Valgerður: Ég hikaði ekki við að segja já Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2018 19:30 Valgerður er brött og klár í stóra slaginn. Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. Það var í lok síðustu viku sem símtalið kom að utan hvort Valgerður væri tilbúinn að berjast við hina norsku Katarinu Thanderz um alþjóðlegt belti hjá WBC hnefaleikasambandinu. Hún hélt nú það og mætir brött til leiks þrátt fyrir takmarkaðan undirbúning. Hún var þó eðlilega hissa er símtalið kom. „Þetta var gott sjokk. Ég átti engan veginn von á þessu en ég hikaði ekki við að segja já. Það hefur ekki verið efi í mínum huga síðan. Þetta er töluvert stærra en ég hafði hugsað mér á næstunni miðað við minn feril enda búin með þrjá bardaga,“ segir Valgerður ákveðin en hún ætlar sér að nýta tækifærið. „Ég tel mig ráða vel við þetta. Þetta verður stökk fyrir mig upp um gæðaflokk. Ég mun samt halda mig við mína leikáætlun. Ég hef verið að vinna í hlutum sem ég tel að muni henta mjög vel í þessum bardaga. Ég hlakka til að sýna að ég hafi bætt mig síðan síðast.“ Umboðsmaður Valgerður, Guðjón Vilhelm, segir að Valgerður sé nokkuð langt á undan áætlun að fara í titilbardaga núna en hann er samt ekki hissa á því að leitað hafi verið til sinnar konu. „Ég myndi segja að hún væri einu og hálfu ári á undan áætlun. Þetta er samt engin tilviljun út frá því sem hún hefur verið að gera. Það er samt heppni að hluta að vera kominn hingað núna. Hún er samt búin að vinna fyrir því með frammistöðu sinni,“ segir Guðjón sem hefur tröllatrú á Valgerði og segir að hún eigi eftir að koma á óvart í Osló. „Ég er eiginlega sannfærður um að Valgerður er tilbúin í þetta. Hún er það sterk andlega. Er líka mikil reglumanneskja og mikill íþróttamaður. Hún er klár í þetta ég er sannfærður um það,“ segir umboðsmaðurinn og bætir við að Thanderz sé góður mótherji fyrir Valgerði. „Þessi stelpa hentar henni. Stíllinn hjá Katarinu hentar Valgerði og éf hef fulla trú á því að Valgerður eigi eftir að koma verulega á óvart þetta kvöld. Ég er að vona að Valgerður verði búin að rota hana í þriðju eða fjórðu lotu. Það er mín ósk. Hún hefur það sem þarf til að slá hana niður og rota hana.“ Box Tengdar fréttir Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. Það var í lok síðustu viku sem símtalið kom að utan hvort Valgerður væri tilbúinn að berjast við hina norsku Katarinu Thanderz um alþjóðlegt belti hjá WBC hnefaleikasambandinu. Hún hélt nú það og mætir brött til leiks þrátt fyrir takmarkaðan undirbúning. Hún var þó eðlilega hissa er símtalið kom. „Þetta var gott sjokk. Ég átti engan veginn von á þessu en ég hikaði ekki við að segja já. Það hefur ekki verið efi í mínum huga síðan. Þetta er töluvert stærra en ég hafði hugsað mér á næstunni miðað við minn feril enda búin með þrjá bardaga,“ segir Valgerður ákveðin en hún ætlar sér að nýta tækifærið. „Ég tel mig ráða vel við þetta. Þetta verður stökk fyrir mig upp um gæðaflokk. Ég mun samt halda mig við mína leikáætlun. Ég hef verið að vinna í hlutum sem ég tel að muni henta mjög vel í þessum bardaga. Ég hlakka til að sýna að ég hafi bætt mig síðan síðast.“ Umboðsmaður Valgerður, Guðjón Vilhelm, segir að Valgerður sé nokkuð langt á undan áætlun að fara í titilbardaga núna en hann er samt ekki hissa á því að leitað hafi verið til sinnar konu. „Ég myndi segja að hún væri einu og hálfu ári á undan áætlun. Þetta er samt engin tilviljun út frá því sem hún hefur verið að gera. Það er samt heppni að hluta að vera kominn hingað núna. Hún er samt búin að vinna fyrir því með frammistöðu sinni,“ segir Guðjón sem hefur tröllatrú á Valgerði og segir að hún eigi eftir að koma á óvart í Osló. „Ég er eiginlega sannfærður um að Valgerður er tilbúin í þetta. Hún er það sterk andlega. Er líka mikil reglumanneskja og mikill íþróttamaður. Hún er klár í þetta ég er sannfærður um það,“ segir umboðsmaðurinn og bætir við að Thanderz sé góður mótherji fyrir Valgerði. „Þessi stelpa hentar henni. Stíllinn hjá Katarinu hentar Valgerði og éf hef fulla trú á því að Valgerður eigi eftir að koma verulega á óvart þetta kvöld. Ég er að vona að Valgerður verði búin að rota hana í þriðju eða fjórðu lotu. Það er mín ósk. Hún hefur það sem þarf til að slá hana niður og rota hana.“
Box Tengdar fréttir Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16