Fangelsi og fuglabúr Benedikt Bóas skrifar 7. mars 2018 08:00 Hljómsveitina skipa Heimir Bjarni Ingimarsson, Aðalsteinn, Ingvar Leví Gunnarsson, Arnar Scheving, Hans Friðrik Guðmundsson, Jóhannes Stefánsson. Hljómsveitin Volta frá Akureyri hefur nýverið gefið út breiðskífuna Á nýjan stað. Textarnir í lögunum eru kynngimagnaðir og segir Aðalsteinn Jóhannsson, annar af textahöfundum hljómsveitarinnar, að lagið Betrun fjalli til dæmis um samband hans við konuna sína sem hafi verið komið á endastöð vegna sukks og óhóflegs næturbrölts. Það bjargaðist þó eftir að hann tók sig á. „Textinn er loforð um betri tíð og nokkurs konar afsökunarbeiðni,“ segir hann. Annar texti, við lagið Fuglabúrið, er um eymdina og sársaukann í fangelsum en hljómsveitin spilaði í fangelsinu á Akureyri í október 2016. Þá fæddist textinn og svo lagið sem er stórgott. „Við komum þarna á dimmu haustkvöldi. Það tók á móti okkur fangavörður sem hleypti okkur inn. Þarna var sérstakt andrúmsloft, hlaðið sorg, kvíða og einhverju öðru sem ég þekki ekki. En þær ætluðu greinilega að reyna að hafa gaman og gleyma því í augnablik að þær voru lokaðar inni í fuglabúri,“ segir hann og heldur áfram: „Maður hefur það á tilfinningunni að flestar þessar konur séu fórnarlömb fíknar sinnar. Þær eru mæður, dætur, burðardýr, morðingjar, misfallegar dætur þessa lands. Við spiluðum okkar tónlist í svona 40 mínútur og voru þær fljótar að líða. Þær virtust hafa gaman af og náðu sumir tónarnir inn fyrir skelina. Ég verð að segja það að maður hafði samúð með þessum konum, lokaðar þarna inni fjarri þessu lífi sem við þekkjum flest.“ Hann segir að konurnar hafi verið afar þakklátar fyrir heimsóknina. „Þegar við vorum búnir að ganga frá hljóðfærunum og á leið út þá tekur Heimir söngvari í hurðina og hún er auðvitað læst. Í því stekkur ein konan á lappir og segir við okkur: „Þið komist ekki út, þið eruð læstir inni í fuglabúri.“ Þaðan kemur nafnið á laginu sem ég svo samdi kvöldið eftir þessa heimsókn. Þessi kvöldstund hafði svo sterk áhrif á mig að textinn kom nánast í einni lotu, hárbeittur og sannur. Það var ótrúlega góð tilfinning að ganga út í myrkrið þetta haustkvöld, eftir að hafa glatt þessar þjökuðu sálir.“ Hljómsveitin var stofnuð árið 2015 með því hugarfari að spila eingöngu frumsamda tónlist og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Aðalsteinn segir að bandið sé búið að æfa stíft og stefni á að koma talsvert fram á næstu misserum. „Við höfum ekki fastmótaða tónlistarstefnu en líklega erum við mest í rokk-sveitatónlistarbræðingi með tilfinningu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Hljómsveitin Volta frá Akureyri hefur nýverið gefið út breiðskífuna Á nýjan stað. Textarnir í lögunum eru kynngimagnaðir og segir Aðalsteinn Jóhannsson, annar af textahöfundum hljómsveitarinnar, að lagið Betrun fjalli til dæmis um samband hans við konuna sína sem hafi verið komið á endastöð vegna sukks og óhóflegs næturbrölts. Það bjargaðist þó eftir að hann tók sig á. „Textinn er loforð um betri tíð og nokkurs konar afsökunarbeiðni,“ segir hann. Annar texti, við lagið Fuglabúrið, er um eymdina og sársaukann í fangelsum en hljómsveitin spilaði í fangelsinu á Akureyri í október 2016. Þá fæddist textinn og svo lagið sem er stórgott. „Við komum þarna á dimmu haustkvöldi. Það tók á móti okkur fangavörður sem hleypti okkur inn. Þarna var sérstakt andrúmsloft, hlaðið sorg, kvíða og einhverju öðru sem ég þekki ekki. En þær ætluðu greinilega að reyna að hafa gaman og gleyma því í augnablik að þær voru lokaðar inni í fuglabúri,“ segir hann og heldur áfram: „Maður hefur það á tilfinningunni að flestar þessar konur séu fórnarlömb fíknar sinnar. Þær eru mæður, dætur, burðardýr, morðingjar, misfallegar dætur þessa lands. Við spiluðum okkar tónlist í svona 40 mínútur og voru þær fljótar að líða. Þær virtust hafa gaman af og náðu sumir tónarnir inn fyrir skelina. Ég verð að segja það að maður hafði samúð með þessum konum, lokaðar þarna inni fjarri þessu lífi sem við þekkjum flest.“ Hann segir að konurnar hafi verið afar þakklátar fyrir heimsóknina. „Þegar við vorum búnir að ganga frá hljóðfærunum og á leið út þá tekur Heimir söngvari í hurðina og hún er auðvitað læst. Í því stekkur ein konan á lappir og segir við okkur: „Þið komist ekki út, þið eruð læstir inni í fuglabúri.“ Þaðan kemur nafnið á laginu sem ég svo samdi kvöldið eftir þessa heimsókn. Þessi kvöldstund hafði svo sterk áhrif á mig að textinn kom nánast í einni lotu, hárbeittur og sannur. Það var ótrúlega góð tilfinning að ganga út í myrkrið þetta haustkvöld, eftir að hafa glatt þessar þjökuðu sálir.“ Hljómsveitin var stofnuð árið 2015 með því hugarfari að spila eingöngu frumsamda tónlist og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Aðalsteinn segir að bandið sé búið að æfa stíft og stefni á að koma talsvert fram á næstu misserum. „Við höfum ekki fastmótaða tónlistarstefnu en líklega erum við mest í rokk-sveitatónlistarbræðingi með tilfinningu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira