Af fimbulfambi, slysasleppingum og íslensku sauðkindinni Jón Þór Ólason skrifar 6. mars 2018 07:00 Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, fer mikinn í grein í Fréttablaðinu þann 28. febrúar sl., vopnaður lýsingarorðum og tilvísunum er rekja má til fallins forseta Bandaríkjanna og Hávamála. Er ljóst að formaðurinn er með böggum hildar sökum þess að ritstjóra Fréttablaðsins varð það á að skrifa leiðara um slysasleppingar úr laxeldi og vekja athygli á þeirri staðreynd að gríðarleg áhætta er til staðar fyrir íslenska laxastofninn og íslenska náttúru. Glæpur ritstjórans virðist vera sá að málflutningurinn fellur ekki að þeirri ímynd sem formaðurinn hefur leitast við að draga upp af laxeldi í sjókvíum. Sú aðferðafræði er Einar beitir í þeirri rökræðu er alþekkt, þ.e. að draga fram strax í upphafi einhverja ranga fullyrðingu fram hjá ritstjóranum, sem í þessu tilviki var sú að Einar var titlaður framkvæmdarstjóri í greininni en ekki formaður stjórnar, og fullyrða svo í framhaldinu að slík ónákvæmni sé einkennandi fyrir málatilbúnað ritstjórans og því sé ekki á honum byggjandi. Leiðarinn í heild sinni var langt frá því að vera eitthvert fimbulfamb.Náttúran njóti vafans Einar er mjög ósáttur við samlíkingu ritstjórans á laxeldi og innflutningi á norskum kindum, sem honum finnst raunar svo fráleit að hann spyrðir við tvö upphrópunarmerki. Ég virðist hins vegar tilheyra sama málfundafélagi og ritstjórinn því mér finnst hún eiga fullkomlega við, því barátta okkar snýr að því að vernda íslenska náttúru og þar á meðal hinn einstaka íslenska laxastofn sem synt hefur á móti straumi til hrygningar í íslenskum vatnsföllum í 10.000 ár. Ég vil láta náttúruna njóta vafans og vernda genamengi villta laxins. Það er fullljóst með hliðsjón af reynslu annarra þjóða hér um, að innflutningur á erlendum frjóum fiski til laxeldis mun leiða til erfðablöndunar auk þess sem laxeldi fylgja ýmsir sjúkdómar sem óþekktir eru í íslenska laxinum. Til samanburðar liggur fyrir að það voru gerðar tilraunir með innflutning á sauðfé frá Evrópu sem höfðu skelfilegar afleiðingar fyrir íslenska sauðfjárstofninn enda báru hinir erlendu sauðfjárstofnar með sér ýmsa sjúkdóma sem áður voru óþekktir hér á landi, svo sem fjárkláða, mæðiveiki, riðu, garnaveiki o.fl. Þessi samlíking með sauðkindina er því nú ekki fráleitari en svo að þarna má einmitt finna mikil líkindi. Því virðist oft vera haldið fram að laxeldi sé ný atvinnugrein á Íslandi en svo er nú svo sannarlega ekki eins og ég komst raunar að þegar ég nam gjaldþrotaskiptarétt við lagadeild Háskóla Íslands. Saga laxeldis hefur verið saga væntinga og vonbrigða. Raunar ætti saga laxeldis við strendur Íslands að vera stjórnvöldum og öllum öðrum er láta sig mál þessi varða viðvörun um þá miklu áhættu sem þessari atvinnugrein er búin. Nú hafa hins væntingarnar um gróðavon náð nýjum hæðum og laxeldismenn fullyrða að nú sé öldin önnur og allur búnaður uppfylli ströngustu kröfur. Hið ætlaða fimbulfamb ritstjórans má m.a. rekja til þess tjóns er varð á tveimur eldiskvíum Arnarlax í Arnarfirði og Tálknafirði. Virðist óumdeilt að um 194 þúsund laxar voru í eldiskvínni í Tálknafirði og af þeim hafi drepist um 53 þúsund laxar eða samtals um 160 tonn af laxi. Til að setja þetta í samhengi við hinn villta íslenska laxastofn, þá er hrygningarstofninn talinn vera á bilinu 33-50.000 laxar og ef miðað er við algengt veiðihlutfall, sem er um 60%, þá ganga rúmlega 80 þúsund villtir laxar í íslenskar ár á hverju sumri. Er það nema von að menn fari upp á afturlappirnar.Slysasleppingar óhjákvæmilegar Það er sama hvort litið er til Noregs, Skotlands, Kanada eða Chile reynslan sýnir að slysasleppingar eru óhjákvæmilegar í öllu opnu sjókvíaeldi, sama hvað viljinn er góður. Tilvísun Einars í greininni, um að slysasleppingum í Noregi hafi fækkað verulega, er hjákátleg í ljósi þess að bara í febrúarmánuði var greint frá því í fréttum að langstærsta laxeldisfyrirtæki Noregs, Marine Harvest, hefði lent í hremmingum vegna slysasleppinga. Þannig hefðu 54 þúsund laxar sloppið úr kví í Þrændalögum auk þess sem uppgötvast hefði stórt gat á nót í eldiskví fyrirtækisins í Austvika í Flatanger en í nótinni hefðu verið 138 þúsund laxar. Ekki lá þó fyrir hve margir laxar hefðu sloppið þar. Vænti ég þess að þær kvíar sem eru í notkun hjá Marine Harvest séu síst verri búnaður en notaður er hérlendis. Það að halda því fram að sjókvíaeldi á laxi sé unnt að stunda í góðri sátt við náttúruna er fimbulfamb.Höfundur er formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, fer mikinn í grein í Fréttablaðinu þann 28. febrúar sl., vopnaður lýsingarorðum og tilvísunum er rekja má til fallins forseta Bandaríkjanna og Hávamála. Er ljóst að formaðurinn er með böggum hildar sökum þess að ritstjóra Fréttablaðsins varð það á að skrifa leiðara um slysasleppingar úr laxeldi og vekja athygli á þeirri staðreynd að gríðarleg áhætta er til staðar fyrir íslenska laxastofninn og íslenska náttúru. Glæpur ritstjórans virðist vera sá að málflutningurinn fellur ekki að þeirri ímynd sem formaðurinn hefur leitast við að draga upp af laxeldi í sjókvíum. Sú aðferðafræði er Einar beitir í þeirri rökræðu er alþekkt, þ.e. að draga fram strax í upphafi einhverja ranga fullyrðingu fram hjá ritstjóranum, sem í þessu tilviki var sú að Einar var titlaður framkvæmdarstjóri í greininni en ekki formaður stjórnar, og fullyrða svo í framhaldinu að slík ónákvæmni sé einkennandi fyrir málatilbúnað ritstjórans og því sé ekki á honum byggjandi. Leiðarinn í heild sinni var langt frá því að vera eitthvert fimbulfamb.Náttúran njóti vafans Einar er mjög ósáttur við samlíkingu ritstjórans á laxeldi og innflutningi á norskum kindum, sem honum finnst raunar svo fráleit að hann spyrðir við tvö upphrópunarmerki. Ég virðist hins vegar tilheyra sama málfundafélagi og ritstjórinn því mér finnst hún eiga fullkomlega við, því barátta okkar snýr að því að vernda íslenska náttúru og þar á meðal hinn einstaka íslenska laxastofn sem synt hefur á móti straumi til hrygningar í íslenskum vatnsföllum í 10.000 ár. Ég vil láta náttúruna njóta vafans og vernda genamengi villta laxins. Það er fullljóst með hliðsjón af reynslu annarra þjóða hér um, að innflutningur á erlendum frjóum fiski til laxeldis mun leiða til erfðablöndunar auk þess sem laxeldi fylgja ýmsir sjúkdómar sem óþekktir eru í íslenska laxinum. Til samanburðar liggur fyrir að það voru gerðar tilraunir með innflutning á sauðfé frá Evrópu sem höfðu skelfilegar afleiðingar fyrir íslenska sauðfjárstofninn enda báru hinir erlendu sauðfjárstofnar með sér ýmsa sjúkdóma sem áður voru óþekktir hér á landi, svo sem fjárkláða, mæðiveiki, riðu, garnaveiki o.fl. Þessi samlíking með sauðkindina er því nú ekki fráleitari en svo að þarna má einmitt finna mikil líkindi. Því virðist oft vera haldið fram að laxeldi sé ný atvinnugrein á Íslandi en svo er nú svo sannarlega ekki eins og ég komst raunar að þegar ég nam gjaldþrotaskiptarétt við lagadeild Háskóla Íslands. Saga laxeldis hefur verið saga væntinga og vonbrigða. Raunar ætti saga laxeldis við strendur Íslands að vera stjórnvöldum og öllum öðrum er láta sig mál þessi varða viðvörun um þá miklu áhættu sem þessari atvinnugrein er búin. Nú hafa hins væntingarnar um gróðavon náð nýjum hæðum og laxeldismenn fullyrða að nú sé öldin önnur og allur búnaður uppfylli ströngustu kröfur. Hið ætlaða fimbulfamb ritstjórans má m.a. rekja til þess tjóns er varð á tveimur eldiskvíum Arnarlax í Arnarfirði og Tálknafirði. Virðist óumdeilt að um 194 þúsund laxar voru í eldiskvínni í Tálknafirði og af þeim hafi drepist um 53 þúsund laxar eða samtals um 160 tonn af laxi. Til að setja þetta í samhengi við hinn villta íslenska laxastofn, þá er hrygningarstofninn talinn vera á bilinu 33-50.000 laxar og ef miðað er við algengt veiðihlutfall, sem er um 60%, þá ganga rúmlega 80 þúsund villtir laxar í íslenskar ár á hverju sumri. Er það nema von að menn fari upp á afturlappirnar.Slysasleppingar óhjákvæmilegar Það er sama hvort litið er til Noregs, Skotlands, Kanada eða Chile reynslan sýnir að slysasleppingar eru óhjákvæmilegar í öllu opnu sjókvíaeldi, sama hvað viljinn er góður. Tilvísun Einars í greininni, um að slysasleppingum í Noregi hafi fækkað verulega, er hjákátleg í ljósi þess að bara í febrúarmánuði var greint frá því í fréttum að langstærsta laxeldisfyrirtæki Noregs, Marine Harvest, hefði lent í hremmingum vegna slysasleppinga. Þannig hefðu 54 þúsund laxar sloppið úr kví í Þrændalögum auk þess sem uppgötvast hefði stórt gat á nót í eldiskví fyrirtækisins í Austvika í Flatanger en í nótinni hefðu verið 138 þúsund laxar. Ekki lá þó fyrir hve margir laxar hefðu sloppið þar. Vænti ég þess að þær kvíar sem eru í notkun hjá Marine Harvest séu síst verri búnaður en notaður er hérlendis. Það að halda því fram að sjókvíaeldi á laxi sé unnt að stunda í góðri sátt við náttúruna er fimbulfamb.Höfundur er formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og lögmaður
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar