Unir dómi Mannréttindadómstólsins í máli Egils Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. mars 2018 18:54 Egill Einarsson. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið hefur tekið ákvörðun um að dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Egils Einarssonar verði ekki skotið til yfirdeildar dómstólsins. Ríkið hefur þegar greitt Agli rúmlega tvær milljónir króna í málskostnað sem það var dæmt til að greiða.RÚV greindi fyrstfrá en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, staðfestir þetta í samtali við Vísi.Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirriniðurstöðu að dómur Hæstaréttarí máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans sem segir að sérhver maður eigi rétt á friðhelgi til einkalífs.Egill fór fram á að ummælin „Fuck you rapist bastard“ eða „„Farðu til fjandans nauðgaraskepna“sem Ingi Kristján skrifaði við mynd sem hann birti á Instagram yrðu dæmd dauð og ómerk.Hæstiréttur klofnaði í dómi sínum í lok árs 2014 en tveir dómarar töldu ummælin varin af 73. grein stjórnarskárinnar er snýr að tjáninga frelsi. Einn dómari skilaði sératkvæði.Í dómi Mannréttindadómstólsins, sem fimm dómarar voru sammála um en tveir skiluðu sératkvæði, segir meðal annars að ummælin hafi verið alvarleg og skaðleg fyrir orðspor Egils. Þau hafi leitt til brots á friðhelgi einkalífs Egils og er vísað til 8. greinar mannréttindasáttmálans. Jafnvel umdeildar opinberar persónur, sem hafa tekið þátt í grófri umræðu eða orðið fyrir henni vegna hegðunar sinnar, eigi ekki að þurfa að sæta því að vera opinberlega ásakaðar um alvarleg hegningarlagabrot án þess að ásökunin eigi sér stað í raunveruleikanum.Var það niðurstaða dómstólsins að Hæstiréttur hefði ekki gætt rétt jafnvægis á milli friðhelgi Egils til einkalífs og tjáningarfrelsis Inga Kristjáns. Egill fór fram á 10 þúsund evrur í miskabætur vegna málsins en dómstóllinn hafnaði þeirri beiðni.Tveir dómarar skiluðu sératkvæði og töldu dóm Hæstaréttar réttan.Íslenska ríkið er dæmt til þess að greiða Agli 17.500 evrur vegna dómsins eða rúmlega 2,1 milljón íslenskra króna í málskostnað, annars vegar fyrir dómstólum á Íslandi og hins vegar fyrir Mannréttindadómstólnum, sem ríkið hefur þegar greitt Agli, eins og fyrr segir. Dómsmál Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Íslenska ríkið hefur tekið ákvörðun um að dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Egils Einarssonar verði ekki skotið til yfirdeildar dómstólsins. Ríkið hefur þegar greitt Agli rúmlega tvær milljónir króna í málskostnað sem það var dæmt til að greiða.RÚV greindi fyrstfrá en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, staðfestir þetta í samtali við Vísi.Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirriniðurstöðu að dómur Hæstaréttarí máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans sem segir að sérhver maður eigi rétt á friðhelgi til einkalífs.Egill fór fram á að ummælin „Fuck you rapist bastard“ eða „„Farðu til fjandans nauðgaraskepna“sem Ingi Kristján skrifaði við mynd sem hann birti á Instagram yrðu dæmd dauð og ómerk.Hæstiréttur klofnaði í dómi sínum í lok árs 2014 en tveir dómarar töldu ummælin varin af 73. grein stjórnarskárinnar er snýr að tjáninga frelsi. Einn dómari skilaði sératkvæði.Í dómi Mannréttindadómstólsins, sem fimm dómarar voru sammála um en tveir skiluðu sératkvæði, segir meðal annars að ummælin hafi verið alvarleg og skaðleg fyrir orðspor Egils. Þau hafi leitt til brots á friðhelgi einkalífs Egils og er vísað til 8. greinar mannréttindasáttmálans. Jafnvel umdeildar opinberar persónur, sem hafa tekið þátt í grófri umræðu eða orðið fyrir henni vegna hegðunar sinnar, eigi ekki að þurfa að sæta því að vera opinberlega ásakaðar um alvarleg hegningarlagabrot án þess að ásökunin eigi sér stað í raunveruleikanum.Var það niðurstaða dómstólsins að Hæstiréttur hefði ekki gætt rétt jafnvægis á milli friðhelgi Egils til einkalífs og tjáningarfrelsis Inga Kristjáns. Egill fór fram á 10 þúsund evrur í miskabætur vegna málsins en dómstóllinn hafnaði þeirri beiðni.Tveir dómarar skiluðu sératkvæði og töldu dóm Hæstaréttar réttan.Íslenska ríkið er dæmt til þess að greiða Agli 17.500 evrur vegna dómsins eða rúmlega 2,1 milljón íslenskra króna í málskostnað, annars vegar fyrir dómstólum á Íslandi og hins vegar fyrir Mannréttindadómstólnum, sem ríkið hefur þegar greitt Agli, eins og fyrr segir.
Dómsmál Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40
Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36