Segir ríkisstjórnina ekki ráða við að koma á félagslegum stöðugleika Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2018 18:50 Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina annað hvort ekki ráða við eða ekki hafa áhuga á að efla félagslega stöðugleika í landinu. Landsfundur flokksins hófst á Natura hótelinu í dag. Logi var eðlilega nokkuð með hugann við sveitarstjórnarkosningarnar í vor og þakkaði sterkri stöðu flokksins í sveitarstjórnum, meðal annars fyrir upprisu hans í síðustu þingkosningum. Reykjavík væri mikilvægasta vígi flokksins í komandi kosningum. „Ríkisstjórnin ræður ekki við, eða hefur ekki áhuga á, að efla félagslegan stöðugleika. Það að lang stærstu aðildarfélögin innan ASÍ, vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði Logi.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var á staðnum.Mynd/Berglaug GarðarsdóttirLogi kom inn á vopnaflutninga Atlanta, sem hann sagði eiga sér stað á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna væru langt undir eðlilegum mörkum. „Vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa var heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna eru langt frá eðlilegum viðmiðum. Þingið hefur ekki bönd á sjálftöku þingmanna; birta upplýsingar illa, seint eða alls ekki. Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött, þrátt fyrir að fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipan heils nýs dómstigs Þessi vinnubrögð og valdhroki verða ekki á okkar vakt. Þau eru hluti af gamaldags stjórnmálamenningu sem er löngu tímabært að kveðja,“ sagði Logi. Formaðurinn flytur eiginlega stefnuræðu sína eftir endurkjör hans í formannsembættið á morgun. En í dag þakkaði hann flokksmönnum öllum sem saman hefði tekist að reisa flokkinn við eftir mikinn kosningaósigur árið 2016. „Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast.“ Tengdar fréttir Bein útsending frá landsfundi Samfylkingarinnar Formaðurinn flytur setningarræðu og borgarstjóri kynnir áhersluatriði fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 2. mars 2018 16:00 Logi kjörinn formaður með öllum greiddum atkvæðum Fullkomin samstaða var um Loga Má Einarsson á landsfundi Samfylkarinnar. 2. mars 2018 18:16 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina annað hvort ekki ráða við eða ekki hafa áhuga á að efla félagslega stöðugleika í landinu. Landsfundur flokksins hófst á Natura hótelinu í dag. Logi var eðlilega nokkuð með hugann við sveitarstjórnarkosningarnar í vor og þakkaði sterkri stöðu flokksins í sveitarstjórnum, meðal annars fyrir upprisu hans í síðustu þingkosningum. Reykjavík væri mikilvægasta vígi flokksins í komandi kosningum. „Ríkisstjórnin ræður ekki við, eða hefur ekki áhuga á, að efla félagslegan stöðugleika. Það að lang stærstu aðildarfélögin innan ASÍ, vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði Logi.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var á staðnum.Mynd/Berglaug GarðarsdóttirLogi kom inn á vopnaflutninga Atlanta, sem hann sagði eiga sér stað á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna væru langt undir eðlilegum mörkum. „Vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa var heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna eru langt frá eðlilegum viðmiðum. Þingið hefur ekki bönd á sjálftöku þingmanna; birta upplýsingar illa, seint eða alls ekki. Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött, þrátt fyrir að fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipan heils nýs dómstigs Þessi vinnubrögð og valdhroki verða ekki á okkar vakt. Þau eru hluti af gamaldags stjórnmálamenningu sem er löngu tímabært að kveðja,“ sagði Logi. Formaðurinn flytur eiginlega stefnuræðu sína eftir endurkjör hans í formannsembættið á morgun. En í dag þakkaði hann flokksmönnum öllum sem saman hefði tekist að reisa flokkinn við eftir mikinn kosningaósigur árið 2016. „Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast.“
Tengdar fréttir Bein útsending frá landsfundi Samfylkingarinnar Formaðurinn flytur setningarræðu og borgarstjóri kynnir áhersluatriði fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 2. mars 2018 16:00 Logi kjörinn formaður með öllum greiddum atkvæðum Fullkomin samstaða var um Loga Má Einarsson á landsfundi Samfylkarinnar. 2. mars 2018 18:16 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Bein útsending frá landsfundi Samfylkingarinnar Formaðurinn flytur setningarræðu og borgarstjóri kynnir áhersluatriði fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 2. mars 2018 16:00
Logi kjörinn formaður með öllum greiddum atkvæðum Fullkomin samstaða var um Loga Má Einarsson á landsfundi Samfylkarinnar. 2. mars 2018 18:16