Hagfræðidoktor meðal verkamanna á Húsavík Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. mars 2018 06:00 Talsvert er síðan hráefni til framleiðslu tók að berast á Bakka VÍSIR/JÓHANN K. JÓHANNSSON Kísilverksmiðja PCC á Bakka hefur enn ekki verið gangsett. „Við erum að vona að þetta verði um miðjan mars. Þessi síðustu handtök hafa bara tekið tíma,“ segir Hafþór Viktorsson, framkvæmdastjóri PCC, aðspurður um gangsetningu verksmiðjunnar. Yfir 100 starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa hjá PCC. Helmingur þeirra var ráðinn úr Norðurþingi og nærsveitum; um 35 prósent annars staðar að af landinu en um 15 pró- sent frá útlöndum. „Allir iðnaðarmennirnir okkar eru ráðnir frá Póllandi. Það fást ekki iðnaðarmenn á landinu,“ segir Hafsteinn. Þrátt fyrir að allt starfsliðið sem ráðið var beint að utan komi frá Póllandi er starfslið PCC á Bakka af 15 þjóðernum. „Málfræðingurinn okkar er frá Kasakstan og er doktor,“ segir Hafsteinn og lætur þess getið að innkaupastjórinn sé frá Finnlandi og annar tveggja bókara frá Lettlandi. Þá sé fyrirtækið með starfsmenn frá Portúgal, Noregi, Finnlandi, Filippseyjum og fleiri löndum. Menntunarstigið hjá fyrirtækinu er einnig fjölbreytt.Enginn sérsamningur Um þrjátíu manns eru með háskólagráðu og 18 með iðnmenntun og þrátt fyrir að rúmlega helmingur starfsmanna sé framleiðslustarfsmenn, það er almennir verkamenn, er menntunarstig þeirra fjölbreytt einnig. „Í verkamannahópnum hjá okkur er einn doktor í hagfræði. Hann er frá Brasilíu,“ segir Hafsteinn og bætir því við að í verkamannahópnum sé einnig hjúkrunarfræðingur frá Filippseyjum og einn starfsmannanna sé með meistarapróf í enskum bókmenntum og annar með meistarapróf í efnafræði. Verkafólki hjá PCC verða greidd laun eftir kjarasamningi Framsýnar. „Við erum ekki með neinn sérsamning við Framsýn, heldur förum eftir grunnsamningi þeirra,“ segir Laufey Sigurðardóttir, starfsmannastjóri PCC á Bakka.Framsýn leggur hins vegar áherslu á að fyrirtækið geri sérstakan samning við verkalýðsfélagið enda um mjög sérhæfð störf að ræða. „Viðræður þess efnis eru í gangi um þessar mundir og óvíst er um niðurstöðuna úr þeim viðræðum. Aðilar funduðu síðast í síðustu viku,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar. Skortur á húsnæði hefur verið á Húsavík og nýir starfsmenn PCC hafa ekki farið varhluta af því. „Við erum búin að afhenda 5 af 22 íbúðum sem eru í byggingu hjá PCC Seeview Residence og það er biðlisti þar,“ segir Laufey. Aðspurð segir Laufey að hluti starfsfólksins sé í húsnæðisvanda en PCC hafi hlaupið undir bagga og tekið á leigu skammtímahúsnæði fyrir þá sem eru í vandræðum. „Það er auðveldara á þessum árstíma þegar Airbnb-útleiga er ekki í fullum gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Kísilverksmiðja PCC á Bakka hefur enn ekki verið gangsett. „Við erum að vona að þetta verði um miðjan mars. Þessi síðustu handtök hafa bara tekið tíma,“ segir Hafþór Viktorsson, framkvæmdastjóri PCC, aðspurður um gangsetningu verksmiðjunnar. Yfir 100 starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa hjá PCC. Helmingur þeirra var ráðinn úr Norðurþingi og nærsveitum; um 35 prósent annars staðar að af landinu en um 15 pró- sent frá útlöndum. „Allir iðnaðarmennirnir okkar eru ráðnir frá Póllandi. Það fást ekki iðnaðarmenn á landinu,“ segir Hafsteinn. Þrátt fyrir að allt starfsliðið sem ráðið var beint að utan komi frá Póllandi er starfslið PCC á Bakka af 15 þjóðernum. „Málfræðingurinn okkar er frá Kasakstan og er doktor,“ segir Hafsteinn og lætur þess getið að innkaupastjórinn sé frá Finnlandi og annar tveggja bókara frá Lettlandi. Þá sé fyrirtækið með starfsmenn frá Portúgal, Noregi, Finnlandi, Filippseyjum og fleiri löndum. Menntunarstigið hjá fyrirtækinu er einnig fjölbreytt.Enginn sérsamningur Um þrjátíu manns eru með háskólagráðu og 18 með iðnmenntun og þrátt fyrir að rúmlega helmingur starfsmanna sé framleiðslustarfsmenn, það er almennir verkamenn, er menntunarstig þeirra fjölbreytt einnig. „Í verkamannahópnum hjá okkur er einn doktor í hagfræði. Hann er frá Brasilíu,“ segir Hafsteinn og bætir því við að í verkamannahópnum sé einnig hjúkrunarfræðingur frá Filippseyjum og einn starfsmannanna sé með meistarapróf í enskum bókmenntum og annar með meistarapróf í efnafræði. Verkafólki hjá PCC verða greidd laun eftir kjarasamningi Framsýnar. „Við erum ekki með neinn sérsamning við Framsýn, heldur förum eftir grunnsamningi þeirra,“ segir Laufey Sigurðardóttir, starfsmannastjóri PCC á Bakka.Framsýn leggur hins vegar áherslu á að fyrirtækið geri sérstakan samning við verkalýðsfélagið enda um mjög sérhæfð störf að ræða. „Viðræður þess efnis eru í gangi um þessar mundir og óvíst er um niðurstöðuna úr þeim viðræðum. Aðilar funduðu síðast í síðustu viku,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar. Skortur á húsnæði hefur verið á Húsavík og nýir starfsmenn PCC hafa ekki farið varhluta af því. „Við erum búin að afhenda 5 af 22 íbúðum sem eru í byggingu hjá PCC Seeview Residence og það er biðlisti þar,“ segir Laufey. Aðspurð segir Laufey að hluti starfsfólksins sé í húsnæðisvanda en PCC hafi hlaupið undir bagga og tekið á leigu skammtímahúsnæði fyrir þá sem eru í vandræðum. „Það er auðveldara á þessum árstíma þegar Airbnb-útleiga er ekki í fullum gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira