Enski og skoski landsliðsþjálfarinn berjast um leikmann Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 11:30 Scott McTominay. Vísir/Getty Scott McTominay hefur stimplað sig inn í lið Manchester United á þessu tímabili en þessi 21 árs gamli strákur er uppalinn hjá United og hefur verið þar í sextán ár. Jose Mourinho hefur notað hann inn á miðju Manchester United að undanförnu og nú vilja bæði landsliðsþjálfari Englands og landsliðsþjálfari Skotlands fá strákinn í sitt landslið. Það lítur úr fyrir að landsliðsþjálfarnir séu nú báðir að hefja herferð með það markmið að sannfæra strákinn um að velja frekar sitt landslið. Enska landsliðið er á leiðinni á HM í Rússlandi í sumar en Skotar sátu eftir með sárt ennið. Scott McTominay mun hitta Alex McLeish, þjálfara skoska landsliðsins, á fimmtudaginn kemur og þá ætlar Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, að mæta á æfingasvæði Manchester United í dag til að ræða við McTominay.or? Man Utd's Scott McTominay met Scotland boss Alex McLeish on Thursday with Gareth Southgate poised to meet with him today. Read morehttps://t.co/J4aGOlLhvF#MUFCpic.twitter.com/hKpwwpkglR — BBC Sport (@BBCSport) March 2, 2018 Scott McTominay hefur ekki leikið landsleik á ferlinum. Hann er fæddur í Lancaster í Englandi en faðir hans er skoskur sem gefur honum tækifæri til að spila frekar fyrir skoska landsliðið. Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Scott McTominay var frekar í byrjunarliði Manchester United heldur en 89 milljón punda maðurinn Paul Pogba þegar liðið spilaði sinn fyrri leik á móti Sevilla í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Scott McTominay hefur leikið alls 17 leiki á leiktíðinni en hann hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu þremur leikjum. Jose Mourinho lét hann fylgja eftir Eden Hazard í leiknum á móti Chelsea um síðustu helgi. Scott McTominay kom til Manchester United þegar hann var aðeins fimm ára en í október skrifaði hann undir nýjan samning sem heldur honum hjá félaginu til ársins 2021. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Sjá meira
Scott McTominay hefur stimplað sig inn í lið Manchester United á þessu tímabili en þessi 21 árs gamli strákur er uppalinn hjá United og hefur verið þar í sextán ár. Jose Mourinho hefur notað hann inn á miðju Manchester United að undanförnu og nú vilja bæði landsliðsþjálfari Englands og landsliðsþjálfari Skotlands fá strákinn í sitt landslið. Það lítur úr fyrir að landsliðsþjálfarnir séu nú báðir að hefja herferð með það markmið að sannfæra strákinn um að velja frekar sitt landslið. Enska landsliðið er á leiðinni á HM í Rússlandi í sumar en Skotar sátu eftir með sárt ennið. Scott McTominay mun hitta Alex McLeish, þjálfara skoska landsliðsins, á fimmtudaginn kemur og þá ætlar Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, að mæta á æfingasvæði Manchester United í dag til að ræða við McTominay.or? Man Utd's Scott McTominay met Scotland boss Alex McLeish on Thursday with Gareth Southgate poised to meet with him today. Read morehttps://t.co/J4aGOlLhvF#MUFCpic.twitter.com/hKpwwpkglR — BBC Sport (@BBCSport) March 2, 2018 Scott McTominay hefur ekki leikið landsleik á ferlinum. Hann er fæddur í Lancaster í Englandi en faðir hans er skoskur sem gefur honum tækifæri til að spila frekar fyrir skoska landsliðið. Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Scott McTominay var frekar í byrjunarliði Manchester United heldur en 89 milljón punda maðurinn Paul Pogba þegar liðið spilaði sinn fyrri leik á móti Sevilla í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Scott McTominay hefur leikið alls 17 leiki á leiktíðinni en hann hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu þremur leikjum. Jose Mourinho lét hann fylgja eftir Eden Hazard í leiknum á móti Chelsea um síðustu helgi. Scott McTominay kom til Manchester United þegar hann var aðeins fimm ára en í október skrifaði hann undir nýjan samning sem heldur honum hjá félaginu til ársins 2021.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Sjá meira