Tími framkvæmda til árangurs er núna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 5. mars 2018 11:00 Ég var þátttakandi á málþingi Öryrkjabandalags Íslands í síðustu viku um þann mikilvæga málaflokk sérskóla - kosti og galla. Á málþinginu var umræðan tekin út frá ólíkum sjónarhornum þeirra sem eru þátttakendur í skólakerfinu með einum eða öðrum hætti. Það sem sameinaði umræðuna og kristallaðist í allri umræðunni þrátt fyrir ólík sjónarmið var mikilvægi þess að velferð barna og ungmenna væru sett í fyrsta sæti. Alltaf. Og öll ekki bara sum. Það er stóra málið. Menntun án aðgreiningar og sérskólar eru hluti af sama kerfinu og var fagnaðarefni að menntamálaráðherra taldi mikilvægt að styðja við báða þessa valmöguleika. Að mikilvægt væri að stutt væri betur við skólakerfið, þá valmöguleika sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að gera betur. Við erum á stórum tímamótum um næstu skref og því skiptir máli að vanda til verka, ígrunda og fara áfram. Ekki bara stoppa upp í göt og eyður í kerfinu til að bjarga málum. Við verðum að fara markvisst í að velta við öllum steinum kerfisins. Endurraða púslinu og taka alla þætti með í uppröðuninni. Fjármagn jafnt sem stefnuna, hlutverk kennarans jafnt sem stoðkerfisins. Taka umræðuna um sérskóla áfram samhliða stefnumótuninni um menntun án aðgreiningar og veita stuðning til framkvæmdar. Það liggur nokkuð ljóst fyrir hvað er að og á því þarf að fara að taka. Hlutverk kennarans þarf að fara saman við þá sérfræðiþekkingu sem kennari býr yfir. Það þýðir að kennari getur ekki verið í stöðu sjálfræðingsins, sérkennarans, þroskajálfans og fleiri fagstétta bara vegna þess að hann er aðal. Kennarinn er aðal en fagstéttirnar sem hér hafa verið nefndar eru vaxandi stærð í menginu skóli. Börn og ungmenni glíma við flóknari veruleika með hverjum deginum og utanaðkomandi áreiti af ýmsum toga hafa áhrif á líðan þeirra. Við því verðum við sem samfélag að bregðast. Marga greinir á um hlutverk skólans almennt. Og vilja einangra skólann við hreina og beina kennslu á meðan aðrir vilja einmitt sjá skólann taka betur utan um þarfir þeirra sem dvelja þar meirihluta sólarhringsins án þess að taka um það ákvörðun sjálf í 10 ár. Sjálfri hugnast mér betur seinni kosturinn. Ég tel hann vænlegri fyrir okkur öll til lengri tíma. Við þurfum að hlúa að æskunni og tryggja velferð þeirra með öllum tiltækum ráðum. Skólinn er dýrmæt stofnun og hefur gríðarleg áhrif á alla sem þar dvelja það þekkjum við öll. Ný hugsun, nýtt fyrirkomulag sem býður upp á öflugra faglegra starf í skólunum okkar mun leiða af sér árangur. Faglegt starf þar sem allar fagstéttir sem hafa aðkomu að börnum og ungmennum sameinast um verkefnið velferð barna og ungmenna. Betri líðan barna og ungmenna sem leiðir af sér betri framvindu í námi þannig er það bara.Höfundur er skólamanneskja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Ég var þátttakandi á málþingi Öryrkjabandalags Íslands í síðustu viku um þann mikilvæga málaflokk sérskóla - kosti og galla. Á málþinginu var umræðan tekin út frá ólíkum sjónarhornum þeirra sem eru þátttakendur í skólakerfinu með einum eða öðrum hætti. Það sem sameinaði umræðuna og kristallaðist í allri umræðunni þrátt fyrir ólík sjónarmið var mikilvægi þess að velferð barna og ungmenna væru sett í fyrsta sæti. Alltaf. Og öll ekki bara sum. Það er stóra málið. Menntun án aðgreiningar og sérskólar eru hluti af sama kerfinu og var fagnaðarefni að menntamálaráðherra taldi mikilvægt að styðja við báða þessa valmöguleika. Að mikilvægt væri að stutt væri betur við skólakerfið, þá valmöguleika sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að gera betur. Við erum á stórum tímamótum um næstu skref og því skiptir máli að vanda til verka, ígrunda og fara áfram. Ekki bara stoppa upp í göt og eyður í kerfinu til að bjarga málum. Við verðum að fara markvisst í að velta við öllum steinum kerfisins. Endurraða púslinu og taka alla þætti með í uppröðuninni. Fjármagn jafnt sem stefnuna, hlutverk kennarans jafnt sem stoðkerfisins. Taka umræðuna um sérskóla áfram samhliða stefnumótuninni um menntun án aðgreiningar og veita stuðning til framkvæmdar. Það liggur nokkuð ljóst fyrir hvað er að og á því þarf að fara að taka. Hlutverk kennarans þarf að fara saman við þá sérfræðiþekkingu sem kennari býr yfir. Það þýðir að kennari getur ekki verið í stöðu sjálfræðingsins, sérkennarans, þroskajálfans og fleiri fagstétta bara vegna þess að hann er aðal. Kennarinn er aðal en fagstéttirnar sem hér hafa verið nefndar eru vaxandi stærð í menginu skóli. Börn og ungmenni glíma við flóknari veruleika með hverjum deginum og utanaðkomandi áreiti af ýmsum toga hafa áhrif á líðan þeirra. Við því verðum við sem samfélag að bregðast. Marga greinir á um hlutverk skólans almennt. Og vilja einangra skólann við hreina og beina kennslu á meðan aðrir vilja einmitt sjá skólann taka betur utan um þarfir þeirra sem dvelja þar meirihluta sólarhringsins án þess að taka um það ákvörðun sjálf í 10 ár. Sjálfri hugnast mér betur seinni kosturinn. Ég tel hann vænlegri fyrir okkur öll til lengri tíma. Við þurfum að hlúa að æskunni og tryggja velferð þeirra með öllum tiltækum ráðum. Skólinn er dýrmæt stofnun og hefur gríðarleg áhrif á alla sem þar dvelja það þekkjum við öll. Ný hugsun, nýtt fyrirkomulag sem býður upp á öflugra faglegra starf í skólunum okkar mun leiða af sér árangur. Faglegt starf þar sem allar fagstéttir sem hafa aðkomu að börnum og ungmennum sameinast um verkefnið velferð barna og ungmenna. Betri líðan barna og ungmenna sem leiðir af sér betri framvindu í námi þannig er það bara.Höfundur er skólamanneskja.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar