Leiðin til Afrin Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. mars 2018 10:00 Haukur Hilmarsson. Mynd/Úr safni Nurhaks Við bjuggum saman og við börðumst saman, það er auðvitað augljósasta ástæða þess að við Sahin urðum vinir,“ segir Nurhak, einn nánasti vinur Hauks Hilmarssonar í Sýrlandi. „En Sahin var líka þannig í sér, hann varð vinur allra hérna.“ Sagt er að Kúrdar eigi engan vin nema fjallið. Hverjir eru það sem ferðast til Sýrlands til að gerast fjöll Kúrda? Þetta er mjög blandaður hópur. Stærsti hópurinn samanstendur af pólitískum aktívistum, herskáum kommúnistum, anarkistum, femínistum og antífasistum. Fyrst voru þetta nánast eingöngu fyrrverandi hermenn en það hefur breyst töluvert á undanförnum tveimur árum. Það eru enn fyrrverandi hermenn og eitthvað um ævintýramenn, en ég myndi segja að meirihlutinn væri fólk á svipaðri bylgjulengd og Sahin,“ segir Caleb Stevens, 23 ára Bandaríkjamaður. Hann gekk til liðs við YPG um svipað leyti og Haukur eftir að hafa lokið herþjálfun hjá bandaríska hernum. „Eins og við hin kom Sahin hingað til stuðnings og samstöðu með Rojava-byltingunni og það eru margar ástæður sem hvöttu hann og okkur öll til að taka þátt í þessu, flestar þeirra augljósar í ljósi síðustu tveggja áratuga og á hvaða leið hlutirnir hafa verið um öll Miðausturlöndin,“ segir Nurhak, einn nánasti vinur Hauks í YPG. Vanir menn og órólega deildin Nurhak er enn í Sýrlandi. Slæmt samband kemur í veg fyrir símaviðtal en þrátt fyrir að netspjall þurfi að duga má vel finna eldinn í brjósti Nurhaks. Honum er mikið í mun að koma málstaðnum, sem þeir Haukur hafa barist fyrir, skýrt og vel til landa vinar síns. Caleb virkar yfirvegaðari og jarðbundnari en Nurhak. Þeir eru jafnaldrar. Þótt margt geti skýrt hvað þeir eru ólíkir, ekki síst sú staðreynd að Caleb er kominn heim til Bandaríkjanna, burt úr stríðinu og æsingnum, gefur lýsing Calebs á skipulagi herdeilda YPG ákveðna hugmynd um þessa ólíku vini Hauks. Þótt Caleb og Nurhak berjist báðir með YPG tilheyra þeir sinni herdeildinni hvor. Caleb segir herdeild Hauks, International Freedom Battalion, samanstanda af vinstrisinnuðu fólki frá Tyrklandi og aktívistum allstaðar staðar að úr heiminum. Herdeild Calebs er hins vegar hefðbundnari herdeild, sem samanstendur mest af fyrrverandi hermönnum með minni áherslu á pólitíska hugmyndafræði, „þótt við værum allir mjög pólitískt þenkjandi auðvitað“. Haukur með Rustum, öðrum nánum vini, nokkrum dögum eftir að YPG frelsaði borgina Raqqa úr höndum ISIS manna.Mynd/Úr safni Nurhak Hafa heyrt um Bónusfánann Caleb hitti Sahin aftur í baráttunni við ISIS um Raqqa. „Ég var náttúrulega ekki í sömu herdeild og Sahin en deildirnar okkar höfðu stöðu hlið við hlið á víglínunni í Raqqa og við heimsóttum þá oft.“ Eru menn bara að skreppa í heimsóknir í miðju stríði? Caleb segir oft ótrúlega mikið um bið og aðgerðaleysi. „Oft vorum við bara að vakta byggingar, ef ske kynni að ISIS-maður færði sig eða byrjaði að skjóta. Jafnvel á sjálfri víglínunni, vorum kannski í bardaga í 10 prósent tímans. Stundum vorum við að sækja og taka stærra landsvæði fá ISIS og þá gátum við tekið tólf tíma í að færa okkur varlega stað úr stað, eyða jarðsprengjum og vara okkur á vígamönnum ISIS. Öðrum stundum vorum við bara að halda stöðum, vera á verði og berjast ef ISIS-menn færðu sig úr stað eða réðust að okkur. Og bardagarnir sjálfir geta tekið allt frá örfáum mínútum upp í klukkutíma í senn.“ Í hléum sátu menn og skröfuðu. Mest um stjórnmál. Aðspurður segir Caleb það hafa komið sér á óvart hvað Haukur hafði mikið látið að sér kveða í heimalandi sínu. „Hann talaði ekki mikið um það sjálfur og stærði sig aldrei af neinu,“ segir Caleb og kímir þegar Bónusfánann ber á góma. Þeir hafa heyrt um það, félagarnir, en Haukur gerði ekki mikið úr því eða öðrum aðgerðum sínum heima á Íslandi að sögn Calebs. „Hann var mjög hógvær manneskja og allir elskuðu hann í Rojava.“ Nurhak hefur líka heyrt söguna af Bónusfánanum en hafði ekki hugmynd um að gjörningurinn hefði vakið jafn mikla athygli á Íslandi og raun bar vitni. „Hann sagði alls ekki frá því þannig. Hann var mjög hógvær um öll sín verk.“ Bera ekki persónuauðkenni Eru liðsmenn YPG á einhvern hátt merktir, eða bera þeir einhver persónuauðkenni? „Við skildum yfirleitt öll persónuskilríki eftir hjá fólki sem við treystum þegar við vorum á leiðinni á víglínuna,“ segir Caleb og telur ólíklegt að Haukur hafi haft einhver skilríki eða persónuauðkenni á sér í bardögum í Afrin. Einn náinna vina Calebs féll við svipaðar kringumstæður og Haukur. „Þeir hafa ekki getað sótt líkið. Það er ekki öruggt. Þegar við vorum að berjast við ISIS í Raqqa voru lík félaga okkar sem féllu sótt og við grófum þá með athöfn.“ Sorgin og sektarkenndin Caleb hefur misst tvo nána vini og þekkt fleiri sem hafa fallið í stríðinu. Er öðruvísi að missa náinn vin undir þessum kringumstæðum en öðrum? „Ég held að maður slökkvi á hluta af sjálfum sér á meðan maður er þarna. Það er stríð og það eru allir meðvitaðir um áhættuna sem þeir eru að taka. Þannig að á meðan maður er að berjast í Rojava þá er markmiðið alveg skýrt. Ef einhver fellur þá er það sorglegt en það verða allir að halda áfram. Ég held að þetta sé miklu erfiðara þegar maður er kominn aftur heim og allt í einu er ekkert sérstaklega aðkallandi í lífi manns og þá fer maður að hugsa um allar þessar manneskjur og hvað maður hefði getað gert til að halda þeim öruggum.“ Hefurðu samviskubit? „Já, algjörlega og á alls konar sviðum. Það er til hugtak á ensku sem lýsir þessu. „Survivors guilt,“ þegar manni líður eins og maður hefði átt að deyja í staðinn fyrir félaga sinn eða maður hefði átt að deyja með honum. Maður hefur samviskubit yfir því að vera sá sem lifði af.“ Hljóðið í Nurhak er heldur ekki gott. „Við hörfuðum frá Afrin fyrir nokkrum dögum. Sumir neituðu að koma með og ætla að berjast meðan þeir draga andann,“ segir Nurhak. Hann segir erfitt að lifa með því að hafa yfirgefið borgina og þá félaga sem eftir urðu. „Við þurfum að lifa með því að hafa hörfað, til að lifa og geta barist áfram.“ Baráttuandinn er enn fyrir hendi en andlega hliðin er ekki góð. „Við erum eiginlega alveg miður okkar, auk þess að missa Hauk höfum við misst fleiri vini og erum að missa Afrin,“ segir Nurhak en herðir upp hugann og bætir við: „En við erum staðráðin í að helga líf okkar þessari byltingu fyrir Rojava og Kúrdistan og baráttu gegn fasisma um allan heim. Við ætlum ekki að láta allar fórnir Kúrda í baráttunni við ISIS og líf þeirra sem fórnuðu sér verða til einskis.“ Það fer furðu mikill tími í bið og aðgerðarleysi í stríði. Þá var hægt að grípa í önnur verk í bækistöðvunum.Fréttablaðið Komst inn í annarri tilraun Caleb segir ferilinn inn í YPG nokkuð langan en samt furðu einfaldan. Hann leitaði að upplýsingum um samtökin og fann netfang. Í apríl í fyrra sendi Caleb tölvupóst til YPG sem hófst á þessum orðum: „Hello, I am a leftist from the United States interested in fighting for the cause in Rojava.“ Hann fékk svar um hæl með löngu umsóknareyðublaði með bæði ritgerðarspurningum og mjög ítarlegum spurningalista með almennum spurningum um menntun, fjölskylduaðstæður og 70 krossaspurningum um geðheilbrigði og persónuleikaeinkenni. „Þessi ferill var ekki svo flókinn, en svo þarf maður að komast alla leið frá heimalandinu sínu og til Rojava og það getur verið bæði erfitt og flókið,“ segir Caleb sem flaug frá Bandaríkjunum til Jórdaníu og þaðan til Íraks þar sem hann þurfti að fara ólöglega yfir landamærin til Sýrlands. „Á þessum tíma réðu KDP (Peshmerga) yfir landamærunum, það eru hersveitir hliðhollar svæðisstjórn Kúrda í Írak. Íröksku Kúrdarnir styðja ekki byltinguna í Rojava heldur eru þeir bandamenn Tyrkja. Þeir eru hægrisinnaðri og stjórn þeirra er nær alfarið fjármögnuð af olíuiðnaðinum. Kúrdarnir sem berjast í Rojava í Sýrlandi eru miklu vinstrisinnaðri og andvígari markaðsöflunum.“ „Við Sahin komumst yfir landamærin um svipað leyti, upp úr miðjum júlí. Mér skilst að Sahin hafi reynt einhverjum mánuðum áður að komast til Rojava, þannig að þetta var í annað skipti sem hann reyndi. Það var greinilegt að hann var staðráðinn í að gera þetta,“ segir Caleb. Nurhak staðfestir þessa frásögn. „Jú, það er rétt, Sahin hafði einu sinni áður reynt að komast yfir frá Írak en var vísað úr landi. Hann reyndi svo fljótlega aftur og komst yfir í júlí í fyrra og þá með vini sínum frá Grikklandi,“ segir Nurhak. Caleb særðist illa eftir skot í kálfa og þurfti að fara heim fyrr hann vildi.Fréttablaðið Hitti Hauk fyrst í herskólanum Samtökin eru mun skipulagðari en ætla mætti. YPG og YPJ (kvennadeildin) eru hersveitir PVD sem er stjórnmálaafl Kúrda í Rojava. Caleb segir flokkinn sjá um allt utanumhald, skriffinnsku og skipulag fyrir hersveitirnar. Og svo er auðvitað herskóli. „Þar hittumst við Haukur fyrst. Við vorum saman þar í viku en hann kláraði ekki þjálfunina hjá YPG heldur fór hann til annarra samtaka sem vinna með YPG og lauk þjálfun þar,“ segir Caleb. Hann segir Hauk í rauninni hafa tilheyrt tyrkneska marxistaflokknum. Sá flokkur hafi hins vegar sent IFB, alþjóðaherdeild YPG, liðstyrk og þar hafi Haukur barist við hlið annarra aktívista, femínista og andfasista alls staðar að úr heiminum. „Haukur var þó aldrei eiginlegur félagi í flokknum, nema að nafninu til, en hann barðist við hlið dyggra félaga í honum.“ Í skóla YPG læra menn annars vegar kúrdísku og stjórnmál, meðal annars sögu vinstrihreyfingar Kúrda, og hins vegar vopnaburð og herkænsku. Aðspurður segir Caleb skóla YPG standa í mánuð. „En ég held að námið sem Sahin fór í hafi tekið tvær til þrjár vikur.“ Nurhak segir Sahin aðeins hafa farið í gegnum tveggja vikna þjálfun. „Hann kom svo til Raqqa í ágúst. Þá var ég búinn að vera í mánuð að berjast í Raqqa.“ „Ég er stoltur af að hafa verið með Sahin í hans fyrstu hernaðaraðgerð í Raqqa. Við fórum í gegnum þetta sem tveggja manna teymi en hluti af stærra alþjóðlegu herliði og börðumst í gegnum hverja orrustu þar til við frelsuðum Raqqa. Sahin gaf mér bæði orku og sjálfsöryggi til að fara í gegnum þetta og varð seinna liðsforingi og það sem meira er, mjög góður vinur minn,“ skrifaði Nurhak til minningar um Hauk á Facebook-síðu sína eftir að honum bárust fréttir af falli Hauks. Margir segja engum hvert förinni er heitið Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, hafði ekki heyrt frá syni sínum lengi þegar fregnir bárust af falli hans í Sýrlandi. Er algengt að þeir sem fara segi engum frá?„Af þeim sem ég þekki best hafði kannski helmingurinn rætt þá hugmynd að fara til Sýrlands að berjast við vini og fjölskyldu en hinn helmingurinn farið þá leið sem Sahin fór og láta þá engan vita fyrr en allt er yfirstaðið. Sumir koma sér á staðinn fyrst og segja svo fjölskyldunni frá þegar þeir eru komnir hingað.“ Sjálfur sagði Caleb frá því í ítarlegu viðtali við Chicago Tribune að hann hefði rætt málið ítarlega við móður sína. Hún var eðlilega mjög efins um uppátækið en kynnti sér málstað og hugmyndaheim Kúrdanna sem varð til þess að hún skildi son sinn betur og fann að þetta var einlægur ásetningur hans. Og Caleb fékk móður sína á sitt band. Nú berast stöðugt fréttir af mjög hörðum árásum Tyrkja á Afrin og Kúrdar eru að hörfa. Hvaða væntingar hefurðu fyrir hönd Kúrdanna á svæðinu? „Ég held að Kúrdar séu mjög raunsæir. Það er ekki þeirra helsta markmið að mynda eigið ríki heldur að hafa fulla sjálfstjórn innan Sýrlands og ég held að það séu ágætar líkur á að það geti orðið. Stjórnvöld í Sýrlandi vinna í rauninni með YPG með það að markmiði að koma í veg fyrir að Tyrkir komist yfir meira af sýrlensku landsvæði, sem er góðs viti held ég. Þannig að ef Tyrkjavandinn leysist þá ættu sýrlensk stjórnvöld og YPG að geta náð sameiginlegum skilningi,“ segir Caleb. Eva Hauksdóttir móðir Hauks Hilmarssonar.visir/vilhelm Halda enn í vonina Þótt talsmenn IFB fullyrði að Haukur sé látinn hafa nánustu ættingjar hans ekki enn fengið örugga staðfestingu þess að hann hafi fallið og hafa ekki rætt við eða fengið öruggar heimildir frá vitnum, enda þótt fullyrt hafi verið að vitni hafi verið að falli hans. Hvorki Caleb né Nurhak gátu vísað á aðra sem voru vitni að falli Hauks. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, hefur bent á að upplýsingar um fall hans hafi verið misvísandi. Fyrst átti hann að hafa lent í skothríð en nú er því haldið fram að um árás úr lofti hafi verið að ræða. Eva spurði áleitinnar spurningar í tilkynningu til fjölmiðla í gær. „Ef var enginn vafi á falli hans, af hverju var þá leitað að honum í öllum sjúkrabúðum?” spyr Eva og óttast um son sinn sem gæti legið einhvers staðar særður en lifandi. Meira um líf Hauks Hilmarssonar má finna í Fréttablaðinu Plús sem er PDFútgáfa blaðsins á frettabladid.is eða í appi Fréttablaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Mál Hauks Hilmarssonar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segja stjórnvöld fara með leitina að líkinu sem um óskilamun sé að ræða Aðstandendur Hauks Hilmarssonar gagnrýna stjórnvöld harðlega. 13. mars 2018 10:09 Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Munu hitta Guðlaug Þór á morgun. 12. mars 2018 19:33 Segir mikla áherslu lagða á aðstoð við aðstandendur Hauks Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. 13. mars 2018 15:38 Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Sjá meira
Við bjuggum saman og við börðumst saman, það er auðvitað augljósasta ástæða þess að við Sahin urðum vinir,“ segir Nurhak, einn nánasti vinur Hauks Hilmarssonar í Sýrlandi. „En Sahin var líka þannig í sér, hann varð vinur allra hérna.“ Sagt er að Kúrdar eigi engan vin nema fjallið. Hverjir eru það sem ferðast til Sýrlands til að gerast fjöll Kúrda? Þetta er mjög blandaður hópur. Stærsti hópurinn samanstendur af pólitískum aktívistum, herskáum kommúnistum, anarkistum, femínistum og antífasistum. Fyrst voru þetta nánast eingöngu fyrrverandi hermenn en það hefur breyst töluvert á undanförnum tveimur árum. Það eru enn fyrrverandi hermenn og eitthvað um ævintýramenn, en ég myndi segja að meirihlutinn væri fólk á svipaðri bylgjulengd og Sahin,“ segir Caleb Stevens, 23 ára Bandaríkjamaður. Hann gekk til liðs við YPG um svipað leyti og Haukur eftir að hafa lokið herþjálfun hjá bandaríska hernum. „Eins og við hin kom Sahin hingað til stuðnings og samstöðu með Rojava-byltingunni og það eru margar ástæður sem hvöttu hann og okkur öll til að taka þátt í þessu, flestar þeirra augljósar í ljósi síðustu tveggja áratuga og á hvaða leið hlutirnir hafa verið um öll Miðausturlöndin,“ segir Nurhak, einn nánasti vinur Hauks í YPG. Vanir menn og órólega deildin Nurhak er enn í Sýrlandi. Slæmt samband kemur í veg fyrir símaviðtal en þrátt fyrir að netspjall þurfi að duga má vel finna eldinn í brjósti Nurhaks. Honum er mikið í mun að koma málstaðnum, sem þeir Haukur hafa barist fyrir, skýrt og vel til landa vinar síns. Caleb virkar yfirvegaðari og jarðbundnari en Nurhak. Þeir eru jafnaldrar. Þótt margt geti skýrt hvað þeir eru ólíkir, ekki síst sú staðreynd að Caleb er kominn heim til Bandaríkjanna, burt úr stríðinu og æsingnum, gefur lýsing Calebs á skipulagi herdeilda YPG ákveðna hugmynd um þessa ólíku vini Hauks. Þótt Caleb og Nurhak berjist báðir með YPG tilheyra þeir sinni herdeildinni hvor. Caleb segir herdeild Hauks, International Freedom Battalion, samanstanda af vinstrisinnuðu fólki frá Tyrklandi og aktívistum allstaðar staðar að úr heiminum. Herdeild Calebs er hins vegar hefðbundnari herdeild, sem samanstendur mest af fyrrverandi hermönnum með minni áherslu á pólitíska hugmyndafræði, „þótt við værum allir mjög pólitískt þenkjandi auðvitað“. Haukur með Rustum, öðrum nánum vini, nokkrum dögum eftir að YPG frelsaði borgina Raqqa úr höndum ISIS manna.Mynd/Úr safni Nurhak Hafa heyrt um Bónusfánann Caleb hitti Sahin aftur í baráttunni við ISIS um Raqqa. „Ég var náttúrulega ekki í sömu herdeild og Sahin en deildirnar okkar höfðu stöðu hlið við hlið á víglínunni í Raqqa og við heimsóttum þá oft.“ Eru menn bara að skreppa í heimsóknir í miðju stríði? Caleb segir oft ótrúlega mikið um bið og aðgerðaleysi. „Oft vorum við bara að vakta byggingar, ef ske kynni að ISIS-maður færði sig eða byrjaði að skjóta. Jafnvel á sjálfri víglínunni, vorum kannski í bardaga í 10 prósent tímans. Stundum vorum við að sækja og taka stærra landsvæði fá ISIS og þá gátum við tekið tólf tíma í að færa okkur varlega stað úr stað, eyða jarðsprengjum og vara okkur á vígamönnum ISIS. Öðrum stundum vorum við bara að halda stöðum, vera á verði og berjast ef ISIS-menn færðu sig úr stað eða réðust að okkur. Og bardagarnir sjálfir geta tekið allt frá örfáum mínútum upp í klukkutíma í senn.“ Í hléum sátu menn og skröfuðu. Mest um stjórnmál. Aðspurður segir Caleb það hafa komið sér á óvart hvað Haukur hafði mikið látið að sér kveða í heimalandi sínu. „Hann talaði ekki mikið um það sjálfur og stærði sig aldrei af neinu,“ segir Caleb og kímir þegar Bónusfánann ber á góma. Þeir hafa heyrt um það, félagarnir, en Haukur gerði ekki mikið úr því eða öðrum aðgerðum sínum heima á Íslandi að sögn Calebs. „Hann var mjög hógvær manneskja og allir elskuðu hann í Rojava.“ Nurhak hefur líka heyrt söguna af Bónusfánanum en hafði ekki hugmynd um að gjörningurinn hefði vakið jafn mikla athygli á Íslandi og raun bar vitni. „Hann sagði alls ekki frá því þannig. Hann var mjög hógvær um öll sín verk.“ Bera ekki persónuauðkenni Eru liðsmenn YPG á einhvern hátt merktir, eða bera þeir einhver persónuauðkenni? „Við skildum yfirleitt öll persónuskilríki eftir hjá fólki sem við treystum þegar við vorum á leiðinni á víglínuna,“ segir Caleb og telur ólíklegt að Haukur hafi haft einhver skilríki eða persónuauðkenni á sér í bardögum í Afrin. Einn náinna vina Calebs féll við svipaðar kringumstæður og Haukur. „Þeir hafa ekki getað sótt líkið. Það er ekki öruggt. Þegar við vorum að berjast við ISIS í Raqqa voru lík félaga okkar sem féllu sótt og við grófum þá með athöfn.“ Sorgin og sektarkenndin Caleb hefur misst tvo nána vini og þekkt fleiri sem hafa fallið í stríðinu. Er öðruvísi að missa náinn vin undir þessum kringumstæðum en öðrum? „Ég held að maður slökkvi á hluta af sjálfum sér á meðan maður er þarna. Það er stríð og það eru allir meðvitaðir um áhættuna sem þeir eru að taka. Þannig að á meðan maður er að berjast í Rojava þá er markmiðið alveg skýrt. Ef einhver fellur þá er það sorglegt en það verða allir að halda áfram. Ég held að þetta sé miklu erfiðara þegar maður er kominn aftur heim og allt í einu er ekkert sérstaklega aðkallandi í lífi manns og þá fer maður að hugsa um allar þessar manneskjur og hvað maður hefði getað gert til að halda þeim öruggum.“ Hefurðu samviskubit? „Já, algjörlega og á alls konar sviðum. Það er til hugtak á ensku sem lýsir þessu. „Survivors guilt,“ þegar manni líður eins og maður hefði átt að deyja í staðinn fyrir félaga sinn eða maður hefði átt að deyja með honum. Maður hefur samviskubit yfir því að vera sá sem lifði af.“ Hljóðið í Nurhak er heldur ekki gott. „Við hörfuðum frá Afrin fyrir nokkrum dögum. Sumir neituðu að koma með og ætla að berjast meðan þeir draga andann,“ segir Nurhak. Hann segir erfitt að lifa með því að hafa yfirgefið borgina og þá félaga sem eftir urðu. „Við þurfum að lifa með því að hafa hörfað, til að lifa og geta barist áfram.“ Baráttuandinn er enn fyrir hendi en andlega hliðin er ekki góð. „Við erum eiginlega alveg miður okkar, auk þess að missa Hauk höfum við misst fleiri vini og erum að missa Afrin,“ segir Nurhak en herðir upp hugann og bætir við: „En við erum staðráðin í að helga líf okkar þessari byltingu fyrir Rojava og Kúrdistan og baráttu gegn fasisma um allan heim. Við ætlum ekki að láta allar fórnir Kúrda í baráttunni við ISIS og líf þeirra sem fórnuðu sér verða til einskis.“ Það fer furðu mikill tími í bið og aðgerðarleysi í stríði. Þá var hægt að grípa í önnur verk í bækistöðvunum.Fréttablaðið Komst inn í annarri tilraun Caleb segir ferilinn inn í YPG nokkuð langan en samt furðu einfaldan. Hann leitaði að upplýsingum um samtökin og fann netfang. Í apríl í fyrra sendi Caleb tölvupóst til YPG sem hófst á þessum orðum: „Hello, I am a leftist from the United States interested in fighting for the cause in Rojava.“ Hann fékk svar um hæl með löngu umsóknareyðublaði með bæði ritgerðarspurningum og mjög ítarlegum spurningalista með almennum spurningum um menntun, fjölskylduaðstæður og 70 krossaspurningum um geðheilbrigði og persónuleikaeinkenni. „Þessi ferill var ekki svo flókinn, en svo þarf maður að komast alla leið frá heimalandinu sínu og til Rojava og það getur verið bæði erfitt og flókið,“ segir Caleb sem flaug frá Bandaríkjunum til Jórdaníu og þaðan til Íraks þar sem hann þurfti að fara ólöglega yfir landamærin til Sýrlands. „Á þessum tíma réðu KDP (Peshmerga) yfir landamærunum, það eru hersveitir hliðhollar svæðisstjórn Kúrda í Írak. Íröksku Kúrdarnir styðja ekki byltinguna í Rojava heldur eru þeir bandamenn Tyrkja. Þeir eru hægrisinnaðri og stjórn þeirra er nær alfarið fjármögnuð af olíuiðnaðinum. Kúrdarnir sem berjast í Rojava í Sýrlandi eru miklu vinstrisinnaðri og andvígari markaðsöflunum.“ „Við Sahin komumst yfir landamærin um svipað leyti, upp úr miðjum júlí. Mér skilst að Sahin hafi reynt einhverjum mánuðum áður að komast til Rojava, þannig að þetta var í annað skipti sem hann reyndi. Það var greinilegt að hann var staðráðinn í að gera þetta,“ segir Caleb. Nurhak staðfestir þessa frásögn. „Jú, það er rétt, Sahin hafði einu sinni áður reynt að komast yfir frá Írak en var vísað úr landi. Hann reyndi svo fljótlega aftur og komst yfir í júlí í fyrra og þá með vini sínum frá Grikklandi,“ segir Nurhak. Caleb særðist illa eftir skot í kálfa og þurfti að fara heim fyrr hann vildi.Fréttablaðið Hitti Hauk fyrst í herskólanum Samtökin eru mun skipulagðari en ætla mætti. YPG og YPJ (kvennadeildin) eru hersveitir PVD sem er stjórnmálaafl Kúrda í Rojava. Caleb segir flokkinn sjá um allt utanumhald, skriffinnsku og skipulag fyrir hersveitirnar. Og svo er auðvitað herskóli. „Þar hittumst við Haukur fyrst. Við vorum saman þar í viku en hann kláraði ekki þjálfunina hjá YPG heldur fór hann til annarra samtaka sem vinna með YPG og lauk þjálfun þar,“ segir Caleb. Hann segir Hauk í rauninni hafa tilheyrt tyrkneska marxistaflokknum. Sá flokkur hafi hins vegar sent IFB, alþjóðaherdeild YPG, liðstyrk og þar hafi Haukur barist við hlið annarra aktívista, femínista og andfasista alls staðar að úr heiminum. „Haukur var þó aldrei eiginlegur félagi í flokknum, nema að nafninu til, en hann barðist við hlið dyggra félaga í honum.“ Í skóla YPG læra menn annars vegar kúrdísku og stjórnmál, meðal annars sögu vinstrihreyfingar Kúrda, og hins vegar vopnaburð og herkænsku. Aðspurður segir Caleb skóla YPG standa í mánuð. „En ég held að námið sem Sahin fór í hafi tekið tvær til þrjár vikur.“ Nurhak segir Sahin aðeins hafa farið í gegnum tveggja vikna þjálfun. „Hann kom svo til Raqqa í ágúst. Þá var ég búinn að vera í mánuð að berjast í Raqqa.“ „Ég er stoltur af að hafa verið með Sahin í hans fyrstu hernaðaraðgerð í Raqqa. Við fórum í gegnum þetta sem tveggja manna teymi en hluti af stærra alþjóðlegu herliði og börðumst í gegnum hverja orrustu þar til við frelsuðum Raqqa. Sahin gaf mér bæði orku og sjálfsöryggi til að fara í gegnum þetta og varð seinna liðsforingi og það sem meira er, mjög góður vinur minn,“ skrifaði Nurhak til minningar um Hauk á Facebook-síðu sína eftir að honum bárust fréttir af falli Hauks. Margir segja engum hvert förinni er heitið Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, hafði ekki heyrt frá syni sínum lengi þegar fregnir bárust af falli hans í Sýrlandi. Er algengt að þeir sem fara segi engum frá?„Af þeim sem ég þekki best hafði kannski helmingurinn rætt þá hugmynd að fara til Sýrlands að berjast við vini og fjölskyldu en hinn helmingurinn farið þá leið sem Sahin fór og láta þá engan vita fyrr en allt er yfirstaðið. Sumir koma sér á staðinn fyrst og segja svo fjölskyldunni frá þegar þeir eru komnir hingað.“ Sjálfur sagði Caleb frá því í ítarlegu viðtali við Chicago Tribune að hann hefði rætt málið ítarlega við móður sína. Hún var eðlilega mjög efins um uppátækið en kynnti sér málstað og hugmyndaheim Kúrdanna sem varð til þess að hún skildi son sinn betur og fann að þetta var einlægur ásetningur hans. Og Caleb fékk móður sína á sitt band. Nú berast stöðugt fréttir af mjög hörðum árásum Tyrkja á Afrin og Kúrdar eru að hörfa. Hvaða væntingar hefurðu fyrir hönd Kúrdanna á svæðinu? „Ég held að Kúrdar séu mjög raunsæir. Það er ekki þeirra helsta markmið að mynda eigið ríki heldur að hafa fulla sjálfstjórn innan Sýrlands og ég held að það séu ágætar líkur á að það geti orðið. Stjórnvöld í Sýrlandi vinna í rauninni með YPG með það að markmiði að koma í veg fyrir að Tyrkir komist yfir meira af sýrlensku landsvæði, sem er góðs viti held ég. Þannig að ef Tyrkjavandinn leysist þá ættu sýrlensk stjórnvöld og YPG að geta náð sameiginlegum skilningi,“ segir Caleb. Eva Hauksdóttir móðir Hauks Hilmarssonar.visir/vilhelm Halda enn í vonina Þótt talsmenn IFB fullyrði að Haukur sé látinn hafa nánustu ættingjar hans ekki enn fengið örugga staðfestingu þess að hann hafi fallið og hafa ekki rætt við eða fengið öruggar heimildir frá vitnum, enda þótt fullyrt hafi verið að vitni hafi verið að falli hans. Hvorki Caleb né Nurhak gátu vísað á aðra sem voru vitni að falli Hauks. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, hefur bent á að upplýsingar um fall hans hafi verið misvísandi. Fyrst átti hann að hafa lent í skothríð en nú er því haldið fram að um árás úr lofti hafi verið að ræða. Eva spurði áleitinnar spurningar í tilkynningu til fjölmiðla í gær. „Ef var enginn vafi á falli hans, af hverju var þá leitað að honum í öllum sjúkrabúðum?” spyr Eva og óttast um son sinn sem gæti legið einhvers staðar særður en lifandi. Meira um líf Hauks Hilmarssonar má finna í Fréttablaðinu Plús sem er PDFútgáfa blaðsins á frettabladid.is eða í appi Fréttablaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mál Hauks Hilmarssonar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segja stjórnvöld fara með leitina að líkinu sem um óskilamun sé að ræða Aðstandendur Hauks Hilmarssonar gagnrýna stjórnvöld harðlega. 13. mars 2018 10:09 Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Munu hitta Guðlaug Þór á morgun. 12. mars 2018 19:33 Segir mikla áherslu lagða á aðstoð við aðstandendur Hauks Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. 13. mars 2018 15:38 Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Sjá meira
Segja stjórnvöld fara með leitina að líkinu sem um óskilamun sé að ræða Aðstandendur Hauks Hilmarssonar gagnrýna stjórnvöld harðlega. 13. mars 2018 10:09
Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Munu hitta Guðlaug Þór á morgun. 12. mars 2018 19:33
Segir mikla áherslu lagða á aðstoð við aðstandendur Hauks Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. 13. mars 2018 15:38