Innlent

Air Atlanta ekki „stofnað til að flytja vopn“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þóra Guðmundsdóttir og Arngrímur Jóhannsson stofnuðu Air Atlanta árið 1986.
Þóra Guðmundsdóttir og Arngrímur Jóhannsson stofnuðu Air Atlanta árið 1986.
Flugfélagið Air Atlanta var ekki stofnað árið 1986 til þess að flytja vopn. Þetta segir Þóra Guðmundsdóttir á Facebook-síðu sinni en hún stofnaði flugfélagið ásamt þáverandi eiginmanni sínum, Arngrími Jóhannssyni. Egill Helgason, fjölmiðlamaður, vekur athygli á þessari færslu Þóru en færslan er ekki opin.

„Það er alveg á hreinu að Air Atlanta var ekki stofnað 1986 til að flytja vopn. Ömurlegt að lesa þessar fréttir. Viol benda á að samkvæmt fréttum að Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta án athugasemda. Leiðir huga minn að hversu löskuð stjórnsýslan er á Íslandi,“ segir Þóra á Facebook-síðu sinni.

Vísar Þóra í færslunni til frétta í vikunni af vopnaflutningum Air Atlanta til Sádi-Arabíu sem eru vægast sagt umdeildir þar sem vopnin eiga greið leið þaðan til stríðssvæða í Jemen og Sýrlandi. Þá er bannað flytja ákveðin vopn samkvæmt alþjóðasamningum, eins og klasasprengjur og ákveðnar tegundir af jarðsprengjum.

Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, kom á sameiginlega fund utanríkismálanefndar og umhverfis-og samgöngunefndar í morgun en stofnunin veitir fyrirtækjum leyfi til þess að flytja vopn. Ítarlegt viðtal við hann má sjá hér


Tengdar fréttir

„Við höfum ekki sérþekkingu á vopnum“

Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, kom á sameiginlegan fund utanríkismálanefndar og umhverfis-og samgöngunefndar Alþingis í morgun og svaraði spurningum varðandi vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta til Sádi-Arabíu.

Komst við í ræðustól vegna vopnaflutninga Air Atlanta

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hélt tilfinningaþrungna ræðu á Alþingi í dag í umræðum um vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta sem greint var frá í gær. Þurfti hún að gera hlé á ræðu sinni eftir að hún komst við í miðri ræðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×