Gamla bíó enn á bráðabirgðaleyfi Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2018 11:17 Guðvarður Gíslason, eigandi og rekstrarstjóri Gamla bíós Vísir/Anton Brink „Við erum í góðum málum eins og er en þurfum að fá varanlegt leyfi,“ segir Guðvarður Gíslason eigandi og rekstrarstjóri Gamla bíós í Reykjavík en mikil óvissa hefur ríkt um áframhald skemmtanahalds í húsnæðinu. Í næsta húsi við Gamla bíó í Ingólfsstræti stendur 101 hótel en eigendur Gamla bíós og hótelsins hafa staðið í deilum vegna hávaða sem berst frá Gamla bíó yfir á hótelið.Virða 95 dB hávaðamörkin Eigendur Gamla bíós stefndu eigendum 101 hótels fyrir dómstólum þar sem þess er krafist að viðbygging hótelsins verði rifin. Guðvarður segir í samtali við Vísi að um sé að ræða viðbyggingu sem er alveg við Gamla bíó. Hann segir þá viðbyggingu verða þess valdandi að hljóð berst frekar yfir á hótelið. Guðvarður segir Gamla bíó hafa leyfi fyrir hávaða upp að 95 desíbelum. „Og við virðum það, en það er alveg vitað að þetta hljóð barst yfir löngur áður en hótelið var byggt,“ segir Guðvarður.Frá horni Hverfisgötu og Ingólfstrætis þar sem 101 hótel stendur.VísirNíutíu ára samkomuhús Í janúar síðastliðnum veitti sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu Gamla bíói bráðabirgðaleyfi til áframhaldandi reksturs og er staðurinn enn á slíku bráðabirgðaleyfi. Guðvarður segir málið í vinnslu hjá Reykjavíkurborg. Hafa eigendur Gamla bíós sótt um tvöfalt leyfi, eitt fyrir Gamla bíó og annað fyrir Petersen svítuna sem er á efstu hæð Gamla bíós. Guðvarður segir eigendur Gamla bíós hafa sótt um leyfi til skemmtanahalds til klukkan eitt á nóttunni í Gamla bíó til að liðka fyrir málum. „En við áskiljum okkur rétt til að fá leyfið til baka ef við skyldum vinna þetta dómsmál,“ segir Guðvarður. Hann segist eiga von á því að fá endanlegt svar frá Reykjavíkurborg í vikunni um leyfisveitingu. „Það getur enginn farið að neita samkomuhúsi til níutíu ára um að vera með samkomuleyfi,“ segir Guðvarður.Vel verður fylgst með gangi mála á HM í fótbolta í Gamla bíó í sumar.Vísir/EPABlása til HM veislu Hann segir engan bilbug að finna á eigendum hússins og stendur til að blása til mikillar sóknar vegna Heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fer fram í sumar. Árið 1926 var hafist handa við byggingu Gamla bíós og var fyrsta myndin sýnd þar 2. ágúst árið 1927 en það var stórmyndin Ben Hur. Íslenska óperan eignaðist húsið árið 1981 og hóf starfsemi sína þar. Óperan flutti starfsemi sína í Hörpu en þá hófust miklar endurbætur á árunum 2014 til 2016 og hefur skemmtanahald verið þar undanfarin ár.Árið 2015 bárust fregnir af því að tónlistarmaðurinn Páll Óskar hefði hætt við tónleikahald í Gamla bíói því ekki fékkst leyfi fyrir auknum hljóðstyrk á tónleikunum. Rætt var við forsvarsmenn Gamla bíós og 101 hótels við það tilefni en þá vildu eigendur Gamla bíós að eigendur 101 hótels myndu láta hljóðeinangra viðbyggingu hótelsins. Nú er svo komið að deilan er komin fyrir dómstóla. Tónlist Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Sjá meira
„Við erum í góðum málum eins og er en þurfum að fá varanlegt leyfi,“ segir Guðvarður Gíslason eigandi og rekstrarstjóri Gamla bíós í Reykjavík en mikil óvissa hefur ríkt um áframhald skemmtanahalds í húsnæðinu. Í næsta húsi við Gamla bíó í Ingólfsstræti stendur 101 hótel en eigendur Gamla bíós og hótelsins hafa staðið í deilum vegna hávaða sem berst frá Gamla bíó yfir á hótelið.Virða 95 dB hávaðamörkin Eigendur Gamla bíós stefndu eigendum 101 hótels fyrir dómstólum þar sem þess er krafist að viðbygging hótelsins verði rifin. Guðvarður segir í samtali við Vísi að um sé að ræða viðbyggingu sem er alveg við Gamla bíó. Hann segir þá viðbyggingu verða þess valdandi að hljóð berst frekar yfir á hótelið. Guðvarður segir Gamla bíó hafa leyfi fyrir hávaða upp að 95 desíbelum. „Og við virðum það, en það er alveg vitað að þetta hljóð barst yfir löngur áður en hótelið var byggt,“ segir Guðvarður.Frá horni Hverfisgötu og Ingólfstrætis þar sem 101 hótel stendur.VísirNíutíu ára samkomuhús Í janúar síðastliðnum veitti sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu Gamla bíói bráðabirgðaleyfi til áframhaldandi reksturs og er staðurinn enn á slíku bráðabirgðaleyfi. Guðvarður segir málið í vinnslu hjá Reykjavíkurborg. Hafa eigendur Gamla bíós sótt um tvöfalt leyfi, eitt fyrir Gamla bíó og annað fyrir Petersen svítuna sem er á efstu hæð Gamla bíós. Guðvarður segir eigendur Gamla bíós hafa sótt um leyfi til skemmtanahalds til klukkan eitt á nóttunni í Gamla bíó til að liðka fyrir málum. „En við áskiljum okkur rétt til að fá leyfið til baka ef við skyldum vinna þetta dómsmál,“ segir Guðvarður. Hann segist eiga von á því að fá endanlegt svar frá Reykjavíkurborg í vikunni um leyfisveitingu. „Það getur enginn farið að neita samkomuhúsi til níutíu ára um að vera með samkomuleyfi,“ segir Guðvarður.Vel verður fylgst með gangi mála á HM í fótbolta í Gamla bíó í sumar.Vísir/EPABlása til HM veislu Hann segir engan bilbug að finna á eigendum hússins og stendur til að blása til mikillar sóknar vegna Heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fer fram í sumar. Árið 1926 var hafist handa við byggingu Gamla bíós og var fyrsta myndin sýnd þar 2. ágúst árið 1927 en það var stórmyndin Ben Hur. Íslenska óperan eignaðist húsið árið 1981 og hóf starfsemi sína þar. Óperan flutti starfsemi sína í Hörpu en þá hófust miklar endurbætur á árunum 2014 til 2016 og hefur skemmtanahald verið þar undanfarin ár.Árið 2015 bárust fregnir af því að tónlistarmaðurinn Páll Óskar hefði hætt við tónleikahald í Gamla bíói því ekki fékkst leyfi fyrir auknum hljóðstyrk á tónleikunum. Rætt var við forsvarsmenn Gamla bíós og 101 hótels við það tilefni en þá vildu eigendur Gamla bíós að eigendur 101 hótels myndu láta hljóðeinangra viðbyggingu hótelsins. Nú er svo komið að deilan er komin fyrir dómstóla.
Tónlist Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Sjá meira