Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Sveinn Arnarsson skrifar 1. mars 2018 06:00 Séra Ólafur er borinn þungum sökum. Vísir/GVA Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar féllst á að séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefði brotið af sér í starfi með kynferðislegri áreitni í garð tveggja kvenna. Biskupi er falið að ákveða refsingu séra Ólafs. Sóknarpresturinn á að baki langa sögu meintrar kynferðisáreitni. Í minnisblöðum biskups segir að biskup hafi talað við aðra konu sem hafi átt sams konar reynslu og konurnar fimm en sú ætli sér ekki að kæra til fagráðs. Á fundi úrskurðarnefndar þann 4. október 2017 kom fram hjá einum brotaþolanna að hún hefði heyrt talað um svona háttsemi hjá séra Ólafi og var vísað til hans undir uppnefninu „Óli sleikur“. Við það hafi hún ákveðið að stíga fram. Séra Ólafur ruglaðist á brotaþolum við meðferð mála gegn honum. Á fundi þann 11. apríl í fyrra hjá biskupi Íslands kannaðist hann við að hafa brotið gegn „Elínu“. Ein kvennanna sem kærði hann heitir Elín Sigrún Jónsdóttir. Hins vegar kannaðist sóknarpresturinn ekkert við það þann 5. desember síðastliðinn. Hann gaf þær ástæður að hann hefði ruglast á konum og hélt að kvörtunin hefði komið frá Elínu Hrund Kristjánsdóttur, formanni fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og sóknarprests í Odda. Um 6-10 ár eru síðan séra Ólafur fór yfir hennar mörk samkvæmt gögnum málsins.Agnes Sigurðardóttur er falið að ákveða refsingu séra Ólafs.Lýsingar kvennana fimm á háttsemi sr. Ólafs Brotaþolarnir fimm greina frá mjög svipuðum aðstæðum og eru sögur þeirra keimlíkar í aðalatriðum. Hér á eftir fer lýsing brotaþolanna á háttsemi sóknarprestsins í Grensáskirkju. Lýsing brotaþola 1: [Ekki aga- eða siðferðisbrot en háttsemin sönnuð] „Eftir að hann tók hana í faðminn, þrátt fyrir að hún ætlaði aðeins að taka í hönd hans, ríghélt hann henni með ofurafli, þrýsti henni að sér og sleikti báðar kinnar hennar. Hún hafi fyllst óhugnaðartilfinningu sem var lamandi og erfitt að lýsa.“Lýsing brotaþola 2: [Háttsemi talin siðferðisbrot en ekki gerð refsing] „[…] að það hafi verið haustið 2004 sem gagnaðili hafi komið í Kirkjuhúsið, þar sem málshefjandi starfar, og bókstaflega lyft henni upp og haldið henni fastri.“ „Alltaf þegar gagnaðili kom á vinnustað málshefjanda stóð hann nálægt henni og kom því þannig fyrir að hann snerti hana.“ „Hann kom nokkrum sinnum aftan að málshefjanda á vinnustað hennar og hafði einstakt lag á að koma henni að óvörum. Hann talaði um alls kyns hluti sem hann vildi gera með málshefjanda.“„Eitt skipt kom gagnaðili inn í eldhúsið á vinnustaðnum, slefaði ofan í hálsmál málshefjanda og sagði við hana hvað hann ætlaði að gera með henni uppi á hótelherbergi þegar þau væru komin til útlanda.“ Umrædd utanlandsferð, sem konan treysti sér ekki til að fara í, var vinnuferð á vegum kirkjunnar 26.–30. janúar, fjórum árum eftir að fyrsta atvikið átti sér stað. Lýsing brotaþola 3: [Ekki aga- eða siðferðisbrot en háttsemin sönnuð] „Fyrir nokkrum árum hafi hún farið á fund í Grensáskirkju. […] Hún hafi verið sú fyrsta sem mætti fyrir utan gagnaðila. Í fatahenginu við salernin heilsaði gagnaðili henni, dró hana að sér og fór að sleikja á henni eyrað. Þarna hafi hann gengið yfir öll hennar mörk.“Lýsing brotaþola 4: [Ekki aga- eða siðferðisbrot en háttsemin sönnuð]„Gagnaðili hafi komið í anddyrið og hún staðið upp til að heilsa honum. Eins og þau voru vön faðmaði hún hann og ætlaði að kyssa hann á kinnina en þá snéri hann andlitinu að henni svo þau kysstust á munninn. Hún segist hafa orðið svolítið hissa en svo hafi gagnaðili stungið tungunni upp í hana.“Lýsing brotaþola 5: [Háttsemin siðferðisbrot og biskups að ákveða refsingu] „[…] Hafi þolað áreitni af hendi gagnaðila allt frá því hún flutti skrifstofu sína í Grensáskirkju haustið 2002 og fram á árið 2017. Áreitnin felist í: Narti í eyrnasnepla; kossum á kinn sem færist yfir á eyrnasnepla sem sleiktir séu snöggt; kæfandi faðmlögum, þar sem henni sé lyft upp frá gólfi og haldið þétt í fangi hans; fótanuddi þar sem skór eru teknir af fæti og fótur nuddaður upp fyrir kálfa.“ „[.…] atvikin séu svo mörg á löngum tíma að hún muni þau ekki öll enda hafi hún reynt að ýta þeim markvisst út úr minni sínu.“ Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Lögreglu heimilt að bregðast við ásökunum gegn presti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekki upplýsa um hvort farið verði í frumkvæðisrannsókn á meintum kynferðisbrotum sr. Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, á hendur fimm konum. 16. nóvember 2017 06:00 Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00 Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar féllst á að séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefði brotið af sér í starfi með kynferðislegri áreitni í garð tveggja kvenna. Biskupi er falið að ákveða refsingu séra Ólafs. Sóknarpresturinn á að baki langa sögu meintrar kynferðisáreitni. Í minnisblöðum biskups segir að biskup hafi talað við aðra konu sem hafi átt sams konar reynslu og konurnar fimm en sú ætli sér ekki að kæra til fagráðs. Á fundi úrskurðarnefndar þann 4. október 2017 kom fram hjá einum brotaþolanna að hún hefði heyrt talað um svona háttsemi hjá séra Ólafi og var vísað til hans undir uppnefninu „Óli sleikur“. Við það hafi hún ákveðið að stíga fram. Séra Ólafur ruglaðist á brotaþolum við meðferð mála gegn honum. Á fundi þann 11. apríl í fyrra hjá biskupi Íslands kannaðist hann við að hafa brotið gegn „Elínu“. Ein kvennanna sem kærði hann heitir Elín Sigrún Jónsdóttir. Hins vegar kannaðist sóknarpresturinn ekkert við það þann 5. desember síðastliðinn. Hann gaf þær ástæður að hann hefði ruglast á konum og hélt að kvörtunin hefði komið frá Elínu Hrund Kristjánsdóttur, formanni fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og sóknarprests í Odda. Um 6-10 ár eru síðan séra Ólafur fór yfir hennar mörk samkvæmt gögnum málsins.Agnes Sigurðardóttur er falið að ákveða refsingu séra Ólafs.Lýsingar kvennana fimm á háttsemi sr. Ólafs Brotaþolarnir fimm greina frá mjög svipuðum aðstæðum og eru sögur þeirra keimlíkar í aðalatriðum. Hér á eftir fer lýsing brotaþolanna á háttsemi sóknarprestsins í Grensáskirkju. Lýsing brotaþola 1: [Ekki aga- eða siðferðisbrot en háttsemin sönnuð] „Eftir að hann tók hana í faðminn, þrátt fyrir að hún ætlaði aðeins að taka í hönd hans, ríghélt hann henni með ofurafli, þrýsti henni að sér og sleikti báðar kinnar hennar. Hún hafi fyllst óhugnaðartilfinningu sem var lamandi og erfitt að lýsa.“Lýsing brotaþola 2: [Háttsemi talin siðferðisbrot en ekki gerð refsing] „[…] að það hafi verið haustið 2004 sem gagnaðili hafi komið í Kirkjuhúsið, þar sem málshefjandi starfar, og bókstaflega lyft henni upp og haldið henni fastri.“ „Alltaf þegar gagnaðili kom á vinnustað málshefjanda stóð hann nálægt henni og kom því þannig fyrir að hann snerti hana.“ „Hann kom nokkrum sinnum aftan að málshefjanda á vinnustað hennar og hafði einstakt lag á að koma henni að óvörum. Hann talaði um alls kyns hluti sem hann vildi gera með málshefjanda.“„Eitt skipt kom gagnaðili inn í eldhúsið á vinnustaðnum, slefaði ofan í hálsmál málshefjanda og sagði við hana hvað hann ætlaði að gera með henni uppi á hótelherbergi þegar þau væru komin til útlanda.“ Umrædd utanlandsferð, sem konan treysti sér ekki til að fara í, var vinnuferð á vegum kirkjunnar 26.–30. janúar, fjórum árum eftir að fyrsta atvikið átti sér stað. Lýsing brotaþola 3: [Ekki aga- eða siðferðisbrot en háttsemin sönnuð] „Fyrir nokkrum árum hafi hún farið á fund í Grensáskirkju. […] Hún hafi verið sú fyrsta sem mætti fyrir utan gagnaðila. Í fatahenginu við salernin heilsaði gagnaðili henni, dró hana að sér og fór að sleikja á henni eyrað. Þarna hafi hann gengið yfir öll hennar mörk.“Lýsing brotaþola 4: [Ekki aga- eða siðferðisbrot en háttsemin sönnuð]„Gagnaðili hafi komið í anddyrið og hún staðið upp til að heilsa honum. Eins og þau voru vön faðmaði hún hann og ætlaði að kyssa hann á kinnina en þá snéri hann andlitinu að henni svo þau kysstust á munninn. Hún segist hafa orðið svolítið hissa en svo hafi gagnaðili stungið tungunni upp í hana.“Lýsing brotaþola 5: [Háttsemin siðferðisbrot og biskups að ákveða refsingu] „[…] Hafi þolað áreitni af hendi gagnaðila allt frá því hún flutti skrifstofu sína í Grensáskirkju haustið 2002 og fram á árið 2017. Áreitnin felist í: Narti í eyrnasnepla; kossum á kinn sem færist yfir á eyrnasnepla sem sleiktir séu snöggt; kæfandi faðmlögum, þar sem henni sé lyft upp frá gólfi og haldið þétt í fangi hans; fótanuddi þar sem skór eru teknir af fæti og fótur nuddaður upp fyrir kálfa.“ „[.…] atvikin séu svo mörg á löngum tíma að hún muni þau ekki öll enda hafi hún reynt að ýta þeim markvisst út úr minni sínu.“
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Lögreglu heimilt að bregðast við ásökunum gegn presti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekki upplýsa um hvort farið verði í frumkvæðisrannsókn á meintum kynferðisbrotum sr. Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, á hendur fimm konum. 16. nóvember 2017 06:00 Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00 Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Lögreglu heimilt að bregðast við ásökunum gegn presti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekki upplýsa um hvort farið verði í frumkvæðisrannsókn á meintum kynferðisbrotum sr. Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, á hendur fimm konum. 16. nóvember 2017 06:00
Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00
Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32