Streita og álag hrekur konur af vinnumarkaði Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. mars 2018 08:00 Ein skýringin á því að konum í veikindaleyfi fjölgar er sú að álagið á kvennastéttir, svo sem sjúkraliða eða hjúkrunarfræðinga, sé allt of mikið. VÍSIR/VILHELM „Fjöldinn fór minnkandi í aðdraganda hrunsins og svo jókst hann í kjölfar hrunsins. Án frekari greiningar hjá okkur er erfitt að draga einhverjar ályktanir en það vakna spurningar um hvort niðurskurður bæði hjá fyrirtækjum og hinu opinbera hafi ekki valdið meira álagi hjá kvennastéttum en karlastéttum og valdi þar af leiðandi meiri streitu og auknum veikindum hjá konum,“ segir Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá ASÍ. Fjöldi kvenna, sem eru utan vinnumarkaðar vegna veikinda eða annarra ástæðna sem gera þær ófærar til vinnu, hefur fjórfaldast frá því á þriðja ársfjórðungi ársins 2010. Þá voru 900 konur tímabundið utan vinnumarkaðar, en á þriðja ársfjórðungi 2017 voru þær 3.800. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ASÍ um vinnumarkaðinn. Þar kemur líka fram að frá þriðja ársfjórðungi 2016 til þriðja ársfjórðungs 2017 fjölgaði konum, sem eru veikar eða tímabundið ófærar til vinnu, úr 2.100 í 3.800 og körlum fjölgaði úr 1.300 í 2.200.Ellen CalmonÍ skýrslunni kemur fram að konur eru 66 prósent þeirra sem sótt hafa þjónustu VIRK en karlar eru 34 prósent. Hlutverk VIRK er að aðstoða fólk sem dottið hefur út af vinnumarkaði í kjölfar veikinda, slysa eða annarra áfalla við að endurheimta getu og hæfni til þátttöku á vinnumarkaði. Umfang starfseminnar hefur aukist mikið á síðustu árum og í fyrra bættust 1.854 einstaklingar á skrá hjá VIRK. Ellen Calmon, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalagsins, er líka með ákveðnar kenningar, sem hún tekur þó fram að séu ekki allar vísindalega sannaðar. „Lægstu laun á vinnumarkaði eru allt of lág og konur í láglaunastörfum og þá sérstaklega í umönnunarstörfum, svo sem sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar, leikskólakennarar og ófaglært starfsfólk á leikskólum, eru með allt of lág laun og það gerir það að verkum að það eru fáir bara í 100 prósent störfum. Fólk er að stunda tvö til þrjú launuð störf til að hafa ofan í sig og á. Það þarf að hækka lægstu laun og húsnæðisverð er allt of hátt. Þetta gerir það að verkum að fólk með lægstu launin og þá sérstaklega konur eru einfaldlega að vinna frá sér heilsuna,“ segir Ellen. Hún bendir á að flestir þeir sem detta út af vinnumarkaði séu með einhvers konar geðraskanir og svo stoðkerfissjúkdóma. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
„Fjöldinn fór minnkandi í aðdraganda hrunsins og svo jókst hann í kjölfar hrunsins. Án frekari greiningar hjá okkur er erfitt að draga einhverjar ályktanir en það vakna spurningar um hvort niðurskurður bæði hjá fyrirtækjum og hinu opinbera hafi ekki valdið meira álagi hjá kvennastéttum en karlastéttum og valdi þar af leiðandi meiri streitu og auknum veikindum hjá konum,“ segir Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá ASÍ. Fjöldi kvenna, sem eru utan vinnumarkaðar vegna veikinda eða annarra ástæðna sem gera þær ófærar til vinnu, hefur fjórfaldast frá því á þriðja ársfjórðungi ársins 2010. Þá voru 900 konur tímabundið utan vinnumarkaðar, en á þriðja ársfjórðungi 2017 voru þær 3.800. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ASÍ um vinnumarkaðinn. Þar kemur líka fram að frá þriðja ársfjórðungi 2016 til þriðja ársfjórðungs 2017 fjölgaði konum, sem eru veikar eða tímabundið ófærar til vinnu, úr 2.100 í 3.800 og körlum fjölgaði úr 1.300 í 2.200.Ellen CalmonÍ skýrslunni kemur fram að konur eru 66 prósent þeirra sem sótt hafa þjónustu VIRK en karlar eru 34 prósent. Hlutverk VIRK er að aðstoða fólk sem dottið hefur út af vinnumarkaði í kjölfar veikinda, slysa eða annarra áfalla við að endurheimta getu og hæfni til þátttöku á vinnumarkaði. Umfang starfseminnar hefur aukist mikið á síðustu árum og í fyrra bættust 1.854 einstaklingar á skrá hjá VIRK. Ellen Calmon, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalagsins, er líka með ákveðnar kenningar, sem hún tekur þó fram að séu ekki allar vísindalega sannaðar. „Lægstu laun á vinnumarkaði eru allt of lág og konur í láglaunastörfum og þá sérstaklega í umönnunarstörfum, svo sem sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar, leikskólakennarar og ófaglært starfsfólk á leikskólum, eru með allt of lág laun og það gerir það að verkum að það eru fáir bara í 100 prósent störfum. Fólk er að stunda tvö til þrjú launuð störf til að hafa ofan í sig og á. Það þarf að hækka lægstu laun og húsnæðisverð er allt of hátt. Þetta gerir það að verkum að fólk með lægstu launin og þá sérstaklega konur eru einfaldlega að vinna frá sér heilsuna,“ segir Ellen. Hún bendir á að flestir þeir sem detta út af vinnumarkaði séu með einhvers konar geðraskanir og svo stoðkerfissjúkdóma.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira