Innlent

Ýmis­legt sem hunda­eig­endur þurfa að huga að vilji þeir fara með hundinn í strætó

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hundurinn Neró er búinn að kíkja í strætó en frá og með deginum í dag eru gæludýr leyfð í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs.
Hundurinn Neró er búinn að kíkja í strætó en frá og með deginum í dag eru gæludýr leyfð í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs. vísir/vilhelm
Í dag, þann 1. mars, hefst nýtt tilraunaverkefni Strætó bs. þegar gæludýr verða leyfð í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki þarf að greiða sérstakt fargjald fyrir dýrin en gæludýraeigendur og Strætó þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði sem Umhverfis-og auðlindaráðuneytið setur.

Þá er ýmislegt sem er gott fyrir hundaeigendur að hafa í huga áður en farið er með hundinn í strætó og hefur vefsíðan Hundasamfélagið tekið saman nokkra góða punkta fyrir hundaeigendur. Eru punktarnir teknir saman í samráði við nokkra hundaþjálfara.

Á meðal þess sem er mælt með er að kynna sér vel merkjamál og þekkja hundinn sinn. Mikilvægt sé að leyfa hundinum ekki að heilsa öðrum farþegum í strætó eða eins og segir á vef Hundasamfélagsins:

„Það er rosalega mikilvægt að leyfa hundinum ekki að heilsa öðrum farþegum í strætó, hundar eru fljótir að aðlagast og venjast aðstæðum og mynda ákveðna hegðun fyrir ákveðnar aðstæður eftir reynslu. Ef það er alltaf brjálað stuð í strætó að fá að heilsa öllum og fá fullt af athygli er mikil hætta á að hundurinn verði spenntur við að fara í strætó og það verði erfitt að fá hann til að róast niður.“

Nánar má kynna sér það sem gott er fyrir hundaeigendur að hafa í huga hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×