Ráðuneytið hefur ekki áður heyrt af Íslendingum í Sýrlandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. mars 2018 19:30 Afrin-hérað í Sýrlandi er skammt frá landamærunum við Tyrkland. Vísir/Gvendur Utanríkisráðuneytið kannar nú orðróm þess efnis að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Upplýsingar um andlát mannsins hafa gengið um samfélagsmiðla í dag en þar er hann sagður hafa fallið í stórskotaárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi, skammt frá landamærum Tyrklands. Þar til nú hefur utanríkisráðuneytið ekki fengið spurn af Íslendingum stöddum í Sýrlandi að sögn fjölmiðlafulltrúa ráðuneytisins. Afrin-hérað er á landamærum Tyrklands og Sýrlands en sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir frá því í janúar. Íslendingurinn er sagður hafa barist með YPG-liðum, hersveit sýrlenskra Kúrda, en hann hafi látist í stórskotaárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn að því er óstaðfestar fregnir af svæðinu herma. „Við vitum í rauninni ekki annað en það að orðrómur er uppi um að Íslendingur hafi fallið í Sýrlandi og það er verið að kanna hvort hann eigi við rök að styðjast,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við Stöð 2. Greint var fyrst frá málinu á Twitter í dag en þar er maðurinn sagður hafa gengið til liðs við YPG í gegnum gríska anarkistahópinn RUIS. Kúrdiskir og tyrkneskir vefmiðlar hafa í dag birt myndir af Íslendingnum vopnum búnum og í herklæðum. Að sögn Sveins hefur utanríkisráðuneytið ekki áður fengið spurn af Íslendingum í Sýrlandi en samkvæmt heimildum fréttastofu heyrði fjölskylda mannsins fyrst af málinu í gegnum samfélagsmiðla í dag. „Við höfum annars vegar verið í sambandi við ræðismenn Íslands í Tyrklandi og hins vegar við alþjóðadeild lögreglunnar, þetta eru eins og sakir standa þær leiðir sem við beitum til þess að grennslast fyrir um þetta mál,“ segir Sveinn. Kúrdar segjast eiga í átökum annars vegar við Tyrklandsher og hinsvegar við hryðjuverkasamtökin ISIS en Tyrkir hafa fagnað sókn hersins inn í héraðið. Erfitt er að fá staðfestar upplýsingar af átökum á svæðinu en stríðandi fylkingar og stuðningsmenn þeirra halda uppi öflugum áróðursmiðlum. „Allar upplýsingar höfum við úr fjölmiðlum og þær hafa ekki verið staðfestar með formlegum hætti,“ segir Sveinn. „Á meðan svo er sláum við engu föstu.“ Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Sjá meira
Utanríkisráðuneytið kannar nú orðróm þess efnis að Íslendingur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Upplýsingar um andlát mannsins hafa gengið um samfélagsmiðla í dag en þar er hann sagður hafa fallið í stórskotaárás Tyrkja í Afrin-héraði í Sýrlandi, skammt frá landamærum Tyrklands. Þar til nú hefur utanríkisráðuneytið ekki fengið spurn af Íslendingum stöddum í Sýrlandi að sögn fjölmiðlafulltrúa ráðuneytisins. Afrin-hérað er á landamærum Tyrklands og Sýrlands en sókn Tyrkja inn í héraðið hefur staðið yfir frá því í janúar. Íslendingurinn er sagður hafa barist með YPG-liðum, hersveit sýrlenskra Kúrda, en hann hafi látist í stórskotaárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn að því er óstaðfestar fregnir af svæðinu herma. „Við vitum í rauninni ekki annað en það að orðrómur er uppi um að Íslendingur hafi fallið í Sýrlandi og það er verið að kanna hvort hann eigi við rök að styðjast,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við Stöð 2. Greint var fyrst frá málinu á Twitter í dag en þar er maðurinn sagður hafa gengið til liðs við YPG í gegnum gríska anarkistahópinn RUIS. Kúrdiskir og tyrkneskir vefmiðlar hafa í dag birt myndir af Íslendingnum vopnum búnum og í herklæðum. Að sögn Sveins hefur utanríkisráðuneytið ekki áður fengið spurn af Íslendingum í Sýrlandi en samkvæmt heimildum fréttastofu heyrði fjölskylda mannsins fyrst af málinu í gegnum samfélagsmiðla í dag. „Við höfum annars vegar verið í sambandi við ræðismenn Íslands í Tyrklandi og hins vegar við alþjóðadeild lögreglunnar, þetta eru eins og sakir standa þær leiðir sem við beitum til þess að grennslast fyrir um þetta mál,“ segir Sveinn. Kúrdar segjast eiga í átökum annars vegar við Tyrklandsher og hinsvegar við hryðjuverkasamtökin ISIS en Tyrkir hafa fagnað sókn hersins inn í héraðið. Erfitt er að fá staðfestar upplýsingar af átökum á svæðinu en stríðandi fylkingar og stuðningsmenn þeirra halda uppi öflugum áróðursmiðlum. „Allar upplýsingar höfum við úr fjölmiðlum og þær hafa ekki verið staðfestar með formlegum hætti,“ segir Sveinn. „Á meðan svo er sláum við engu föstu.“
Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Sjá meira