Liverpool í annað sætið eftir öruggan sigur Einar Sigurvinsson skrifar 3. mars 2018 19:30 Salah er kominn með 33 mörk fyrir Liverpool á tímabilinu. vísir/getty Liverpool vann Newcastle, 2-0, eftir sannfærandi frammistöðu á Anfield í kvöld. Með sigrinum stekkur Liverpool upp í 2. sætið deildarinnar með 60 stig. Það er einu stigi meira en Manchester United sem á leik inni gegn Crystal Palace á mánudaginn. Fyrsta marks leiksins kom frá Mohamed Salah á 40. mínútu eftir sendingu frá Alex Oxlade-Chamberlain. Á 55. mínútu kom Sadio Mané Liverpool í 2-0 eftir góða sendingu inn fyrir vörnina frá Roberto Firmino. Salah skoraði í kvöld sitt 32. mark í 38 leikjum í öllum keppnum fyrir Liverpool. Til samanburðar má nefna að Newcastle hefur skorað 31 mark alls í öllum keppnum í vetur. Þetta er fjórði sigur liðsins í röð í öllum keppnum en Liverpool er þó fimmtán stigum á eftir toppliði Manchester City. Staða Newcastle er öllu verri en liðið, sem leikur undir stjórn Rafael Benitez sem áður stýrði Liverpool, er tveimur stigum frá fallsæti. Enski boltinn
Liverpool vann Newcastle, 2-0, eftir sannfærandi frammistöðu á Anfield í kvöld. Með sigrinum stekkur Liverpool upp í 2. sætið deildarinnar með 60 stig. Það er einu stigi meira en Manchester United sem á leik inni gegn Crystal Palace á mánudaginn. Fyrsta marks leiksins kom frá Mohamed Salah á 40. mínútu eftir sendingu frá Alex Oxlade-Chamberlain. Á 55. mínútu kom Sadio Mané Liverpool í 2-0 eftir góða sendingu inn fyrir vörnina frá Roberto Firmino. Salah skoraði í kvöld sitt 32. mark í 38 leikjum í öllum keppnum fyrir Liverpool. Til samanburðar má nefna að Newcastle hefur skorað 31 mark alls í öllum keppnum í vetur. Þetta er fjórði sigur liðsins í röð í öllum keppnum en Liverpool er þó fimmtán stigum á eftir toppliði Manchester City. Staða Newcastle er öllu verri en liðið, sem leikur undir stjórn Rafael Benitez sem áður stýrði Liverpool, er tveimur stigum frá fallsæti.