Segir tollastríð sjaldan enda vel Hersir Aron Ólafsson skrifar 4. mars 2018 22:00 Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. Kaldar kveðjur hafa gengið milli Trumps Bandaríkjaforseta og forystumanna ESB eftir að sá fyrrnefndi kynnti nýja tolla á innflutt ál og stál á fimmtudag. Forseti framkvæmdastjórnar ESB svaraði um hæl og sagði til skoðunar að leggja sérstaka tolla á bandarískar vörur á borð við viskí, Levi‘s gallabuxur og Harley Davidson mótorhjól. Trump er hins vegar hvergi banginn og sagði í tísti í gærkvöldi að ef Evrópuríki ætluðu að skattleggja bandarískar vörur enn meira, myndi ríkisstjórn hans hækka skatta á evrópska bíla. Ásgeir Jónsson, hagfræðidósent við HÍ, segir að tollastríð af þessu tagi hafi sjaldan endað vel. „Þetta var einmitt það sem gerðist árið 1929 í byrjun kreppunnar miklu. Þá lögðu Bandaríkjamenn á tolla, þeim var svarað af öðrum löndum og þetta vatt upp á sig.“ Nýir tollar Trumps eru ekki komnir til framkvæmdar, en bent hefur verið á að reglur og samþykktir Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eigi að koma í veg fyrir að hægt sé að skella á nýjum tollum sísvona. „Hann er að vísa í einhver lög um þjóðaröryggi landsins. Hann heldur því fram að það varði við þjóðaröryggi landsins að Bandaríkjamenn noti bandarískt stál og ál,“ segir Ásgeir.Engin bein áhrif á íslenskan áliðnað Íslendingar framleiða og flytja út umtalsvert magn af áli og eiga mikla hagsmuni í greininni. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, telur hins vegar ólíklegt að útspil Trumps hafi mikil áhrif á íslenska hagsmuni. „Það ál sem framleitt er hérna fer fyrst og fremst bara á Evrópumarkað,“ segir Pétur. Hann bendir á að þrátt fyrir hörð viðbrögð í Evrópu, sé tollum Trumps líklega helst beint að Kínverjum, sem framleiða og flytja út sífellt meira af áli. „Það er kannski rótin að því sem Bandaríkjamenn eru að bregðast við. Obama hóf þetta ferli á sínum tíma og Trump leiddi það svo áfram. Kínverjar framleiða núna yfir helming als frumframleidds áls í heiminum,“ bendir Pétur á. Ásgeir bendir á að þótt tollarnir snerti Íslendinga ekki beint, gætu þeir haft óbein áhrif. „Það gætu verið afleidd áhrif ef álverð lækkar á heimsmarkaði.“ Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Tollastríð milli Bandaríkjanna og Evrópu gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar að mati dósents í hagfræði. Framkvæmdastjóri Samáls telur þó ólíklegt að sérstakir áltollar Trumps Bandaríkjaforseta muni hafa teljandi áhrif á Íslendinga. Kaldar kveðjur hafa gengið milli Trumps Bandaríkjaforseta og forystumanna ESB eftir að sá fyrrnefndi kynnti nýja tolla á innflutt ál og stál á fimmtudag. Forseti framkvæmdastjórnar ESB svaraði um hæl og sagði til skoðunar að leggja sérstaka tolla á bandarískar vörur á borð við viskí, Levi‘s gallabuxur og Harley Davidson mótorhjól. Trump er hins vegar hvergi banginn og sagði í tísti í gærkvöldi að ef Evrópuríki ætluðu að skattleggja bandarískar vörur enn meira, myndi ríkisstjórn hans hækka skatta á evrópska bíla. Ásgeir Jónsson, hagfræðidósent við HÍ, segir að tollastríð af þessu tagi hafi sjaldan endað vel. „Þetta var einmitt það sem gerðist árið 1929 í byrjun kreppunnar miklu. Þá lögðu Bandaríkjamenn á tolla, þeim var svarað af öðrum löndum og þetta vatt upp á sig.“ Nýir tollar Trumps eru ekki komnir til framkvæmdar, en bent hefur verið á að reglur og samþykktir Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eigi að koma í veg fyrir að hægt sé að skella á nýjum tollum sísvona. „Hann er að vísa í einhver lög um þjóðaröryggi landsins. Hann heldur því fram að það varði við þjóðaröryggi landsins að Bandaríkjamenn noti bandarískt stál og ál,“ segir Ásgeir.Engin bein áhrif á íslenskan áliðnað Íslendingar framleiða og flytja út umtalsvert magn af áli og eiga mikla hagsmuni í greininni. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, telur hins vegar ólíklegt að útspil Trumps hafi mikil áhrif á íslenska hagsmuni. „Það ál sem framleitt er hérna fer fyrst og fremst bara á Evrópumarkað,“ segir Pétur. Hann bendir á að þrátt fyrir hörð viðbrögð í Evrópu, sé tollum Trumps líklega helst beint að Kínverjum, sem framleiða og flytja út sífellt meira af áli. „Það er kannski rótin að því sem Bandaríkjamenn eru að bregðast við. Obama hóf þetta ferli á sínum tíma og Trump leiddi það svo áfram. Kínverjar framleiða núna yfir helming als frumframleidds áls í heiminum,“ bendir Pétur á. Ásgeir bendir á að þótt tollarnir snerti Íslendinga ekki beint, gætu þeir haft óbein áhrif. „Það gætu verið afleidd áhrif ef álverð lækkar á heimsmarkaði.“
Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira