Biggi á Sónar: Sykrað Undirheimasvall Birgir Örn Steinarsson skrifar 18. mars 2018 17:30 Sykur tryllti lýðinn. Ívar Eyþórsson/SónarReykjavík Ég er mættur í Hörpuna á seinni degi Sónar snemma og til í tuskið. Þegar ég geng inn velti ég því fyrir hvort ég sé eitthvað að ruglast, hér eru svo fáir. Ég lít á klukkuna og jú – hún er 10 mínútur í átta og Högni er að fara opna SonarClub (Silfurberg) eftir smá stund. Hvar eru allir? Það hafa verið tónleikar í rúman klukkutíma í SonarComplex (Kaldalóni). Er ég kannski sá eini sem er svona svakalega spenntur? Síminn hringir.„Blessaður djengs,“ segir Danni. „Ég er fyrir utan.“Þá erum við að minnsta kosti tveir sem erum til í slaginn. Á leiðinni okkar inn á tónleikasvæðið sjáum við hvar grímuklædd geimvera svífur í áttina til okkar, niður tröppurnar. Við mætum henni þar sem gæslan tékkar á armböndunum okkar.„Halló,“ segi ég og brosi til Bjarkar Guðmundsdóttur.Hún er eitthvað utan við sig og bregður örlítið.„Neih... hæ,“ segir hún og brosir á móti. Hún er í fullum skrúða – nánast alveg eins og hún er framan á nýju plötu sinni Utopia. Það er ekki fyrr en á leiðinni upp tröppurnar að ég fer að velta því fyrir mér hvers vegna hún sé klædd eins og hún sé að fara á svið? Ætli hún sé að koma óvænt fram í kvöld? Er hún kannski bara hér til þess að heilsa upp á vini sína í Underworld? Ef svo – ætli hún sé þá bara alltaf með grímuna núna? Ætli hún fari út í búð svona?Hjördís Jónsdóttir/SónarReykjavíkÞið misstuð af Högna... óheppin Högni er byrjaður og salurinn er nánast tómur. Á sviðinu með honum er Stephan Stephensen eða President Bongó eins og hann kallar sig og gítarleikari sem ég kannast ekki við. Það er ekki að sjá á Högna að það angri hann nokkuð hversu fáir eru mættir. Hann syngur og lifar sig inn í tónlistina alveg eins og hann myndi gera ef salurinn væri fullur. Eftir hvert lag klappa þeir fjörtíu sem eru í salnum í nokkrar sekúndur. Svo myndast algjör þögn og allir heyra hvert einasta orð sem Högni og Stephan segja sín á milli.„Það er eitthvað smá tenginga ves,“ segir Stephan en það var ekkert að heyra að tónlistinni. Högni kinkar bara kolli og svo er talið í næsta lag. Það kemur auðvitað ekkert á óvart að fyrsta sólóplata Högna, Two Trains, sé stórkostleg. Mjög falleg tónlist sem hljómar eins og sambræðingur þeirrar stefnu sem Björk tók á Homogenic og tónlistar Högna og félaga í Hjaltalín. Maðurinn hefur fengið stórkostlega söngrödd í guðs gjöf og nýtir hann með besta hætti. Læf sjófið hans er flott og allt eins og það á að vera. Róleg og þægileg byrjun á öðrum degi Sónar.Við Danni erum báðir eitthvað vankaðir enda afar sjaldan þessa dagana sem við tökum tvo daga í röð í bjórdrykkju. Við erum voðalega lítið að flýta okkur þegar við löbbum á milli staða. Þannig tekst okkur að missa algjörlega af Serpentwithfeet.Ívar Eyþórsson/SónarReykjavíkGott í bíó Við setjumst inn í Kaldalóni þar sem Hildur Guðnadóttir var að byrja. Þreyta gærdagsins togar okkur neðar í sætin. Hildur leikur mjög tilraunakennda tónlist. Sveimandi selló-tónar og orðalaus rödd sem sveima í kringum okkur. Virkilega flott. Við sitjum og fylgjumst með í um 10 mínútur. „Þetta er eiginlega bara alveg æðislegt hjá henni,“ segir Danni. „Já, algjörlega,“ samþykki ég. „Þetta er voðalega artí og næs en ekki alveg að hjálpa mér með að blása þokunni úr heilanum á mér. Ég þurfti að vakna klukkan átta í morgun maður.“ „Jáh... þetta er meiri svona miðvikudagstónlist eitthvað.“ „Jáh... gott í bíó.“ Við þurfum ekki að segja meira, stöndum báðir upp samtímis og ákveðum að stefna í átt að Ben Frost sem er við það að fara byrja.Ívar Eyþórsson/Sónar ReykjavíkMaðurinn sem kynnti Barcelona fyrir piparkökunni „Þetta er pabbi minn,“ segir Flóki. Ungur maður sem lítur út eins og hann sé klipptur út úr Tinna bók. Einn af mörgum sem við lentum á spjalli við á leiðinni til Ben. „Hann er bakari.“ Ég tek í spaðann á pabba hans sem er Barcelona. Við tölum um mat og hversu yndislegt það sé að hanga með pabba gamla á svona tónlistarfestivali. Þeir eru bestu vinir og geta ekki hugsað sér neitt skemmtilegra en að skella sér á Sónar hér – enda eflaust vanir hátíðinni í fyrri heimaborg þeirra þar sem hún hóf lífdaga sína. „Við buðum meira að segja upp á „the joy of being married í bakaríinu,“ segir pabbinn á ensku með sterkum spænskum hreim. Ég átta mig ekki alveg á því hvað hann er að reyna segja mér. Ég lít spyrjandi á Flóka. „Hjónabandssælu,“ segir hann og við springum allir úr hlátri. „Svo prufaði ég einu sinni að baka pikarkökur fyrir jólin að íslenskum sið,“ segir bakarinn. „Þær voru svo vinsælar að ég neyddist til þess að hafa þær í bakaríinu allan ársins hring eftir það.“ Þetta er sem sagt maðurinn sem kynnti Barcelona fyrir piparkökunni. Einhvern veginn náum við Danni líka að missa algjörlega af Ben Frost.Stefán Páls/Sónar ReykjavíkGeggjað kombakk Það næsta sem við sjáum er Sykur. Loksins fáum við bít til þess að hreyfa okkur við. Ég hef orðið voðalega lítið var við þessa hljómsveit frá því að síðasta plata þeirra Mesapótamía kom út árið 2011. Tók ekki einu sinni eftir fjarveru þeirra heldur. En mikið rosalega var þetta kröftugt gigg. Agnes söngkona er eins og þýska poppsöngkona Nina Hagen á sterum. Lúkkið stórkostlegt, söngurinn frábær og hún heillaði allan salinn upp úr skónum með kröftugri sviðsframkomu sinni. Það ætlaði allt um koll að keyra fremst við sviðið. Allt í einu átta ég mig á því að ég er aðdáandi Sykurs – ég var bara búinn að gleyma því. Stórkostlegt kombakk gigg og æðislegt að íslenska rafsenan eigi svona kröftugan frontmann. Eða ekki bara íslenska rafsenan – því Agnes er mesta rokkstjarna sinnar kynslóðar. Mig grunar að eina ástæðan fyrir því að hún sé ekki heimsfræg sé sú að henni langi bara ekkert svo mikið til þess. Svo... 24 árum seinna Næst á dagskrá er Underworld. Ég er gífurlegur aðdáandi þeirra og skelli reglulega Dubnobasswithmyheadman á plötuspilarann heima. Ég er einn þeirra heppnu sem fékk að sjá þá í Laugardalshöll fyrir rétt tæpum aldarfjórðungi síðan. Þá hafði ég nýlega fest kaup á plötunni eftir að Kiddi í Hljómalind skipaði mér að bæta henni í safnið. Í þá daga gerði maður bara það sem Kiddi sagði og rétti fram seðlana ef hann fór í þann gírinn. Sá maður þurfti bara að horfa á mann í 10 sekúndur til þess að fatta hvaða stöff myndi falla manni að eyrum.Ívar Eyþórsson/Sónar ReykjavikÞrátt fyrir að vera mikill aðdáandi gat ég ekki annað en hugsað með mér hvað það væri sérstakt að stærsta headlæn atriðið á Sónar í ár væri dúett tveggja manna á sjötugsaldri. Fyrir hátíðina spurði einn tónlistaráhugamaður mig um þrítugt hvaða band þetta væri eiginlega? Hann fylgist vel með raftónlist en hafði aldrei heyrt um þá. Danni hafði heyrt um þá en aldrei hlustað almennilega á þá. Við hverju má búast hér? „Sjitt, hvað þetta er ferskt!“ hrópar Danni í eyrað á mér. Hann fer svo beint í dansgírinn á núll einni eins og allur salurinn. „Þetta er nefnilega málið með teknó sko... ef það er gott og beitt þá er það algjörlega tímalaust! Þetta sándar eins og það hafi verið gert í gær af einhverjum 20 ára gaur í Berlín.“ Ég segi ekki orð. Dett í trans og gleymi mér í dansinum. Þeir taka öll uppáhalds lögin mín af Dubnobass... Hér er sami kraftur og stemning og var í Höllinni fyrir 24 árum síðan. Þegar kveikt er á lazer-geislunum tryllist salurinn. Ég finn í alvöru gólfið undir fótum mér hreyfast út af stemmningunni. Lít til hliðar og sé að við hliðina á mér er Eldar Ástþórsson skipuleggjandi Sónar Reykjavík í trylltum dansi. Við föllumst í faðma. „Takk Eldar! Þetta er stórkostlegt,“ öskra ég í eyrað á honum. „Ekkert mál Biggi minn... verði þér að góðu!“ Þá fer slagarinn Born Slippy í gang. Restin af kvöldinu er í móðu. Lengi lifi Sónar... húrra, húrra... húrra! Sónar Tengdar fréttir Biggi á Sónar: Af greifynjum, lávörðum, Kristum, Gus og Gus Enn og aftur Sónar í Reykjavík. Þegar ég geng frá heimili mínu í Vesturbæ á leiðinni niður í Hörpu er ómögulegt að taka ekki eftir því hversu miklum stakkaskiptum bærinn hefur tekið frá því í fyrra. Að labba niður Geirsgötu í þetta skiptið er eins og að vera í annarri borg en ég ólst upp í. 17. mars 2018 14:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ég er mættur í Hörpuna á seinni degi Sónar snemma og til í tuskið. Þegar ég geng inn velti ég því fyrir hvort ég sé eitthvað að ruglast, hér eru svo fáir. Ég lít á klukkuna og jú – hún er 10 mínútur í átta og Högni er að fara opna SonarClub (Silfurberg) eftir smá stund. Hvar eru allir? Það hafa verið tónleikar í rúman klukkutíma í SonarComplex (Kaldalóni). Er ég kannski sá eini sem er svona svakalega spenntur? Síminn hringir.„Blessaður djengs,“ segir Danni. „Ég er fyrir utan.“Þá erum við að minnsta kosti tveir sem erum til í slaginn. Á leiðinni okkar inn á tónleikasvæðið sjáum við hvar grímuklædd geimvera svífur í áttina til okkar, niður tröppurnar. Við mætum henni þar sem gæslan tékkar á armböndunum okkar.„Halló,“ segi ég og brosi til Bjarkar Guðmundsdóttur.Hún er eitthvað utan við sig og bregður örlítið.„Neih... hæ,“ segir hún og brosir á móti. Hún er í fullum skrúða – nánast alveg eins og hún er framan á nýju plötu sinni Utopia. Það er ekki fyrr en á leiðinni upp tröppurnar að ég fer að velta því fyrir mér hvers vegna hún sé klædd eins og hún sé að fara á svið? Ætli hún sé að koma óvænt fram í kvöld? Er hún kannski bara hér til þess að heilsa upp á vini sína í Underworld? Ef svo – ætli hún sé þá bara alltaf með grímuna núna? Ætli hún fari út í búð svona?Hjördís Jónsdóttir/SónarReykjavíkÞið misstuð af Högna... óheppin Högni er byrjaður og salurinn er nánast tómur. Á sviðinu með honum er Stephan Stephensen eða President Bongó eins og hann kallar sig og gítarleikari sem ég kannast ekki við. Það er ekki að sjá á Högna að það angri hann nokkuð hversu fáir eru mættir. Hann syngur og lifar sig inn í tónlistina alveg eins og hann myndi gera ef salurinn væri fullur. Eftir hvert lag klappa þeir fjörtíu sem eru í salnum í nokkrar sekúndur. Svo myndast algjör þögn og allir heyra hvert einasta orð sem Högni og Stephan segja sín á milli.„Það er eitthvað smá tenginga ves,“ segir Stephan en það var ekkert að heyra að tónlistinni. Högni kinkar bara kolli og svo er talið í næsta lag. Það kemur auðvitað ekkert á óvart að fyrsta sólóplata Högna, Two Trains, sé stórkostleg. Mjög falleg tónlist sem hljómar eins og sambræðingur þeirrar stefnu sem Björk tók á Homogenic og tónlistar Högna og félaga í Hjaltalín. Maðurinn hefur fengið stórkostlega söngrödd í guðs gjöf og nýtir hann með besta hætti. Læf sjófið hans er flott og allt eins og það á að vera. Róleg og þægileg byrjun á öðrum degi Sónar.Við Danni erum báðir eitthvað vankaðir enda afar sjaldan þessa dagana sem við tökum tvo daga í röð í bjórdrykkju. Við erum voðalega lítið að flýta okkur þegar við löbbum á milli staða. Þannig tekst okkur að missa algjörlega af Serpentwithfeet.Ívar Eyþórsson/SónarReykjavíkGott í bíó Við setjumst inn í Kaldalóni þar sem Hildur Guðnadóttir var að byrja. Þreyta gærdagsins togar okkur neðar í sætin. Hildur leikur mjög tilraunakennda tónlist. Sveimandi selló-tónar og orðalaus rödd sem sveima í kringum okkur. Virkilega flott. Við sitjum og fylgjumst með í um 10 mínútur. „Þetta er eiginlega bara alveg æðislegt hjá henni,“ segir Danni. „Já, algjörlega,“ samþykki ég. „Þetta er voðalega artí og næs en ekki alveg að hjálpa mér með að blása þokunni úr heilanum á mér. Ég þurfti að vakna klukkan átta í morgun maður.“ „Jáh... þetta er meiri svona miðvikudagstónlist eitthvað.“ „Jáh... gott í bíó.“ Við þurfum ekki að segja meira, stöndum báðir upp samtímis og ákveðum að stefna í átt að Ben Frost sem er við það að fara byrja.Ívar Eyþórsson/Sónar ReykjavíkMaðurinn sem kynnti Barcelona fyrir piparkökunni „Þetta er pabbi minn,“ segir Flóki. Ungur maður sem lítur út eins og hann sé klipptur út úr Tinna bók. Einn af mörgum sem við lentum á spjalli við á leiðinni til Ben. „Hann er bakari.“ Ég tek í spaðann á pabba hans sem er Barcelona. Við tölum um mat og hversu yndislegt það sé að hanga með pabba gamla á svona tónlistarfestivali. Þeir eru bestu vinir og geta ekki hugsað sér neitt skemmtilegra en að skella sér á Sónar hér – enda eflaust vanir hátíðinni í fyrri heimaborg þeirra þar sem hún hóf lífdaga sína. „Við buðum meira að segja upp á „the joy of being married í bakaríinu,“ segir pabbinn á ensku með sterkum spænskum hreim. Ég átta mig ekki alveg á því hvað hann er að reyna segja mér. Ég lít spyrjandi á Flóka. „Hjónabandssælu,“ segir hann og við springum allir úr hlátri. „Svo prufaði ég einu sinni að baka pikarkökur fyrir jólin að íslenskum sið,“ segir bakarinn. „Þær voru svo vinsælar að ég neyddist til þess að hafa þær í bakaríinu allan ársins hring eftir það.“ Þetta er sem sagt maðurinn sem kynnti Barcelona fyrir piparkökunni. Einhvern veginn náum við Danni líka að missa algjörlega af Ben Frost.Stefán Páls/Sónar ReykjavíkGeggjað kombakk Það næsta sem við sjáum er Sykur. Loksins fáum við bít til þess að hreyfa okkur við. Ég hef orðið voðalega lítið var við þessa hljómsveit frá því að síðasta plata þeirra Mesapótamía kom út árið 2011. Tók ekki einu sinni eftir fjarveru þeirra heldur. En mikið rosalega var þetta kröftugt gigg. Agnes söngkona er eins og þýska poppsöngkona Nina Hagen á sterum. Lúkkið stórkostlegt, söngurinn frábær og hún heillaði allan salinn upp úr skónum með kröftugri sviðsframkomu sinni. Það ætlaði allt um koll að keyra fremst við sviðið. Allt í einu átta ég mig á því að ég er aðdáandi Sykurs – ég var bara búinn að gleyma því. Stórkostlegt kombakk gigg og æðislegt að íslenska rafsenan eigi svona kröftugan frontmann. Eða ekki bara íslenska rafsenan – því Agnes er mesta rokkstjarna sinnar kynslóðar. Mig grunar að eina ástæðan fyrir því að hún sé ekki heimsfræg sé sú að henni langi bara ekkert svo mikið til þess. Svo... 24 árum seinna Næst á dagskrá er Underworld. Ég er gífurlegur aðdáandi þeirra og skelli reglulega Dubnobasswithmyheadman á plötuspilarann heima. Ég er einn þeirra heppnu sem fékk að sjá þá í Laugardalshöll fyrir rétt tæpum aldarfjórðungi síðan. Þá hafði ég nýlega fest kaup á plötunni eftir að Kiddi í Hljómalind skipaði mér að bæta henni í safnið. Í þá daga gerði maður bara það sem Kiddi sagði og rétti fram seðlana ef hann fór í þann gírinn. Sá maður þurfti bara að horfa á mann í 10 sekúndur til þess að fatta hvaða stöff myndi falla manni að eyrum.Ívar Eyþórsson/Sónar ReykjavikÞrátt fyrir að vera mikill aðdáandi gat ég ekki annað en hugsað með mér hvað það væri sérstakt að stærsta headlæn atriðið á Sónar í ár væri dúett tveggja manna á sjötugsaldri. Fyrir hátíðina spurði einn tónlistaráhugamaður mig um þrítugt hvaða band þetta væri eiginlega? Hann fylgist vel með raftónlist en hafði aldrei heyrt um þá. Danni hafði heyrt um þá en aldrei hlustað almennilega á þá. Við hverju má búast hér? „Sjitt, hvað þetta er ferskt!“ hrópar Danni í eyrað á mér. Hann fer svo beint í dansgírinn á núll einni eins og allur salurinn. „Þetta er nefnilega málið með teknó sko... ef það er gott og beitt þá er það algjörlega tímalaust! Þetta sándar eins og það hafi verið gert í gær af einhverjum 20 ára gaur í Berlín.“ Ég segi ekki orð. Dett í trans og gleymi mér í dansinum. Þeir taka öll uppáhalds lögin mín af Dubnobass... Hér er sami kraftur og stemning og var í Höllinni fyrir 24 árum síðan. Þegar kveikt er á lazer-geislunum tryllist salurinn. Ég finn í alvöru gólfið undir fótum mér hreyfast út af stemmningunni. Lít til hliðar og sé að við hliðina á mér er Eldar Ástþórsson skipuleggjandi Sónar Reykjavík í trylltum dansi. Við föllumst í faðma. „Takk Eldar! Þetta er stórkostlegt,“ öskra ég í eyrað á honum. „Ekkert mál Biggi minn... verði þér að góðu!“ Þá fer slagarinn Born Slippy í gang. Restin af kvöldinu er í móðu. Lengi lifi Sónar... húrra, húrra... húrra!
Sónar Tengdar fréttir Biggi á Sónar: Af greifynjum, lávörðum, Kristum, Gus og Gus Enn og aftur Sónar í Reykjavík. Þegar ég geng frá heimili mínu í Vesturbæ á leiðinni niður í Hörpu er ómögulegt að taka ekki eftir því hversu miklum stakkaskiptum bærinn hefur tekið frá því í fyrra. Að labba niður Geirsgötu í þetta skiptið er eins og að vera í annarri borg en ég ólst upp í. 17. mars 2018 14:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Biggi á Sónar: Af greifynjum, lávörðum, Kristum, Gus og Gus Enn og aftur Sónar í Reykjavík. Þegar ég geng frá heimili mínu í Vesturbæ á leiðinni niður í Hörpu er ómögulegt að taka ekki eftir því hversu miklum stakkaskiptum bærinn hefur tekið frá því í fyrra. Að labba niður Geirsgötu í þetta skiptið er eins og að vera í annarri borg en ég ólst upp í. 17. mars 2018 14:00