Landsfundur skilyrti stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2018 20:45 Frá vegamótum Sprengisandsleiðar og Gæsavatnaleiðar við Tómasarhaga. Tungnafellsjökull í baksýn. Vísir/Vilhelm Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu að sátt náist við aðliggjandi sveitarfélög. „Nokkur umræða hefur verið um uppbyggingu þjóðgarða á miðhálendi Íslands. Ákvörðun um hana þarf að vera í sátt við aðliggjandi sveitarfélög,” segir í kafla ályktunar landsfundarins um náttúruvernd. Í kafla um sveitarstjórnarstigið er auk þess ályktað að það þurfi að efla. „Mikilvægt er að stækka og efla sveitarfélög og efla íbúalýðræði. Stefna skal að flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga enda fylgi nægjanlegt fjármagn með verkefnunum,” segir í ályktuninni. Stofnun þjóðgarðs gæti þýtt að áhrifavald yfir 40 prósentum af flatarnáli Íslands færðist frá viðkomandi sveitarfélögum yfir til umhverfisráðuneytis og stofnana þess.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Fram hafa komið áhyggjur frá landsbyggðinni um að hálendisþjóðgarður feli í sér aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur með því að áhrifavald yfir 40 prósentum af flatarmáli Íslands færist að einhverju leyti frá viðkomandi héruðum yfir til umhverfisráðuneytis og stofnana þess. Þannig hvatti oddviti Bláskógabyggðar, Helgi Kjartansson, til þess í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að menn einbeittu sér fremur að því að byggja upp innviði samfélagsins. Fram kom í máli hans að tortryggni gætti meðal sveitarstjórnarmanna víða um land. Raunar kvaðst hann ekki hafa heyrt í neinum sem væri þessu fylgjandi. „Ég held að það sé best að þeir sem eru í nærsamfélaginu hafi um þetta að segja og stýri þessu og stjórni,” sagði oddvitinn. Þannig hefði þetta verið um aldir og gengið vel og taldi Helgi heppilegast að halda því óbreyttu.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er efst á blaði í kafla um umhverfismál að stofna þjóðgarð á miðhálendinu.Mynd/Stöð 2.Í lokaskýrslu nefndar umhverfisráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, sem birt var í nóvember, er því lýst hvernig Umhverfisstofnun tekur að nokkru leyti yfir skipulagsvald sveitarfélaga við stofnun þjóðgarðs. Þar segir að samkvæmt náttúruverndarlögum sé það lögbundið verkefni Umhverfisstofnunar að vinna stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir öll friðlýst svæði. „Gert er ráð fyrir að stjórnunar- og verndaráætlanir friðlýstra svæða séu bindandi fyrir sveitarstjórnir við gerð skipulagsáætlana fyrir viðkomandi svæði,” segir í skýrslunni. Stofnun þjóðgarðs þrengir jafnframt möguleika sveitarfélaga og landeigenda til framkvæmda en í náttúruverndarlögum segir: „Í þjóðgörðum eru allar athafnir og framkvæmdir sem hafa varanleg áhrif á náttúru svæðisins bannaðar nema þær séu nauðsynlegar til að markmið friðlýsingarinnar náist.” Tengdar fréttir Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu að sátt náist við aðliggjandi sveitarfélög. „Nokkur umræða hefur verið um uppbyggingu þjóðgarða á miðhálendi Íslands. Ákvörðun um hana þarf að vera í sátt við aðliggjandi sveitarfélög,” segir í kafla ályktunar landsfundarins um náttúruvernd. Í kafla um sveitarstjórnarstigið er auk þess ályktað að það þurfi að efla. „Mikilvægt er að stækka og efla sveitarfélög og efla íbúalýðræði. Stefna skal að flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga enda fylgi nægjanlegt fjármagn með verkefnunum,” segir í ályktuninni. Stofnun þjóðgarðs gæti þýtt að áhrifavald yfir 40 prósentum af flatarnáli Íslands færðist frá viðkomandi sveitarfélögum yfir til umhverfisráðuneytis og stofnana þess.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Fram hafa komið áhyggjur frá landsbyggðinni um að hálendisþjóðgarður feli í sér aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur með því að áhrifavald yfir 40 prósentum af flatarmáli Íslands færist að einhverju leyti frá viðkomandi héruðum yfir til umhverfisráðuneytis og stofnana þess. Þannig hvatti oddviti Bláskógabyggðar, Helgi Kjartansson, til þess í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að menn einbeittu sér fremur að því að byggja upp innviði samfélagsins. Fram kom í máli hans að tortryggni gætti meðal sveitarstjórnarmanna víða um land. Raunar kvaðst hann ekki hafa heyrt í neinum sem væri þessu fylgjandi. „Ég held að það sé best að þeir sem eru í nærsamfélaginu hafi um þetta að segja og stýri þessu og stjórni,” sagði oddvitinn. Þannig hefði þetta verið um aldir og gengið vel og taldi Helgi heppilegast að halda því óbreyttu.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er efst á blaði í kafla um umhverfismál að stofna þjóðgarð á miðhálendinu.Mynd/Stöð 2.Í lokaskýrslu nefndar umhverfisráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, sem birt var í nóvember, er því lýst hvernig Umhverfisstofnun tekur að nokkru leyti yfir skipulagsvald sveitarfélaga við stofnun þjóðgarðs. Þar segir að samkvæmt náttúruverndarlögum sé það lögbundið verkefni Umhverfisstofnunar að vinna stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir öll friðlýst svæði. „Gert er ráð fyrir að stjórnunar- og verndaráætlanir friðlýstra svæða séu bindandi fyrir sveitarstjórnir við gerð skipulagsáætlana fyrir viðkomandi svæði,” segir í skýrslunni. Stofnun þjóðgarðs þrengir jafnframt möguleika sveitarfélaga og landeigenda til framkvæmda en í náttúruverndarlögum segir: „Í þjóðgörðum eru allar athafnir og framkvæmdir sem hafa varanleg áhrif á náttúru svæðisins bannaðar nema þær séu nauðsynlegar til að markmið friðlýsingarinnar náist.”
Tengdar fréttir Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45
Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45