Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2018 11:01 Sérsveitin fór inn í hús við Ægisíðu á ellefta tímanum í morgun og var einn maður leiddur út í járnum. vísir/egill Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. „Tilkynningin sem barst var tekin alvarlega og var viðbúnaður lögreglu í samræmi við það og var sérsveit ríkislögreglustjóra fengin til aðstoðar. Vinnu á vettvangi verður framhaldið, en rannsókn málsins er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningu. Það var um klukkan 08:45 í morgun sem fjöldi lögreglubíla sást bruna vestur Hringbraut. Lá leið þeirra að Hagamel, rétt ofan við Úlfarsfell, þar sem leigubíll af stærri gerðinni hafði verið stöðvaður. Blaðamaður Vísis á vettvangi sá lögreglufólk ræða við leigubílstjóra og farþega sem var illa farinn í andliti, líkt og eftir líkamsárás. Nágranni sem Vísir ræddi við kvaðst hafa séð tvo færða af vettvangi af lögreglu, þar með talinn farþegann sem var særður í andliti.Umferð lokað um Ægisíðu og fólki sagt að halda sig innandyra Um klukkan níu barst tilkynning frá lögreglu þar sem sagði að lögregluaðgerð stæði yfir við Ægisíðu en ekki væri unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögregla lokaði svo skömmu síðar umferð um Ægisíðu frá gatnmótunum við Hofsvallagötu að gatnamótunum við Kaplaskjólsveg. Á vettvangi voru vopnaðir sérsveitarmenn og virtist aðgerð lögreglu beinast að húsi á Ægisíðu gegnt bensínstöð N1. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á vettvangi lék grunur á að fólk væri vopnað. Var að minnsta kosti einn sérsveitarmaður vopnaður riffli, tilbúinn til að bregðast við.Einn leiddur út í járnum Sérsveitin gerði bensínstöðina að bækistöð sinni, var starfsfólki þar gert að halda sig innan dyra sem og starfsfólki Borðsins, veitingastaðar við Ægisíðu, og þá var því beint til starfsfólks leikskólans Ægisborgar á Ægisíðu að fara ekki út með börnin að óþörfu. Það var síðan á ellefta tímanum sem fimm sérsveitarmenn fóru inn í húsið við Ægisíðu sem er beint á móti bensínstöðinni. Voru að minnsta kosti tveir þeirra vopnaðir skotvopni og einn þeirra með skjöld. Skömmu síðar var einn maður leiddur út úr húsinu í járnum og inn í lögreglubíl. Fóru lögreglumenn síðan með fíkniefnahund inn í húsið. Ægisíðan var ekki löngu síðar opnuð aftur fyrir umferð en lögreglan var enn með aðgerðir inni í húsinu sjálfu.Fréttin var uppfærð klukkan 11:17. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu sem Vísir var með á meðan aðgerðir lögreglu voru í gangi sem og upptöku frá beinni útsendingu Vísis frá vettvangi. Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Mikill viðbúnaður er á svæðinu. 7. mars 2018 09:05 Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. „Tilkynningin sem barst var tekin alvarlega og var viðbúnaður lögreglu í samræmi við það og var sérsveit ríkislögreglustjóra fengin til aðstoðar. Vinnu á vettvangi verður framhaldið, en rannsókn málsins er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningu. Það var um klukkan 08:45 í morgun sem fjöldi lögreglubíla sást bruna vestur Hringbraut. Lá leið þeirra að Hagamel, rétt ofan við Úlfarsfell, þar sem leigubíll af stærri gerðinni hafði verið stöðvaður. Blaðamaður Vísis á vettvangi sá lögreglufólk ræða við leigubílstjóra og farþega sem var illa farinn í andliti, líkt og eftir líkamsárás. Nágranni sem Vísir ræddi við kvaðst hafa séð tvo færða af vettvangi af lögreglu, þar með talinn farþegann sem var særður í andliti.Umferð lokað um Ægisíðu og fólki sagt að halda sig innandyra Um klukkan níu barst tilkynning frá lögreglu þar sem sagði að lögregluaðgerð stæði yfir við Ægisíðu en ekki væri unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögregla lokaði svo skömmu síðar umferð um Ægisíðu frá gatnmótunum við Hofsvallagötu að gatnamótunum við Kaplaskjólsveg. Á vettvangi voru vopnaðir sérsveitarmenn og virtist aðgerð lögreglu beinast að húsi á Ægisíðu gegnt bensínstöð N1. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á vettvangi lék grunur á að fólk væri vopnað. Var að minnsta kosti einn sérsveitarmaður vopnaður riffli, tilbúinn til að bregðast við.Einn leiddur út í járnum Sérsveitin gerði bensínstöðina að bækistöð sinni, var starfsfólki þar gert að halda sig innan dyra sem og starfsfólki Borðsins, veitingastaðar við Ægisíðu, og þá var því beint til starfsfólks leikskólans Ægisborgar á Ægisíðu að fara ekki út með börnin að óþörfu. Það var síðan á ellefta tímanum sem fimm sérsveitarmenn fóru inn í húsið við Ægisíðu sem er beint á móti bensínstöðinni. Voru að minnsta kosti tveir þeirra vopnaðir skotvopni og einn þeirra með skjöld. Skömmu síðar var einn maður leiddur út úr húsinu í járnum og inn í lögreglubíl. Fóru lögreglumenn síðan með fíkniefnahund inn í húsið. Ægisíðan var ekki löngu síðar opnuð aftur fyrir umferð en lögreglan var enn með aðgerðir inni í húsinu sjálfu.Fréttin var uppfærð klukkan 11:17. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu sem Vísir var með á meðan aðgerðir lögreglu voru í gangi sem og upptöku frá beinni útsendingu Vísis frá vettvangi.
Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Mikill viðbúnaður er á svæðinu. 7. mars 2018 09:05 Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04