Vandræði VG hafi ekki áhrif á ríkisstjórnina Sveinn Arnarsson skrifar 19. mars 2018 07:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson studdu vantraust á dómsmálaráðherra á dögunum. Samskiptin eru erfið innan VG. Vísir/ANton Á þingflokksfundi Vinstri grænna verður reynt að leysa úr þeim samskiptaörðugleikum sem hafa ríkt innan þingflokksins frá því hann settist í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokknum. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir málið litlu skipta fyrir ríkisstjórnina. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, opinberaði á fimmtudaginn í samtali við Fréttablaðið að samskipti innan þingflokksins hefðu verið erfið. Einnig hafði hún reynt að kalla inn varamann fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur, oddvita flokksins í stærsta kjördæmi landsins, að henni forspurðri. Grétar Þór segir meirihlutann vera sterkan á þingi.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.„Þótt tveir þingmenn VG styðji ekki ríkisstjórnina er þingmeirihlutinn samt traustur. Þá munu Rósa Björk og Andrés Ingi líkast til ekki kjósa gegn stjórninnni í mörgum málum. Því eru líkur á að þetta hafi lítil sem engin áhrif á ríkisstjórnina og þann meirihluta sem uppi er á þingi,“ segir Grétar Þór. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa á síðustu dögum talið meirihlutann vera 33 þingmenn en ekki 35 líkt og var í upphafi og hafa því í orðum úthýst Rósu Björk og Andrési Inga úr stjórnarsamstarfinu. Grétar Þór segir þó að samskiptaerfiðleikarnir séu öllum ljósir og það sé aldrei gott fyrir flokk sem sitji í ríkisstjórn örfáum mánuðum eftir myndun hennar. „Samskiptaerfiðleikarnir eiga rætur að rekja til þess að þau studdu ekki ríkisstjórnarsamstarfið frá byrjun. Því er áhugavert að velta því fyrir sér hvort þau séu í raun hluti af þingflokki VG eða fái bara að fljóta með. Þessi núningur manna á milli innan flokksins virðist hins vegar ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarfið.“ Þingflokksfundurinn í dag er ætlaður til að reyna að sætta mannskapinn.„Þetta er meira spurning um anda og móral. Það er áhugavert að lesa í það að þingflokksformaður hafi hlutast til um það að kalla inn varamann fyrir þingmann án þess að ræða það. Þá er ljóst að samskiptin eru ekki góð." Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Samskiptin innan VG eru stirð og hafa verið það í nokkurn tíma að mati þingflokksformanns VG. Ekki sé búið að hreinsa loftið eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra. 16. mars 2018 07:00 Gefur lítið fyrir vanda innan þingflokks Á þingflokksfundi VG á mánudaginn verður reynt að bera klæði á vopnin og ræða um það sem aflaga hefur farið í samskiptum innan þingflokksins. 17. mars 2018 07:15 Þjarmað að þingflokksformanni á samfélagsmiðlum Bjarkey segist hafa orðað klaufalega hvað hann vildi sagt hafa. 15. mars 2018 12:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Á þingflokksfundi Vinstri grænna verður reynt að leysa úr þeim samskiptaörðugleikum sem hafa ríkt innan þingflokksins frá því hann settist í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokknum. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir málið litlu skipta fyrir ríkisstjórnina. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, opinberaði á fimmtudaginn í samtali við Fréttablaðið að samskipti innan þingflokksins hefðu verið erfið. Einnig hafði hún reynt að kalla inn varamann fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur, oddvita flokksins í stærsta kjördæmi landsins, að henni forspurðri. Grétar Þór segir meirihlutann vera sterkan á þingi.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.„Þótt tveir þingmenn VG styðji ekki ríkisstjórnina er þingmeirihlutinn samt traustur. Þá munu Rósa Björk og Andrés Ingi líkast til ekki kjósa gegn stjórninnni í mörgum málum. Því eru líkur á að þetta hafi lítil sem engin áhrif á ríkisstjórnina og þann meirihluta sem uppi er á þingi,“ segir Grétar Þór. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa á síðustu dögum talið meirihlutann vera 33 þingmenn en ekki 35 líkt og var í upphafi og hafa því í orðum úthýst Rósu Björk og Andrési Inga úr stjórnarsamstarfinu. Grétar Þór segir þó að samskiptaerfiðleikarnir séu öllum ljósir og það sé aldrei gott fyrir flokk sem sitji í ríkisstjórn örfáum mánuðum eftir myndun hennar. „Samskiptaerfiðleikarnir eiga rætur að rekja til þess að þau studdu ekki ríkisstjórnarsamstarfið frá byrjun. Því er áhugavert að velta því fyrir sér hvort þau séu í raun hluti af þingflokki VG eða fái bara að fljóta með. Þessi núningur manna á milli innan flokksins virðist hins vegar ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarfið.“ Þingflokksfundurinn í dag er ætlaður til að reyna að sætta mannskapinn.„Þetta er meira spurning um anda og móral. Það er áhugavert að lesa í það að þingflokksformaður hafi hlutast til um það að kalla inn varamann fyrir þingmann án þess að ræða það. Þá er ljóst að samskiptin eru ekki góð."
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Samskiptin innan VG eru stirð og hafa verið það í nokkurn tíma að mati þingflokksformanns VG. Ekki sé búið að hreinsa loftið eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra. 16. mars 2018 07:00 Gefur lítið fyrir vanda innan þingflokks Á þingflokksfundi VG á mánudaginn verður reynt að bera klæði á vopnin og ræða um það sem aflaga hefur farið í samskiptum innan þingflokksins. 17. mars 2018 07:15 Þjarmað að þingflokksformanni á samfélagsmiðlum Bjarkey segist hafa orðað klaufalega hvað hann vildi sagt hafa. 15. mars 2018 12:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Reyna að draga úr spennu í VG á þingflokksfundi í næstu viku Samskiptin innan VG eru stirð og hafa verið það í nokkurn tíma að mati þingflokksformanns VG. Ekki sé búið að hreinsa loftið eftir atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra. 16. mars 2018 07:00
Gefur lítið fyrir vanda innan þingflokks Á þingflokksfundi VG á mánudaginn verður reynt að bera klæði á vopnin og ræða um það sem aflaga hefur farið í samskiptum innan þingflokksins. 17. mars 2018 07:15
Þjarmað að þingflokksformanni á samfélagsmiðlum Bjarkey segist hafa orðað klaufalega hvað hann vildi sagt hafa. 15. mars 2018 12:36