Reykjavík breyst úr úthverfisbæ í iðandi og nútímalega borg Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. mars 2018 09:00 Formaður Samfylkingarinnar segir getuleysi ríkisstjórnarinnar til að fjármagna bætt kjör almennings vera ömurlegt. Vísir/Ernir „Ég veit ekki hvort þið gerið ykkur grein fyrir því hvaða þrekvirki hvert og eitt ykkar hefur unnið. Saman hefur okkur tekist að reisa flokkinn upp á hnén aftur,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er hann setti landsfund flokksins á Hótel Reykjavík Natura í í gær. Hann var endurkjörinn með öllu greiddum atkvæðum. „Það voru alls ekki allir sem spáðu því. Og fyrir það vil ég þakka ykkur öllum. Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast,“ sagði formaðurinn. Logi sagði að niðurstaða Samfylkingarinnar í þingkosningum haustið 2016 hafi verið reiðarslag. Þrátt fyrir það hafi flokkurinn náð að lifa af, meðal annars vegna þess að sveitarstjórnarfólkið hafi haldið fánanum á lofti, en eins og kunnugt er fjölgaði þingmönnum flokksins úr þremur í sjö í kosningunum í haust. „Án þeirra hefði þetta allt verið svo mikið erfiðara. Við stýrum sveitarfélögum víða um land og þá hafa fulltrúar okkar í minnihluta sýnt hressilegt andóf. En það er auðvitað á engan hallað þó ég nefni sérstaklega borgarstjórnarflokkinn í Reykjavík, sem vegna stærðar er okkar mikilvægasta vígi. Á okkar vakt og Reykjavíkurlistans hefur Reykjavík gjörbreyst, frá umkomulitlum úthverfabæ í iðandi, nútímalega borg. Þar hefur þétting byggðar skipt miklu og borgarlína mun reka smiðshöggið á,“ segir Logi. Hann segir þessa þróun ekki bara hafa verið skynsamlega af fjárhagslegum ástæðum. Borgin sé orðin fallegri og heilsusamlegri. Þá væru þessi áform líkleg til að bjarga ríkisstjórninni fyrir horn í loftslagsmálum. „Ekkert er minnst á hið byggða umhverfi í stjórnarsáttmálanum og nýr umhverfisráðherra hefur ekki gefið nein skýr fyrirheit í þeim efnum. Þrátt fyrir að þar sé einna mest að sækja í aðgerðum gegn loftslagsvánni. Það er því mikilvægt að okkur vegni vel í vor: Í þeim kappleik munu eigast við fortíðin og framtíðin,“ sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina hart fyrir að hafa ekki tekist að efla félagslegan stöðugleika. „Það að langstærstu aðildarfélögin innan ASÍ vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði hann og gagnrýndi jafnframt að vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa væri heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna væru langt frá eðlilegum viðmiðum. Svo sagði hann þingið ekki hafa bönd á sjálftöku þingmanna og birta upplýsingar seint eða alls ekki. „Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött, þrátt fyrir að hafa fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipanar heils nýs dómstigs.“ Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
„Ég veit ekki hvort þið gerið ykkur grein fyrir því hvaða þrekvirki hvert og eitt ykkar hefur unnið. Saman hefur okkur tekist að reisa flokkinn upp á hnén aftur,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er hann setti landsfund flokksins á Hótel Reykjavík Natura í í gær. Hann var endurkjörinn með öllu greiddum atkvæðum. „Það voru alls ekki allir sem spáðu því. Og fyrir það vil ég þakka ykkur öllum. Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast,“ sagði formaðurinn. Logi sagði að niðurstaða Samfylkingarinnar í þingkosningum haustið 2016 hafi verið reiðarslag. Þrátt fyrir það hafi flokkurinn náð að lifa af, meðal annars vegna þess að sveitarstjórnarfólkið hafi haldið fánanum á lofti, en eins og kunnugt er fjölgaði þingmönnum flokksins úr þremur í sjö í kosningunum í haust. „Án þeirra hefði þetta allt verið svo mikið erfiðara. Við stýrum sveitarfélögum víða um land og þá hafa fulltrúar okkar í minnihluta sýnt hressilegt andóf. En það er auðvitað á engan hallað þó ég nefni sérstaklega borgarstjórnarflokkinn í Reykjavík, sem vegna stærðar er okkar mikilvægasta vígi. Á okkar vakt og Reykjavíkurlistans hefur Reykjavík gjörbreyst, frá umkomulitlum úthverfabæ í iðandi, nútímalega borg. Þar hefur þétting byggðar skipt miklu og borgarlína mun reka smiðshöggið á,“ segir Logi. Hann segir þessa þróun ekki bara hafa verið skynsamlega af fjárhagslegum ástæðum. Borgin sé orðin fallegri og heilsusamlegri. Þá væru þessi áform líkleg til að bjarga ríkisstjórninni fyrir horn í loftslagsmálum. „Ekkert er minnst á hið byggða umhverfi í stjórnarsáttmálanum og nýr umhverfisráðherra hefur ekki gefið nein skýr fyrirheit í þeim efnum. Þrátt fyrir að þar sé einna mest að sækja í aðgerðum gegn loftslagsvánni. Það er því mikilvægt að okkur vegni vel í vor: Í þeim kappleik munu eigast við fortíðin og framtíðin,“ sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina hart fyrir að hafa ekki tekist að efla félagslegan stöðugleika. „Það að langstærstu aðildarfélögin innan ASÍ vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði hann og gagnrýndi jafnframt að vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa væri heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna væru langt frá eðlilegum viðmiðum. Svo sagði hann þingið ekki hafa bönd á sjálftöku þingmanna og birta upplýsingar seint eða alls ekki. „Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött, þrátt fyrir að hafa fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipanar heils nýs dómstigs.“
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira