Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum Þórdís Valsdóttir skrifar 3. mars 2018 22:14 Donald Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum. Vísir/AFP Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. Hann segir að löndin hafi notfært sér Bandaríkin um áraraðir vegna „heimskulegra“ verslunarsamninga. BBC greinir frá. Viðskiptadeilur hófust á fimmtudaginn þegar Trump ákvað að setja 25 prósenta verndartolla á innflutt stál og tíu prósent á innflutt ál. Ringulreið ríkti um ákvörðun Trump og hugmyndin er sögð hafa valdið miklum deilum innan Hvíta Hússins. Þá sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að mótaðgerðir verði kynntar á næstu dögum til að bregðast við ákvörðun hans og BBC greinir frá því að mögulega verði brugðist við með því að setja 25 prósenta innflutningstolla á vörur sem fluttar eru inn frá Bandaríkjunum. Trump tjáir sig um málið á Twitter síðu sinni, líkt og oft áður. „Ef ESB vill hækka himinháu tollana sem þeir leggja á bandarísk félög sem stunda viðskipti þar þá munum við einfaldlega leggja skatt á bílana þeirra sem hellast óhindrað til Bandaríkjanna.“If the E.U. wants to further increase their already massive tariffs and barriers on U.S. companies doing business there, we will simply apply a Tax on their Cars which freely pour into the U.S. They make it impossible for our cars (and more) to sell there. Big trade imbalance!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2018 Bandaríkin flytja inn bíla frá Evrópusambandsríkjum í stórum stíl en 25 prósent bílaflota Bandaríkjanna árið 2016 var frá Evrópusambandsríkjum. Þýskaland framleiðir um helming þeirra bíla sem fluttir eru frá Evrópusambandsríkjum svo ljóst þykir að skatturinn myndi hafa gríðarleg áhrif á bílaframleiðslu þar. Donald Trump Tengdar fréttir Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. Hann segir að löndin hafi notfært sér Bandaríkin um áraraðir vegna „heimskulegra“ verslunarsamninga. BBC greinir frá. Viðskiptadeilur hófust á fimmtudaginn þegar Trump ákvað að setja 25 prósenta verndartolla á innflutt stál og tíu prósent á innflutt ál. Ringulreið ríkti um ákvörðun Trump og hugmyndin er sögð hafa valdið miklum deilum innan Hvíta Hússins. Þá sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að mótaðgerðir verði kynntar á næstu dögum til að bregðast við ákvörðun hans og BBC greinir frá því að mögulega verði brugðist við með því að setja 25 prósenta innflutningstolla á vörur sem fluttar eru inn frá Bandaríkjunum. Trump tjáir sig um málið á Twitter síðu sinni, líkt og oft áður. „Ef ESB vill hækka himinháu tollana sem þeir leggja á bandarísk félög sem stunda viðskipti þar þá munum við einfaldlega leggja skatt á bílana þeirra sem hellast óhindrað til Bandaríkjanna.“If the E.U. wants to further increase their already massive tariffs and barriers on U.S. companies doing business there, we will simply apply a Tax on their Cars which freely pour into the U.S. They make it impossible for our cars (and more) to sell there. Big trade imbalance!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2018 Bandaríkin flytja inn bíla frá Evrópusambandsríkjum í stórum stíl en 25 prósent bílaflota Bandaríkjanna árið 2016 var frá Evrópusambandsríkjum. Þýskaland framleiðir um helming þeirra bíla sem fluttir eru frá Evrópusambandsríkjum svo ljóst þykir að skatturinn myndi hafa gríðarleg áhrif á bílaframleiðslu þar.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00
ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58
Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20