Gagnrýna Terry Gilliam fyrir #MeToo-ummælin Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2018 10:27 Sarah Silverman, Judd Apatow og Ellen Barkin. Vísir/Getty Leikstjórinn Terry Gilliam hefur verið gagnrýndur nokkuð harðlega fyrir ummæli sín um #MeToo-hreyfinguna. Margar athugasemdirnar koma úr herbúðum leikara og leikstjóra í Hollywood. Gilliam vakti athygli í vikunni fyrir að segja #MeToo-byltinguna hafa farið úr böndunum og að með hanni hafi skapast „óreiðukennt ástand.“ „Þetta er eins og þegar múgurinn tekur stjórnina, múgurinn er þarna úti, hann heldur á kyndlum og ætlar að brenna kastala Frankensteins til kaldra kola. Það er klikkað hvað þetta hefur verið einfaldað,“ sagði Gilliam. Þá vildi Gilliam meina að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein væri vissulega „skrímsli“ en að hann hefði aðeins verið afhjúpaður sem ofbeldismaður vegna þess að hann er „fáviti.“ Gilliam hélt því einnig fram að Weinstein hefði „opnaði dyr fyrir nokkra,“ og að „nótt með Harvey hafi verið gjaldið.“ Sumir hafi greitt það gjald og enn aðrir hafi þurft að þjást vegna þess. Leikstjórinn Judd Apatow, sem hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við The 40-Year-Old-Virgin og Trainwreck, sagði ummæli Gilliam „hálfvitaleg og hættuleg.“ „Hann var ekki í þessum herbergjum. Hann veit ekki hversu árásargjarn og ofbeldisfullur og hryllilegur hann [Weinstein] var. Hvernig getur hann leyft sér að segja að þetta hafi verið einhvers konar „tilboð“? Hann ætti að skammast sín,“ skrifaði Apatow í færslu á Twitter-reikningi sínum. Leikkonan Roseanne Arquette endurtísti þessari færslu Apatow. I read it. Terry Gilliam's comments about Harvey Weinstein are idiotic and dangerous. He wasn't in those rooms. He doesn't know how aggressive and violent and terrifying he was. Who is he to say it was some sort of offered deal? He should be ashamed of himself. https://t.co/pLj3V46gwu— Judd Apatow (@JuddApatow) March 17, 2018 Þá lagði grínistinn Sarah Silverman til að Gilliam reyndi að finna til samkenndar með þolendum #MeToo-byltingarinnar. Terry Gilliam may wanna turn those feelings of fear & uncertainty he's getting from #metoo/#timesup and realize “Ohh this is how life has been for THEM til now... huh. Wow. Damn.” See? Now it's empathy.— Sarah Silverman (@SarahKSilverman) March 17, 2018 „Mér verður óglatt við að hlusta á þetta viðtal,“ sagði leikkonan Ellen Barkin um ummæli Gilliam. Þá gaf hún fylgjendum sínum ráð, „af fenginni reynslu.“ „Aldrei fara ein inn í lyftu með Terry Gilliam,“ skrifaði Barkin. My hard won advice: never get into an elevator alone with terry gilliam— Ellen Barkin (@EllenBarkin) March 17, 2018 MeToo Hollywood Tengdar fréttir Terry Gilliam segir Harvey Weinstein skrímsli en að MeToo hafi farið úr böndunum Harvey opnaði dyr fyrir nokkra, nótt með Harvey var gjaldið. Sumir greiddu það gjald, aðrir þurftu að þjást vegna þess,“ segir leikstjórinn. 16. mars 2018 20:19 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Fleiri fréttir Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Sjá meira
Leikstjórinn Terry Gilliam hefur verið gagnrýndur nokkuð harðlega fyrir ummæli sín um #MeToo-hreyfinguna. Margar athugasemdirnar koma úr herbúðum leikara og leikstjóra í Hollywood. Gilliam vakti athygli í vikunni fyrir að segja #MeToo-byltinguna hafa farið úr böndunum og að með hanni hafi skapast „óreiðukennt ástand.“ „Þetta er eins og þegar múgurinn tekur stjórnina, múgurinn er þarna úti, hann heldur á kyndlum og ætlar að brenna kastala Frankensteins til kaldra kola. Það er klikkað hvað þetta hefur verið einfaldað,“ sagði Gilliam. Þá vildi Gilliam meina að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein væri vissulega „skrímsli“ en að hann hefði aðeins verið afhjúpaður sem ofbeldismaður vegna þess að hann er „fáviti.“ Gilliam hélt því einnig fram að Weinstein hefði „opnaði dyr fyrir nokkra,“ og að „nótt með Harvey hafi verið gjaldið.“ Sumir hafi greitt það gjald og enn aðrir hafi þurft að þjást vegna þess. Leikstjórinn Judd Apatow, sem hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við The 40-Year-Old-Virgin og Trainwreck, sagði ummæli Gilliam „hálfvitaleg og hættuleg.“ „Hann var ekki í þessum herbergjum. Hann veit ekki hversu árásargjarn og ofbeldisfullur og hryllilegur hann [Weinstein] var. Hvernig getur hann leyft sér að segja að þetta hafi verið einhvers konar „tilboð“? Hann ætti að skammast sín,“ skrifaði Apatow í færslu á Twitter-reikningi sínum. Leikkonan Roseanne Arquette endurtísti þessari færslu Apatow. I read it. Terry Gilliam's comments about Harvey Weinstein are idiotic and dangerous. He wasn't in those rooms. He doesn't know how aggressive and violent and terrifying he was. Who is he to say it was some sort of offered deal? He should be ashamed of himself. https://t.co/pLj3V46gwu— Judd Apatow (@JuddApatow) March 17, 2018 Þá lagði grínistinn Sarah Silverman til að Gilliam reyndi að finna til samkenndar með þolendum #MeToo-byltingarinnar. Terry Gilliam may wanna turn those feelings of fear & uncertainty he's getting from #metoo/#timesup and realize “Ohh this is how life has been for THEM til now... huh. Wow. Damn.” See? Now it's empathy.— Sarah Silverman (@SarahKSilverman) March 17, 2018 „Mér verður óglatt við að hlusta á þetta viðtal,“ sagði leikkonan Ellen Barkin um ummæli Gilliam. Þá gaf hún fylgjendum sínum ráð, „af fenginni reynslu.“ „Aldrei fara ein inn í lyftu með Terry Gilliam,“ skrifaði Barkin. My hard won advice: never get into an elevator alone with terry gilliam— Ellen Barkin (@EllenBarkin) March 17, 2018
MeToo Hollywood Tengdar fréttir Terry Gilliam segir Harvey Weinstein skrímsli en að MeToo hafi farið úr böndunum Harvey opnaði dyr fyrir nokkra, nótt með Harvey var gjaldið. Sumir greiddu það gjald, aðrir þurftu að þjást vegna þess,“ segir leikstjórinn. 16. mars 2018 20:19 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Fleiri fréttir Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Sjá meira
Terry Gilliam segir Harvey Weinstein skrímsli en að MeToo hafi farið úr böndunum Harvey opnaði dyr fyrir nokkra, nótt með Harvey var gjaldið. Sumir greiddu það gjald, aðrir þurftu að þjást vegna þess,“ segir leikstjórinn. 16. mars 2018 20:19