Horfa á vegina í uppsveitum Árnessýslu hrynja Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2018 19:30 Vegir í Uppsveitum Árnessýslu eru meira og minna að breytast í malarvegi vegna mikils álags á þeim samkvæmt umferðarsérfræðingi. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur fengið sig fullsadda af ástandi vegamál í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bauð þingmönnum Suðurkjördæmis, starfsmönnum Vegagerðarinnar og nokkrum öðrum gestum í rútuferð um vegi í Uppsveitum Árnessýslu í dag til að kynna þeim hörmulegt ástand veganna. Sveitarstjórn þrýstir nú á stjórnvöld um úrbætur enda allir búnir að fá sig fullsadda af ástandinu.Valgerður Sævarsdóttir, sveitarstjórnarmaður, Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Vísir/Magnús Hlynur„Við horfum á vegina hrynja og þeir eru bara að verð ónýtir sem er mjög slæmt, bæði öryggis og ferðamennskunnar vegna og íbúanna sem keyra hér um vegina í uppsveitum“, segir Valgerður Sævarsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Hún segir vegina slæma landkynningu fyrir ferðamenn. „Ég held að það hljóti að vera, ég get ekki ímyndað mér nokkuð annað, ekki nema að þetta þyki einhver ævintýramennska að fara hérna um vegina hjá okkur“. En hvað er hægt að gera í þessari stöðu? „Það eina sem ég sé að það sé bara sett aukið fjármagn í að gera þessa vegi þannig að þeir séu keyrandi og mönnum bjóðandi“, segir Valgerður.Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur segir vegina í uppsveitum Árnessýslu breytast smátt og smátt í malarvegi vegna mikils álags á þeim. Rútubílstjóri dagsins var Hugrún Jóhannsdóttir.Vísir/Magnús HlynurSvanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar segir að nokkrir vegir verði teknir í gegn í sumar, m.a. Laugarvatnsvegurinn og Reykjavegurinn sem er malarvegur í dag. Stoppað var á nokkrum stöðum þar sem lélegir og hálf ónýtir vegir voru sýndir. Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur þekkir veg til vegamála í uppsveitum Árnessýslu. „Þetta er eiginlega að breytast í malarvegi aftur, fyrir utan það að það eru hættulegar holur í þessu. Ástandið er orðið mjög alvarlegt upp á það að gera að það verður svo dýrt að laga þetta ef við hleypum þessum skemmdum lengra en orðið er. Fyrir utan það að þetta er ekki boðlegt fyrir þessa nýju atvinnugrein okkar, ferðaþjónustuna, að bjóða upp á vegi af þessari gerð, þetta myndi hvergi vera haft upp á borðinu annars staðar,“ segir Ólafur. Samgöngur Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Vegir í Uppsveitum Árnessýslu eru meira og minna að breytast í malarvegi vegna mikils álags á þeim samkvæmt umferðarsérfræðingi. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur fengið sig fullsadda af ástandi vegamál í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bauð þingmönnum Suðurkjördæmis, starfsmönnum Vegagerðarinnar og nokkrum öðrum gestum í rútuferð um vegi í Uppsveitum Árnessýslu í dag til að kynna þeim hörmulegt ástand veganna. Sveitarstjórn þrýstir nú á stjórnvöld um úrbætur enda allir búnir að fá sig fullsadda af ástandinu.Valgerður Sævarsdóttir, sveitarstjórnarmaður, Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Vísir/Magnús Hlynur„Við horfum á vegina hrynja og þeir eru bara að verð ónýtir sem er mjög slæmt, bæði öryggis og ferðamennskunnar vegna og íbúanna sem keyra hér um vegina í uppsveitum“, segir Valgerður Sævarsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Hún segir vegina slæma landkynningu fyrir ferðamenn. „Ég held að það hljóti að vera, ég get ekki ímyndað mér nokkuð annað, ekki nema að þetta þyki einhver ævintýramennska að fara hérna um vegina hjá okkur“. En hvað er hægt að gera í þessari stöðu? „Það eina sem ég sé að það sé bara sett aukið fjármagn í að gera þessa vegi þannig að þeir séu keyrandi og mönnum bjóðandi“, segir Valgerður.Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur segir vegina í uppsveitum Árnessýslu breytast smátt og smátt í malarvegi vegna mikils álags á þeim. Rútubílstjóri dagsins var Hugrún Jóhannsdóttir.Vísir/Magnús HlynurSvanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar segir að nokkrir vegir verði teknir í gegn í sumar, m.a. Laugarvatnsvegurinn og Reykjavegurinn sem er malarvegur í dag. Stoppað var á nokkrum stöðum þar sem lélegir og hálf ónýtir vegir voru sýndir. Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur þekkir veg til vegamála í uppsveitum Árnessýslu. „Þetta er eiginlega að breytast í malarvegi aftur, fyrir utan það að það eru hættulegar holur í þessu. Ástandið er orðið mjög alvarlegt upp á það að gera að það verður svo dýrt að laga þetta ef við hleypum þessum skemmdum lengra en orðið er. Fyrir utan það að þetta er ekki boðlegt fyrir þessa nýju atvinnugrein okkar, ferðaþjónustuna, að bjóða upp á vegi af þessari gerð, þetta myndi hvergi vera haft upp á borðinu annars staðar,“ segir Ólafur.
Samgöngur Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira