Það er svo erfitt að keppa í tónlist Guðný Hrönn skrifar 1. mars 2018 08:00 Rósa (í miðjunni) segir einstaklega góða stemningu ríkja innan Fókus-hópsins. Vísir/ernir Það ríkir gleði og góð stemning í sönghópnum Fókus að sögn Rósu Bjargar, einnar af meðlimum hópsins, en Fókus skipa þau Karítas Harpa Davíðsdóttir, Eiríkur Þór Hafdal, Sigurjón Örn Böðvarsson, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir og Rósa Björg Ómarsdóttir. Rósa segir þó líka geta verið krefjandi að vera partur af sönghóp þar sem allir eru þannig lagað í sama hlutverkinu. „Það getur klárlega verið erfitt. Við erum öll aðalsöngvarar,“ segir hún og hlær. „Og ef maður er mikið með einhverjum þá myndast auðvitað alltaf einhver spenna. En það er bara eðlilegt,“ segir Rósa glöð í bragði. „Við höfum það bara sem reglu að tala opinskátt ef eitthvað er að trufla okkur. Við vorum svo miklir vinir áður en við fórum út í þetta verkefni og viljum ekki skemma það. Þetta er auðvitað mikið álag þó þetta sé draumaálag.“ Meðlimir hópsins kynntust í annarri þáttaröð Voice. Þar voru þau að keppa við hvert annað en urðu samt fljótt miklir vinir. „Það var alltaf svo gaman baksviðs og það myndaðist þannig séð aldrei einhver samkeppni á milli okkar. Við studdum alltaf við bakið á hvert öðru,“ útskýrir Rósa. Strax eftir Voice fóru þau að ræða um að gera eitthvað saman, samhliða sólóverkefnum. „Við töluðum um að halda tónleika saman eða eitthvað og við gerðum það. Það vatt svo upp á sig því við fengum svo góðar viðtökur,“ segir Rósa. Núna er Fókus að keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins með lagið Aldrei gefast upp og hópurinn freistar þess að komast á Eurovision í maí. Rósa segir þau fara með það viðhorf sem þau tileinkuðu sér í Voice í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Við lítum ekki á þetta sem samkeppni. Það er svo erfitt að keppa í tónlist því þetta er bara spurning um hvað fólk fílar.“Mismiklir aðdáendur Spurð út í hvort þau séu öll miklir Eurovision-aðdáendur segir Rósa: „Já, en við vorum kannski mismiklir aðdáendur. En eftir þetta ferli eru allir í hópnum orðnir miklir Eurovision-aðdáendur. Sjálf hef ég horft á keppnina frá því að ég man eftir mér. Sigurjón og Eiríkur eru sérstaklega miklir aðdáendur, þeir eru alveg með öll ártöl og allt á hreinu.“ Rósa hefur farið á Eurovision sem áhorfandi og síðan þá hefur hún horft öðrum augum á keppnina. „Þetta er svo mikil upplifun og þarna ríkir svo mikil gleði. Ég varð bara ástfangin af þessu,“ segir Rósa. Hún bætir við að lokum að hópurinn sé afar þakklátur fyrir góð viðbrögð sem hann hefur fengið. „Það er ótrúlegt að finna hvað maður er að ná til margra, erlendis og hérlendis.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Það ríkir gleði og góð stemning í sönghópnum Fókus að sögn Rósu Bjargar, einnar af meðlimum hópsins, en Fókus skipa þau Karítas Harpa Davíðsdóttir, Eiríkur Þór Hafdal, Sigurjón Örn Böðvarsson, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir og Rósa Björg Ómarsdóttir. Rósa segir þó líka geta verið krefjandi að vera partur af sönghóp þar sem allir eru þannig lagað í sama hlutverkinu. „Það getur klárlega verið erfitt. Við erum öll aðalsöngvarar,“ segir hún og hlær. „Og ef maður er mikið með einhverjum þá myndast auðvitað alltaf einhver spenna. En það er bara eðlilegt,“ segir Rósa glöð í bragði. „Við höfum það bara sem reglu að tala opinskátt ef eitthvað er að trufla okkur. Við vorum svo miklir vinir áður en við fórum út í þetta verkefni og viljum ekki skemma það. Þetta er auðvitað mikið álag þó þetta sé draumaálag.“ Meðlimir hópsins kynntust í annarri þáttaröð Voice. Þar voru þau að keppa við hvert annað en urðu samt fljótt miklir vinir. „Það var alltaf svo gaman baksviðs og það myndaðist þannig séð aldrei einhver samkeppni á milli okkar. Við studdum alltaf við bakið á hvert öðru,“ útskýrir Rósa. Strax eftir Voice fóru þau að ræða um að gera eitthvað saman, samhliða sólóverkefnum. „Við töluðum um að halda tónleika saman eða eitthvað og við gerðum það. Það vatt svo upp á sig því við fengum svo góðar viðtökur,“ segir Rósa. Núna er Fókus að keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins með lagið Aldrei gefast upp og hópurinn freistar þess að komast á Eurovision í maí. Rósa segir þau fara með það viðhorf sem þau tileinkuðu sér í Voice í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Við lítum ekki á þetta sem samkeppni. Það er svo erfitt að keppa í tónlist því þetta er bara spurning um hvað fólk fílar.“Mismiklir aðdáendur Spurð út í hvort þau séu öll miklir Eurovision-aðdáendur segir Rósa: „Já, en við vorum kannski mismiklir aðdáendur. En eftir þetta ferli eru allir í hópnum orðnir miklir Eurovision-aðdáendur. Sjálf hef ég horft á keppnina frá því að ég man eftir mér. Sigurjón og Eiríkur eru sérstaklega miklir aðdáendur, þeir eru alveg með öll ártöl og allt á hreinu.“ Rósa hefur farið á Eurovision sem áhorfandi og síðan þá hefur hún horft öðrum augum á keppnina. „Þetta er svo mikil upplifun og þarna ríkir svo mikil gleði. Ég varð bara ástfangin af þessu,“ segir Rósa. Hún bætir við að lokum að hópurinn sé afar þakklátur fyrir góð viðbrögð sem hann hefur fengið. „Það er ótrúlegt að finna hvað maður er að ná til margra, erlendis og hérlendis.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira