Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. Skiptar skoðanir eru um úrslit kvöldsins meðal landsmanna en margir virðast hafa búist við sigri Dags, sem vann fyrri umferðina með miklum yfirburðum.
Dagur fékk 20.183 stig frá dómurum keppninnar, sem voru sjö talsins, og Ari 17.453 atkvæði. Frá áhorfendum fékk Dagur 24.547 atkvæði í fyrri umferðinni en Ari 18.408 atkvæði. Enn er ekki vitað hvernig atkvæðin skiptust í einvíginu.
Sjá einnig: Bestu tístin á #12stig: Misjöfn viðbrögð við tárvotu viðtali Ara
Vísir fylgdist með umræðum á Twitter í gærkvöldi sem fóru fram undir myllumerkinu #12stig. Netverjar furðuðu sig margir á úrslitunum er þau voru gerð kunn en aðrir tóku sigurvegaranum Ara Ólafssyni fagnandi.
Pétur Örn Gíslason sagðist óánægður með úrslitin en gagnrýndi harðlega þá sem vildu að Ari hætti að gráta. Tárvot viðbrögð Ara að loknum fyrri flutningi hans á laginu Our Choice vöktu mikla athygli í gærkvöldi.
Þá tók Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðar og maðurinn á bak við Angel, Eurovision-framlag Íslendinga árið 2001, undir með Pétri.
Eva Brá taldi það mistök að birta úrslitin úr fyrri umferð keppninnar.
Reynir Þór Eggertsson, Eurovision-sérfræðingur, lýsti því yfir að hann væri ánægður með sigur Ara.
María Einarsdóttir bauð Dag velkominn í hóp með öðrum keppendum sem lent hafa í öðru sæti undanfarin ár. Eins og frægt er virðist sú niðurstafa hleypa lífi í feril þeirra tónlistarmanna.
Þá sagðist Felix Bergson, sem hefur fylgt Eurovision-hóp Íslands til aðalkeppninnar síðustu ár, hlakka til að kynna Ara Ólafsson fyrir heimsbyggðinni.
Fleiri tíst um úrslit Söngvakeppninnar má lesa hér að neðan undir myllumerkinu #12stig en ljóst er að úrslitin eru mikið deilumál, eins og svo oft áður.
Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar
Tengdar fréttir
Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu
Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision.
Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina
Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision.
Bestu tístin á #12stig: Misjöfn viðbrögð við tárvotu viðtali Ara
Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig.