Ekki vera nema þú sért Þórlindur Kjartansson skrifar 2. mars 2018 13:00 Árið 2012 var 65 ára þýskum embættismanni sagt upp störfum í hagræðingarskyni. Starfsmaðurinn var bæði bitur og ósáttur yfir uppsögninni, og sendi fjöldapóst á fyrrverandi vinnufélaga sína þar sem hann útlistaði í löngu máli hinar fjölbreyttustu athugasemdir sem hann hafði við yfirstjórn héraðsins og þá sóun og spillingu sem hann taldi viðgangast. Embættismaðurinn gat þó ekki mikið sagt um sína eigin uppsögn þar sem hann upplýsti um það í kveðjubréfinu að á fjórtán ára ferli í starfi sínu hefði hann afkastað nákvæmlega engu. „Frá 1998 hef ég mætt til vinnu en í raun ekki verið á staðnum. Þess vegna er ég ákaflega vel búinn undir það að setjast í helgan stein. Adieu.“ Skrefinu lengra gekk spænskur embættismaður sem mætti ekki til vinnu í sex ár, og hugsanlega mun lengur. Þetta komst ekki upp fyrr en hann skrópaði í verðlaunaafhendingu þar sem til stóð að heiðra hann fyrir farsælan starfsferil innan spænsku vatnsveitunnar.Gagnslaus vinna Nú gæti mörgum þótt sem þessir tveir ágætu herramenn hafi farið fremur illa að ráði sínu og haft bæði yfirmenn sína og skattgreiðendur að fífli. Og það má vissulega til sanns vegar færa að þeir hafi í raun stolið laununum sínum frekar en að vinna fyrir þeim. Hins vegar verður ekki framhjá því litið að hið fullkomna aðgerðarleysi embættismannanna virðist engin raunveruleg áhrif hafa haft. Og þar sem það skipti greinilega ekki máli hvort þeir ynnu vinnuna sína þá má jafnvel álykta sem svo að það hefði hreinlega verið verra ef þeir hefðu reynt að gera eitthvað í vinnunni, því þá hefðu þeir hugsanlega stofnað til alls konar útgjalda og jafnvel þurft að ráða sér aðstoðarfólk til þess að sinna verkefnum sem bersýnilega voru svo óþörf að enginn tók eftir því að þeim var ekki sinnt árum saman. Þótt dæmið af embættismönnunum sé öfgakennt þá lýsir það raunveruleika sem margir búa að einhverju leyti við. Í könnunum á starfsánægju í Bandaríkjunum hefur Gallup komist að því að næstum því 90% starfsmanna í fyrirtækjum eru ýmist áhugalaus um vinnuna sína, eða hafa beinlínis óbeit á henni. Mjög hátt hlutfall starfsmanna segist gjarnan vera annars hugar í vinnunni og í raun hafa sáralítinn metnað fyrir öðru heldur en að fá launin sín borguð á réttum tíma. Stjórnunarfræðingar og sálfræðingar eru um þessar mundir mjög uppteknir af því að finna ýmiss konar lausnir á þessu ástandi. Burtséð frá framleiðnitapi og þess háttar mælanlegum hagrænum skaða—þá hlýtur það að teljast býsna sorglegt ef stærstur hluti fólks ver stærstum hluta tíma síns í iðju sem það finnur ekki gleði, metnað eða tilgang í. Allir þekkja það hversu miklu munar að vera vel upplagður eða illa í vinnunni og þess vegna er það áreiðanlega eitt mikilvægasta verkefni stjórnenda í fyrirtækjum nú til dags að sjá til þess að umhverfi starfsmanna stuðli að því að þeir séu sem sjaldnast sunnan við sjálfa sig, en geti notið þess að einbeita sér að verðugum verkefnum.Lausnin í vefdeildinni Einn stjórnandi sem ég hef kynnst virðist hafa uppgötvað allt þetta löngu áður en umræðan komst í tísku. Yfirmaður netdeildar í íslensku stórfyrirtæki fyrir rúmum áratug var þekktur fyrir að setja starfsliði sínu hinar ýmsu reglur sem mörgum þóttu býsna furðulegar, og jafnvel freklegar, á sínum tíma. Stjórnandinn lagði blátt bann við sælgætisáti og gosdrykkjaþambi á vinnutíma, persónuleg símtöl mátti enginn taka við skrifborðið sitt og gæta þurfti sérstaklega að því að stilla hringitóna þannig að þeir trufluðu ekki aðra starfsmenn. Neðst á löngum lista yfir lífsreglur netdeildarinnar var að finna mikilvægustu regluna af þeim öllum: „Ekki vera nema þú sért.“ Í þessari reglu fólst það að ef starfsmenn treystu sér ekki til þess að einbeita sér fullkomlega að vinnunni, þá væri betra að þeir létu sig vanta þann daginn. Þessari reglu, eins og öllum hinum, var framfylgt án málamiðlana.Á staðnum eða mættur Störf sem byggjast að einhverju leyti á sköpun og þekkingu passa að mörgu leyti illa í þann ramma sem 40 stunda vinnuvikan markar, enda er sú takmörkun á vinnutíma til komin til þess að vernda fólk sem stundar líkamlegt erfiði. Þegar litið er til þeirrar tegundar vinnu sem vaxandi hluti fólk stundar þá er vinnutíminn sjálfur býsna afstæður. Ef afrakstur vinnunnar skiptir í raun og veru einhverju máli þá er líklega miklu mikilvægara að starfsmenn séu á staðnum heldur en að þeir séu bara mættir. Með öðrum orðum—að þeir séu þegar þeir eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Árið 2012 var 65 ára þýskum embættismanni sagt upp störfum í hagræðingarskyni. Starfsmaðurinn var bæði bitur og ósáttur yfir uppsögninni, og sendi fjöldapóst á fyrrverandi vinnufélaga sína þar sem hann útlistaði í löngu máli hinar fjölbreyttustu athugasemdir sem hann hafði við yfirstjórn héraðsins og þá sóun og spillingu sem hann taldi viðgangast. Embættismaðurinn gat þó ekki mikið sagt um sína eigin uppsögn þar sem hann upplýsti um það í kveðjubréfinu að á fjórtán ára ferli í starfi sínu hefði hann afkastað nákvæmlega engu. „Frá 1998 hef ég mætt til vinnu en í raun ekki verið á staðnum. Þess vegna er ég ákaflega vel búinn undir það að setjast í helgan stein. Adieu.“ Skrefinu lengra gekk spænskur embættismaður sem mætti ekki til vinnu í sex ár, og hugsanlega mun lengur. Þetta komst ekki upp fyrr en hann skrópaði í verðlaunaafhendingu þar sem til stóð að heiðra hann fyrir farsælan starfsferil innan spænsku vatnsveitunnar.Gagnslaus vinna Nú gæti mörgum þótt sem þessir tveir ágætu herramenn hafi farið fremur illa að ráði sínu og haft bæði yfirmenn sína og skattgreiðendur að fífli. Og það má vissulega til sanns vegar færa að þeir hafi í raun stolið laununum sínum frekar en að vinna fyrir þeim. Hins vegar verður ekki framhjá því litið að hið fullkomna aðgerðarleysi embættismannanna virðist engin raunveruleg áhrif hafa haft. Og þar sem það skipti greinilega ekki máli hvort þeir ynnu vinnuna sína þá má jafnvel álykta sem svo að það hefði hreinlega verið verra ef þeir hefðu reynt að gera eitthvað í vinnunni, því þá hefðu þeir hugsanlega stofnað til alls konar útgjalda og jafnvel þurft að ráða sér aðstoðarfólk til þess að sinna verkefnum sem bersýnilega voru svo óþörf að enginn tók eftir því að þeim var ekki sinnt árum saman. Þótt dæmið af embættismönnunum sé öfgakennt þá lýsir það raunveruleika sem margir búa að einhverju leyti við. Í könnunum á starfsánægju í Bandaríkjunum hefur Gallup komist að því að næstum því 90% starfsmanna í fyrirtækjum eru ýmist áhugalaus um vinnuna sína, eða hafa beinlínis óbeit á henni. Mjög hátt hlutfall starfsmanna segist gjarnan vera annars hugar í vinnunni og í raun hafa sáralítinn metnað fyrir öðru heldur en að fá launin sín borguð á réttum tíma. Stjórnunarfræðingar og sálfræðingar eru um þessar mundir mjög uppteknir af því að finna ýmiss konar lausnir á þessu ástandi. Burtséð frá framleiðnitapi og þess háttar mælanlegum hagrænum skaða—þá hlýtur það að teljast býsna sorglegt ef stærstur hluti fólks ver stærstum hluta tíma síns í iðju sem það finnur ekki gleði, metnað eða tilgang í. Allir þekkja það hversu miklu munar að vera vel upplagður eða illa í vinnunni og þess vegna er það áreiðanlega eitt mikilvægasta verkefni stjórnenda í fyrirtækjum nú til dags að sjá til þess að umhverfi starfsmanna stuðli að því að þeir séu sem sjaldnast sunnan við sjálfa sig, en geti notið þess að einbeita sér að verðugum verkefnum.Lausnin í vefdeildinni Einn stjórnandi sem ég hef kynnst virðist hafa uppgötvað allt þetta löngu áður en umræðan komst í tísku. Yfirmaður netdeildar í íslensku stórfyrirtæki fyrir rúmum áratug var þekktur fyrir að setja starfsliði sínu hinar ýmsu reglur sem mörgum þóttu býsna furðulegar, og jafnvel freklegar, á sínum tíma. Stjórnandinn lagði blátt bann við sælgætisáti og gosdrykkjaþambi á vinnutíma, persónuleg símtöl mátti enginn taka við skrifborðið sitt og gæta þurfti sérstaklega að því að stilla hringitóna þannig að þeir trufluðu ekki aðra starfsmenn. Neðst á löngum lista yfir lífsreglur netdeildarinnar var að finna mikilvægustu regluna af þeim öllum: „Ekki vera nema þú sért.“ Í þessari reglu fólst það að ef starfsmenn treystu sér ekki til þess að einbeita sér fullkomlega að vinnunni, þá væri betra að þeir létu sig vanta þann daginn. Þessari reglu, eins og öllum hinum, var framfylgt án málamiðlana.Á staðnum eða mættur Störf sem byggjast að einhverju leyti á sköpun og þekkingu passa að mörgu leyti illa í þann ramma sem 40 stunda vinnuvikan markar, enda er sú takmörkun á vinnutíma til komin til þess að vernda fólk sem stundar líkamlegt erfiði. Þegar litið er til þeirrar tegundar vinnu sem vaxandi hluti fólk stundar þá er vinnutíminn sjálfur býsna afstæður. Ef afrakstur vinnunnar skiptir í raun og veru einhverju máli þá er líklega miklu mikilvægara að starfsmenn séu á staðnum heldur en að þeir séu bara mættir. Með öðrum orðum—að þeir séu þegar þeir eru.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar