Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2018 08:26 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, nýtur trausts Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eins og fram kom á þingi í gær. Samfylkingin og Píratar hafa hins vegar lagt fram vantrauststillögu gegn ráðherranum. vísir/hanna Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum. Stjórnarandstöðuflokkarnir fimm funduðu um vantraust á ráðherrann í gær og veltu því upp hvort allir flokkarnir ættu að standa sameiginlega að tillögu um slíkt. Úr því verður ekki heldur leggja Samfylkingin og Píratar fram tillöguna en reikna má með að þorri þingmanna stjórnarandstöðunnar styðji vantraust á Sigríði. Óljóst er hvað þingmenn Flokks fólksins gera en Inga Sæland, formaður flokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að flokkurinn vildi stíga varlega til jarðar og ekki taka neinar afgerandi ákvarðanir fyrr en að niðurstaða Hæstaréttar í dómsmáli sem snýr að vanhæfi Arnfríðar Einarsdóttur, Landsréttardómara, liggur fyrir. Þá er spurning hvort einhverjir stjórnarliðar styðji slíka tillögu, en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lýsti því yfir á þingi í gær að hún bæri fullt traust til allra ráðherra í ríkisstjórn, þar á meðal Sigríðar Andersen. Tillagan var send inn til skrifstofu Alþingis skömmu fyrir miðnætti í nótt. Hvenær tillagan verður tekin fyrir liggur er ekki ljóst en gera má ráð fyrir að Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, fundi með forsvarasmönnum flokkanna á þingi nú í morgunsárið en hefð er fyrir því að vantrauststillögur séu teknar á dagskrá við fyrsta tækifæri. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að dómsmálaráðherra hefði brotið gegn stjórnsýslulögum með skipan fimmtán dómara í Landsrétt. Var ríkið dæmt til að greiða tveimur dómurum miskabætur vegna málsins en þeir voru á meðal fjögurra dómara sem metnir voru hæfastir af dómnefnd en ráðherra skipti út fyrir aðra. Hinir dómararnir tveir sem skipt var út hafa einnig höfðað mál gegn ríkinu.Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum. Stjórnarandstöðuflokkarnir fimm funduðu um vantraust á ráðherrann í gær og veltu því upp hvort allir flokkarnir ættu að standa sameiginlega að tillögu um slíkt. Úr því verður ekki heldur leggja Samfylkingin og Píratar fram tillöguna en reikna má með að þorri þingmanna stjórnarandstöðunnar styðji vantraust á Sigríði. Óljóst er hvað þingmenn Flokks fólksins gera en Inga Sæland, formaður flokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að flokkurinn vildi stíga varlega til jarðar og ekki taka neinar afgerandi ákvarðanir fyrr en að niðurstaða Hæstaréttar í dómsmáli sem snýr að vanhæfi Arnfríðar Einarsdóttur, Landsréttardómara, liggur fyrir. Þá er spurning hvort einhverjir stjórnarliðar styðji slíka tillögu, en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lýsti því yfir á þingi í gær að hún bæri fullt traust til allra ráðherra í ríkisstjórn, þar á meðal Sigríðar Andersen. Tillagan var send inn til skrifstofu Alþingis skömmu fyrir miðnætti í nótt. Hvenær tillagan verður tekin fyrir liggur er ekki ljóst en gera má ráð fyrir að Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, fundi með forsvarasmönnum flokkanna á þingi nú í morgunsárið en hefð er fyrir því að vantrauststillögur séu teknar á dagskrá við fyrsta tækifæri. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að dómsmálaráðherra hefði brotið gegn stjórnsýslulögum með skipan fimmtán dómara í Landsrétt. Var ríkið dæmt til að greiða tveimur dómurum miskabætur vegna málsins en þeir voru á meðal fjögurra dómara sem metnir voru hæfastir af dómnefnd en ráðherra skipti út fyrir aðra. Hinir dómararnir tveir sem skipt var út hafa einnig höfðað mál gegn ríkinu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00
„Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21