Valgerður verður í titilbardaga í Osló Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2018 10:16 Valgerður hefur slegið í gegn í hnefaleikaheiminum og fær nú risatækifæri. john terje pedersen Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. Þar mun Valgerður mæta hinni norsku Katarina Thanderz en hún hefur aldrei tapað í sjö bardögum. Valgerður hefur unnið alla sína þrjá bardaga á atvinnumannaferlinum. Thanderz átti að berjast um titilinn gegn hinni frönsku Toussy L'Hadji en hún varð að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Hófst þá leit að boxara til að fylla hennar skarð. Valgerður var á meðal þeirra sem leitað var til og hún fær bardagann. Þetta er að sjálfsögðu bæði óvænt og einstakt tækifæri fyrir Valgerði en þessi bardagi verður aðalbardagi kvöldsins á stóru hnefaleikakvöldi.Valgerður fagnar einum af sínum sigrum.christian hestnæsBeltið sem hún er að fara að keppa um er kallað „International title“ og er næststærsta beltið sem hægt er að keppa um hjá WBC sem er eitt af þremur stærstu hnefaleikasamböndum heims. Mikil hefð hefur myndast í Noregi fyrir öflugum hnefaleikakonum. Á toppnum þar trónir Cecilia Brækhus sem er ríkjandi heimsmeistari í fimm hnefaleikasamböndum. Cecilia er súperstjarna í heimalandi sínu, sem og í hnefaleikaheiminum öllum. Hún er ósigruð í 32 atvinnubardögum og hefur jafnframt afar góða og markaðsvæna ímynd. Í kjölfar Ceciliu hafa fjölmargar norskar hnefaleikakonur ruðst fram á sjónarsviðið og er Katarina Thanderz sú sem er næst í röðinni á eftir henni. Hún er 29 ára gömul og ósigruð í sínum 7 atvinnubardögum til þessa. Það er því nokkuð ljóst að veðbankarnir munu telja hana sigurstranglegri. Box Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira
Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. Þar mun Valgerður mæta hinni norsku Katarina Thanderz en hún hefur aldrei tapað í sjö bardögum. Valgerður hefur unnið alla sína þrjá bardaga á atvinnumannaferlinum. Thanderz átti að berjast um titilinn gegn hinni frönsku Toussy L'Hadji en hún varð að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Hófst þá leit að boxara til að fylla hennar skarð. Valgerður var á meðal þeirra sem leitað var til og hún fær bardagann. Þetta er að sjálfsögðu bæði óvænt og einstakt tækifæri fyrir Valgerði en þessi bardagi verður aðalbardagi kvöldsins á stóru hnefaleikakvöldi.Valgerður fagnar einum af sínum sigrum.christian hestnæsBeltið sem hún er að fara að keppa um er kallað „International title“ og er næststærsta beltið sem hægt er að keppa um hjá WBC sem er eitt af þremur stærstu hnefaleikasamböndum heims. Mikil hefð hefur myndast í Noregi fyrir öflugum hnefaleikakonum. Á toppnum þar trónir Cecilia Brækhus sem er ríkjandi heimsmeistari í fimm hnefaleikasamböndum. Cecilia er súperstjarna í heimalandi sínu, sem og í hnefaleikaheiminum öllum. Hún er ósigruð í 32 atvinnubardögum og hefur jafnframt afar góða og markaðsvæna ímynd. Í kjölfar Ceciliu hafa fjölmargar norskar hnefaleikakonur ruðst fram á sjónarsviðið og er Katarina Thanderz sú sem er næst í röðinni á eftir henni. Hún er 29 ára gömul og ósigruð í sínum 7 atvinnubardögum til þessa. Það er því nokkuð ljóst að veðbankarnir munu telja hana sigurstranglegri.
Box Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira