Í skýjunum en verður mætt á leikskólann í fyrramálið til að gefa börnunum lýsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2018 00:42 Sólveig Anna Jónsdóttir er í skýjunum, ætlar að fagna í nótt en mæta galvösk í fyrramálið á leikskólann þar sem hún starfar og gefa börnunum lýsi og hafragraut. Vísir/Ernir „Þetta er rosalegt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar eftir að hafa fengið þau tíðindi að B-listi hennar hefði unnið stórsigur í kosningum til stjórnar félagsins. B-listi Sólveigar fékk 2099 atkvæði á móti 519 atkvæðum A-listans, framboði sitjandi stjórnar. Fylgi Sólveigar og hennar lista var því 80% greiddra atkvæða. „Nei, ég átti ekki von á þessu,“ segir Sólveig um yfirburðarsigurinn. „Við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn en auðvitað bjuggumst við ekki við þessu. Þetta er ótrúlegt en við erum þá komin með umboð frá þeim sem kjósa okkur að gera það sem við höfum verið að tala um. Að heyja þessa róttæku, markvissu og herskáu stéttarbaráttu.“ Gagnrýnendur B-listans hafa sagt framboðið ætla að leysa allan vanda með endurteknum verkföllum. Sólveig segir þau orð aldrei hafa komið úr sínum munni. „Þegar við töluðum um verkföll sögðum við að þau væru eitt af beittustu vopnununum sem verkafólk hefði. Svo töluðum við um mikla sigra sem hefðu unnist með samstöðu og mikilfenglegri baráttu. Við höfnum stéttarsamvinnu af því hún hefur ekki gagnast verkafólki og láglaunafólki,“ segir Sólveig sem átti erfitt með að leyna gleði sinni með úrslit kvöldsins. Enda engin ástæða til. Hún var á leiðinni úr húsakynnum Eflingar aftur á kosningavöku B-listans á Bryggjunni á Granda. En hvað tekur svo við? „Ég er að fara að vinna á leikskólanum í fyrramálið, geri kannski ekki mikið en verð á staðnum. Get í það minnsta gefið krökkunum hafragraut og lýsi,“ segir Sólveig. Framundan sé aðalfundur í lok apríl þegar ný stjórn tekur við. „Þetta eru spennandi tímar, jeminn eini.“ Tengdar fréttir Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
„Þetta er rosalegt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar eftir að hafa fengið þau tíðindi að B-listi hennar hefði unnið stórsigur í kosningum til stjórnar félagsins. B-listi Sólveigar fékk 2099 atkvæði á móti 519 atkvæðum A-listans, framboði sitjandi stjórnar. Fylgi Sólveigar og hennar lista var því 80% greiddra atkvæða. „Nei, ég átti ekki von á þessu,“ segir Sólveig um yfirburðarsigurinn. „Við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn en auðvitað bjuggumst við ekki við þessu. Þetta er ótrúlegt en við erum þá komin með umboð frá þeim sem kjósa okkur að gera það sem við höfum verið að tala um. Að heyja þessa róttæku, markvissu og herskáu stéttarbaráttu.“ Gagnrýnendur B-listans hafa sagt framboðið ætla að leysa allan vanda með endurteknum verkföllum. Sólveig segir þau orð aldrei hafa komið úr sínum munni. „Þegar við töluðum um verkföll sögðum við að þau væru eitt af beittustu vopnununum sem verkafólk hefði. Svo töluðum við um mikla sigra sem hefðu unnist með samstöðu og mikilfenglegri baráttu. Við höfnum stéttarsamvinnu af því hún hefur ekki gagnast verkafólki og láglaunafólki,“ segir Sólveig sem átti erfitt með að leyna gleði sinni með úrslit kvöldsins. Enda engin ástæða til. Hún var á leiðinni úr húsakynnum Eflingar aftur á kosningavöku B-listans á Bryggjunni á Granda. En hvað tekur svo við? „Ég er að fara að vinna á leikskólanum í fyrramálið, geri kannski ekki mikið en verð á staðnum. Get í það minnsta gefið krökkunum hafragraut og lýsi,“ segir Sólveig. Framundan sé aðalfundur í lok apríl þegar ný stjórn tekur við. „Þetta eru spennandi tímar, jeminn eini.“
Tengdar fréttir Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30