yrði afturvirk til 1. ágúst 2017. Þar segir að Jónas Þór Guðmundsson, formaður kjararáðs, hafi þann 14. september 2017 sent bréf til fjármálaráðuneytisins og óskað eftir launahækkuninni. Daginn eftir sprakk ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Rökin fyrir launahækkuninni voru þau að laun kjararáðs hefðu ekki hækkað frá því sumarið 2016. Mánaðarleg launavísitala hefði hins vegar hækkað um áðurnefnda prósentutölu, 7,3 prósent, frá síðustu launahækkun kjararáðs. Að því er fram kemur í frétt Kjarnans var bréfinu ekki svarað í rúman tvo og hálfan mánuð. Á meðan lá ósvarað í ráðuneytinu fóru fram kosningar og þann 30. nóvember 2017 tók ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við. Bjarni Benediktsson varð þá fjármála-og efnahagsráðherra. Sex dögum eftir að ný ríkisstjórn tók við, eða þann 6. desember, fékk Jónas svarbréf frá ráðuneytinu þar sem fallist var á beiðni hans um launahækkun og að hún yrði afturvirk frá 1. ágúst 2017. Kjararáð er langt frá því að vera óumdeilt enda hafa úrskurðir þess um launahækkanir æðstu embættis-og ráðamanna sætt mikilli gagnrýni undanfarin misseri. Í janúar skipaði ríkisstjórnin starfshóp um málefni kjararáðs sem skilaði svo skýrslu um miðjan febrúar.Taldi starfshópurinn margt mæla með gjörbreytingu á fyrirkomulagi á kjararáði. Lagði hópurinn þannig til að í meginatriðum verði hætt að úrskurða um laun æðstu manna samfélagsins eftir óskýrum viðmiðunum. Launafjárhæðir eiga að vera aðgengilegar og auðskiljanlegar almenningi og einnig þeim sem störfunum gegna. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. Lögum samkvæmt er það fjármálaráðherra sem ákveður laun ráðsins en launahækkunin sem beðið var um var upp á 7,3 prósent að því er fram kemur í frétt Kjarnans um málið. Óskað var eftir því að hækkunin yrði afturvirk til 1. ágúst 2017. Þar segir að Jónas Þór Guðmundsson, formaður kjararáðs, hafi þann 14. september 2017 sent bréf til fjármálaráðuneytisins og óskað eftir launahækkuninni. Daginn eftir sprakk ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Rökin fyrir launahækkuninni voru þau að laun kjararáðs hefðu ekki hækkað frá því sumarið 2016. Mánaðarleg launavísitala hefði hins vegar hækkað um áðurnefnda prósentutölu, 7,3 prósent, frá síðustu launahækkun kjararáðs. Að því er fram kemur í frétt Kjarnans var bréfinu ekki svarað í rúman tvo og hálfan mánuð. Á meðan lá ósvarað í ráðuneytinu fóru fram kosningar og þann 30. nóvember 2017 tók ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við. Bjarni Benediktsson varð þá fjármála-og efnahagsráðherra. Sex dögum eftir að ný ríkisstjórn tók við, eða þann 6. desember, fékk Jónas svarbréf frá ráðuneytinu þar sem fallist var á beiðni hans um launahækkun og að hún yrði afturvirk frá 1. ágúst 2017. Kjararáð er langt frá því að vera óumdeilt enda hafa úrskurðir þess um launahækkanir æðstu embættis-og ráðamanna sætt mikilli gagnrýni undanfarin misseri. Í janúar skipaði ríkisstjórnin starfshóp um málefni kjararáðs sem skilaði svo skýrslu um miðjan febrúar.Taldi starfshópurinn margt mæla með gjörbreytingu á fyrirkomulagi á kjararáði. Lagði hópurinn þannig til að í meginatriðum verði hætt að úrskurða um laun æðstu manna samfélagsins eftir óskýrum viðmiðunum. Launafjárhæðir eiga að vera aðgengilegar og auðskiljanlegar almenningi og einnig þeim sem störfunum gegna.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira