Erlent

Réttarhöld hafin yfir einum af nánustu ráðgjöfum páfans

Birgir Olgeirsson skrifar
George Pell á leið í réttarsal í Ástralíu.
George Pell á leið í réttarsal í Ástralíu. Vísir/AFP
Fjármálaráðherra Vatíkansins mætti í réttarsal í Ástralíu í dag þar sem réttað verður yfir honum vegna ásakana um margvísleg kynferðisbrot. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í fjórar vikur en ráðherrann er einn af nánustu ráðgjöfum Frans páfa.

Ráðherrann heitir George Pell en Reuters greinir frá því að hann hefði ekkert tjáð sig við fjölmiðla þegar hann gekk inn í dómshúsið í Melbourne. Þar mætti honum fjöldinn allur af fjölmiðlamönnum og mótmælendum.

Rannsókn málsins hefur staðið yfir í nokkurn tíma og flugu lögregluþjónar til Rómar árið 2016 til að ræða við Pell.

Aldrei áður hefur svo háttsettur maður innan kaþólsku kirkjunnar verið sakaður um brot af þessu tagi. Upplýsingar hafa ekki verið veittar um hvenær brotin voru framin eða hve mörg fórnarlömbin eru. 

Pell var skipaður fjármálaráðherra Vatíkansins árið 2014 en hann hefur verið sendur í leyfi frá störfum.

Páfinn hefur neitað að tjá sig um málið fyrr en dómur hefur fallið. Páfinn hefur áður heitið hörðum aðgerðum gegn kynferðisbrotum presta. 

Pell hélt blaðamannafund í fyrra þar sem talsmaður hans las upp yfirlýsingu. Í henni kom fram að Pell hefði margsinnis í gegnum árin fordæmt öll kynferðisbrot gegn börnum og að um ófrægingarherferð væri að ræða.


Tengdar fréttir

Kerfisbundið barnaníð í Ástralíu

Skýrsla upp úr fimm ára rannsókn ástralskrar rannsóknarnefndar birtist í gær. Hún sýnir fram á að alvarlegum brotum hafi verið leyft að viðgangast innan helstu samfélagsstofnana Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×